Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1994, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1994, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 Neytendur Nauta- og svínakjöt hækkar í verði: Útsölunni er lokið - segir framkvæmdastjóri Svínaræktarfélagsins Að sögn kaupmanna kemur svínakjöt að öllum líkindum til með að hækka um 10% á næstu dögum og undanfar- ið hefur nautakjöt hækkað um 10-20%. Verð á folaldakjöti fer hins vegar hriðlækkandi þessa dagana. DV-mynd GVA „Það er ekki forsenda fyrir útsölum þegar eftirspurnin er meiri en fram- boðið. Sala og eftirspum eftir svína- kjöti er mjög mikil um þessar mund- ir og nú þegar grilltiminn skellur á eru engar birgðir til í landinu og far- ið að bera á skorti á svínakjöti," sagði Valur Þorvaldsson, framkvæmda- stjón Svínaræktarfélags íslands (SB’Í), í samtali við DV. Félagið sendi nýlega frá sér nýja viðmiðunarverðskrá þar sem verð á aðalflokki grísakjöts til bænda er lækkað úr 329 krónum í 285 kr., eða um 13,37%, og mælst til þess að bændur gefi ekki afslátt frá því. Raunin er hins vegar sú að meðal- verð til svínabænda hefur verið í kringum 260 kr. á kílóið og er hér því raunverulega um 25 króna hækk- un á kílóið að ræða, þ.e. ef svína- bændur halda sig við verðskrána. Þetta þýðir u.þ.b. 10% verðhækkun til neytenda. Aðspurður hvort þetta leiddi ekki til verðhækkunar á svínakjöti í verslunum neitaði Þorvaldur því ekki. „Svínabændur fara kannski að fá eitthvað upp í kaup. Verö á svína- kjöti hefur stöðugt verið að lækka svo bændui' hafa hvorki fengið fyrir viðhaldi, skuldum né launum. Á síð- asta ári söfnuðust upp birgðir sem leiddu til verulegs afsláttar sem náði hámarki í byrjun þessa árs þegar allar birgðir seldust upp. Það var t.d. metsala í desember en þá seldust upp tæp 400 tonn af svínakjöti. Þegar um slíka tímabundna útsölu er að ræða er það undantekning ef verðið hreyf- ist aftur upp á við, verðþróunin er niður á við þegar til lengri tíma er litið,“ sagði Þorvaldur. Ótímabær hækkun og of mikil „Að mínu mati er þessi verðhækk- un á svínakjöti bæði ótímabær og of mikil,“ sagði Ámi Ingvarsson, inn- kaupamaður á kjötvörum hjá Hag- kaupi, í samtali við DV. „Þegar verðhrunið var voru til birgðir í frosti sem nú hafa veriö af- settar að stórum hluta. Það hefur þýtt mikla neysluaukningu á svína- kjöti sem mér finnst að ætti að leggja áherslu á að halda í stað þess að hækka nú verðið. Ef sölusamdráttur yrði í kjölfar hækkunarinnar gætu birgðir safnast upp sem aftur þýddi verðlækkun. Danir borða u.þ.b. fjór- um sinnum meira af svínakjöti en íslendingar, sem er meira en við borðum af lambakjöti, og því er full ástæða til að ýta undir þá neyslu- aukningu sem varð,“ sagði Árni. Aðspurður taldi hann trúlegt að svínakjöt kæmi til með að hækka í Hagkaupi en sagði aö málið myndi skýrast frekar í vikunni. Nautakjöt hefur hækkað Verð á nautakjöti hefur hækkað á bilinu 10-20% í Hagkaup og sagði Ámi skýringuna vera hækkun frá bændum. „Bændur fóru út í aðgerðir vegna offramboðs á nautakjöti sem fólust í því að frysta hluta framleiðsl- unnar til að hækka verðið. Það er að skila sér núna. Mér finnst þetta vægast sagt óeðlilegur hlutur, að hækka verð til neytenda á sama tíma og mikið magn er til af kjöti. Það stríðir gegn lögmálum markaðar- ins,“ sagði Árni. Hann sagði folaldakjöt hins vegar hafa verið að lækka hægt og rólega á undanfomum vikum. Salan væri mikil á haustin þegar kjötið væri nýtt en nú væri sá tími kominn að annaðhvort þyrfti að afsetja það eða hreinlega henda því. „Þetta er árviss viðburður. Við erum nýbúnir að lækka folaldakjöt um 10% og það mun lækka umtalsvert meira á næstu dögum." Sala á svínakjöti í desember - uppgefiö í tonnum - Vinningshafi í áskriftargetraun DV: Kemur aldrei fyrir mig „Ég trúi því ekki. Eg var einmitt að lesa um aðra vinningshafa og hugsa að þetta hafi aldrei nokkurn tímann komið fyrir mig. Ég hef aldr- ei unnið í neinu,“ sagði Anna Sigurð- ardóttir á Flugumýri í Varmahlíð þegar DV tilkynnti henni aö hún hefði unnið sér inn 30 þúsund króna matarúttekt í Nóatúni. „Þetta munar rosalega miklu. Ég er húsmóðir með þrjú börn á aldrin- um 2-6 ára,“ sagði Anna sem einnig er húsvörður, skúrar í félagsheimil- inu og sinnir hrossatamningu í 2-3 tíma á dag. Síðustu sex vinningshaf- ar verða dregnir út í lok þessa mán- aðar en alls hafa þá 30 skuldlausir áskrifendur DV hlotið 30 þúsund króna matarúttekt í verslununum Nóatúni, Bónusi og 10-11. Anna tekur hér við skjalinu sem veitir henni 30 þúsund króna matar- úttekt í Nóatúni. Með henni á mynd- inni er sonur hennar, Sigurður Rún- ar. DV-mynd ÞÖK Sólhlífarfótur Ekki er alls staðar rúm fyrir sólhlíf á steyptum fæti á svölum eða verönd og þar að auki getur verið óþægilegt að flytja slíkan búnað úr staö. Er því ráð að sefja upp pípufest- ingar á nokkrum stöðum á irrnan- verðan vegginn á veröndinni sem síöan er hægt að setja sólhlífina í eftir því hvar sólin skín. Þörungar á trefjagleri Oft er þetta vandamál þegar trefjagler er annars vegar. Skol- aðu því þakið vandlega meö garð- slöngunni og blandaðu síðan klór og vatn í jöfnum hlutfollum og þvoðu þakið vandlega með stífum bursta. Loks er þakið skolað vandlega með hreinu vatni. Klórblandan eyðir þörungagróðrinum og tryggir þar að auki að hans verði langt að bíða. Ráðvið flugum Notið bílaryksugu til að veiða óvelkomnar flugur. Beinið stútn- um að þeim og sogið þær inn. Gott til að ná flugum í glugga líka. 111 að fyrirbyggja óvæntan „glaðning" er tryggara að setja plastfilmu fyrir opið á ryksug- unni svo þær sprækustu skríði ekki út aftur. Dúkagrind Renningar og dúkar fara langt- um betur til lengdar ef þeir eru geymdir uppvafðir. Gott er að vefja þá upp á pappahólk þegar þeir hafa verið stroknir eöa rúll- aðir. Heimatilbún- armöppur Tómir kassar undan kornflög- um geta orðið snyrtilegar tíma- ritsmöppur ef lokið er klippt af þeim og annað hornið á ská. Limdu sjálflímandi pappír á möppuna og brjóttu inn af brún- um. Eínnig er hægt að nota vegg- fóður. Auðvelt er að klæða skókassa með veggfóðri og geyma í þeim klúta, sokka eða hanska. Tómar öskjur með smelltu loki má klæða með sjálflímandi pappxr eða vegg- fóðri, eða mála þær. Tómar sultukrukkur og annar einnota búnaður er oft skemmtilegur í lögun. Prýddu haxm með lím- myndum og notaðu undir liti eða annað smádót í bamaherbergi. Geymsla fyrir leikföng Krökkunum finnst gaman að taka til eftír sig ef tuskudýrin og dukkurnar eru hengdar upp á snúra til geymslu. Þræddu grannan, plasthúðaðan gorm í gegnum fjööuraugað á þvotta- klemmum og festu á vegg með skrúfuðura lykkjum í báða enda. Notaðu síðan klemmurnar til aö klemma dýrin fóst við gorminn þegar þau eru ekki i notkun. il kl. 21.00 ií • Hólagarði • Grafarvogi • Seltjarnarnesi • Akureyri Líka d kvöldin !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.