Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1994, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1994, Blaðsíða 29
oo ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ1994 29 Mótettukórinn á leið í tónleika- ferð. Opin æíing hjáMótettu- kómum í kvöld verður Mótettukórinn með opna æfíngu í Hallgríms- kirkju kl. 21.30-22.30 og býður hvem sem er velkominn að hlusta á sönginn. Mun kórinn syngja a capella tónlist, Singet TónJist dem Herm eftir Bach, mótettur eftir Schutz, Bmckner, Messiaen og Poulenc auk íslenskra laga. Verk þessi era af efnisskrá sem kórinn heldur með í tónleikafor til Mið-Evrópu. Kórinn mun sækja heim Þýskaland, Austur- ríki, Sviss, Liechtenstein, Slóvak- íu og Ungverjaland. Á lýðveldis- daginn verður kórinn í Bonn. Þá verður kórinn við opnun Sumar- hstahátíðar í Vín. Einsöngvarar með kómum á ferðalaginu veröa Rannveig Fríða Bragadóttir og Michael Jón Clark. Stjómandi kórsins er Hörður Áskelsson. Myndlistarmaðurinn Rudy Autio. Merkur leir- listarmaður sýnir pensil- teikningar Pensilteikningar unnar með bleki eftir Rudy Autio era nú til sýnis í Gallerí Úmbra í tilefni Listahátíðar í Reykjavík. Autio er þekktastur fyrir leirverk sín og talinn einn merkasti leirlistar- maður Bandaríkjanna af eldri kynslóðinni. Hann hefur markað spor í sögu nútíma leirlistar og haft áhrif á fj ölda listamanna með verkum sínum. Autio hefur kennt skúlptúr og leirlist við há- skólann í Montana í um 30 ár, auk þess sem hann hefur haldið fyrir- lestra víða um heiminn. Þekkt- astur er hann fyrir stóra skúlp- Listahátíð túrvasa með fjörlegum teikning- um. Andi og átök expressjónism- ans era hluti verka hans og sjálf- ur segir hann að verk DeKooning og Matisse hafi haft áhrif á list- sköpun hans. í kvöld era seinni tónleikar kvennakórsins Dzintars frá Lett- landi. Kór þessi var stofnaður 1947 og er hann rómaður fyrir faUegan söng og listræna túlkun. Söngkonurnar í kómum eru þjálfaðir atvinnusöngvarar og á efnisskránni era lettnesk þjóðlög ásamt nútímatónlist og þjóðlög- um annarra landa. Kórinn hefur unnið til fjölmargra verðlauna. Tónleikamir í kvöld era í Fella- og Hólakirkju og hefjast kl. 20.00. Snjókoma ger- ireríittfyrir Kuldinn á landinu undcinfarna daga hefur valdið snjókomu á vegi sem standa hátt og era einstaka leið- ir á Norðausturlandi ófærar vegna Færð á vegum snjóa, hluti af Öxafjarðarheiði er í þessu ástandi, en hinn hlutinn er lokaður vegna aurbleytu, þá er Mjóa- fjarðarheiði ófær vegna snjóa. Engin breyting hefur orðið á hálendisveg- um, allflestir era ófærir vegna snjóa. Á leiðinni Reykjavík-Akureyri er vegavinna í gangi í Langadal og er þar lækkun á hámarkshraða. Þetta á einnig við um leiðina Hlíðarv.-EgOs- staðir á leiðinni Akureyri-Egilsstað- ir. Norræna húsið: f án r Nýi, danski saxófónkvartettinn mun á tónleikum í Norræna hús- inu í kvöld fruroílytja Villtir svan- ir. verk sem Norræna húsiö fól danska tónskáldinu Per Norgárd að semja í tilefni af 50 ára afmæli islenska lýðveldisins.: Auk þess framflytur kvartettinn ný verk eft- ir Pál P. Pálsson og Lárus H. Grímsson. Saxófónkvartettinn var stofnaöur 1986 og er nú oröinn þekkt stærð í dönsku tónlistarlífi. Þótt hópurinn leiki klassísk verk lítur hann á það sem sitt aðalverk- efni að kynna nýja tónlist og hafa dönsk tónskáld veriö ötul að semja Saxófonieikararnir í Ny Dansk Saxofonkvariel með saxófóna sína. tónlist fyrir kvartettinn. Auk þess að leika með kvartettinum koma meölimir hans fram sem einleikar- ar en þeir eru Jorgen Bove, sem leikur á sópransaxófón, Christian Hougaard, altsaxófónn, Torbern Enghoff, tenórsaxófónn, og Per Egholm, barítónsaxófónn. Saxó- fónkvartettinn hcfur ieikið viða og hvarvetna hafa dómar um leik hans verið góðir. Litla stúlkan á myndinni fæddist júni kl. 05.12. Hún var við fæðingu á fæðingardeild Landspítalans 10. 2880 grömm og 50 sentímetrar. For- --------------------------------- eldrar hennar eru Þorkatla Nor- quist og Bjarni Kristinn Ámunda- son og er hún annaö barn þeirra. Geena Davis leikur titilhlutverkið í Angie. Angievill standa sigvel í Angie leikur Gena Davis Angie Scacciapenseri sem ákveð- ur að segja upp kærastanum sem -JL hún hefur verið með í sautján ár, þrátt fyrir að vera ófrísk. Hún ákveður að eiga bamið en flytur í burt og er staðráðin í að standa á eigin fótiun í stórborginni New York. Leikstjóri myndarinnar er Martha Coolidge sem er einn fárra kvenkyns leikstjóra sem hefur tekist að festa sig í sessi í HoUywood. Hefur hún leikstýrt nokkrum myndum, en þekktasta Bíóíkvöld kvikmynd hennar og jafnframt sú vinsælasta er Rambling Rose. Geena Davis er nú meðal eftir- sóttustu leikkvenna í Hollywood. Það má hún að mestu þakka frammistöðu sinni í Thelma and Louise og óskarsverðlaunahlut- verkinu í The Accidental Tourist. Af öðrum myndum sem hún hef- ur leikið í má nefna Beetlejuice, Earth Girls Are Easy og A League of Their Own. Aðrir leikarar í stórum hlutverkum í Angie eru Stephen Rea og James Gandolf- ini. Nýjar myndir Háskólabíó: Nýliðinn Laugarásbíó: Síðasti útlaginn Saga-bíó: Beint á ská 33'/) Bióhöllin: Þrumu-Jack Stjörnubió: Tess í pössun Bíóborgin: Angie Regnboginn: Sugar Hill Gengið Almenn gengisskráning Ll nr. 140. 14. júní 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 70.430 70,650 70,800 .# Pund 107,200 107,520 106,870 Kan. dollar 50,900 51,110 51,130 Dönsk kr. 10:9490 10,9930 10,9890 Norsk kr. 9,8820 9,9220 9,9370 Sænsk kr. 8.8880 8,9240 9,1510 Fi. mark 12,7960 12,8470 13,0730 Fra. franki 12,5560 12,6060 12,5980 Belg. franki 2,0825 2,0909 2,0915 Sviss. franki 50,9200 51,1300 50,4900 Holl. gyllini 38,2600 38,4100 38,3839 Þýskt mark 42,8900 43,0200 43,0400 it. líra 0,04414 0,04436 0,04455 Aust. sch. 6,0930 6,1240 6,1230 Port. escudo 0,4115 0,4135 0,4141 Spá. peseti 0,5204 0,5230 0,5231 Jap. yen 0,68550 0,68760 0,67810 írskt pund 104,440 104,970 104,820 SDR 100,17000 100,67000 100,32000 ECU 82,6000 82,9300 82,9400 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan 7 T~ T S ]0 II d li JF“ 9 r“ ið J * Lárétt: 1 lögun, 5 rökkur, 7 þjálfi, 8 stækka, 10 fimar, 11 eldstæði, 13 guð, 14 sífellt, 17 gljúfur, 18 reykir, 19 refsar. Lóðrétt: 1 tala, 2 ágrip, 3 klið, 4 ólykt, 5 geðjast, 6 óvættur, 9 fiskur, 12 slæmu, 14 þræta, 15 band, 16 reiðihljóð. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 torta, 6 fá, 8 efja, 9 lok, 10 krák- ur, 12 tík, 14 krár, 15 ös, 16 lista, 18 slóg, 20 áta, 22 par, 23 árar. 9 Lóðrétt: 1 tekt, 2 of,.3 ijá, 4 takki, 5 alur, 6 forláta, 7 ákæra, 11 rísla, 13 klór, 15 ösp, 17 sár, 19 gá. j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.