Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1994, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1994, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 9 Fréttir Fjöldamorðinginn í Falun var aUsgáður: Fékk æðiskast eftir hryggbrot Fjöldamorðinginn í Falun í Svíþjóð sem drap sjö manns um helgina, þar af fimm konur, gekk berserksgang eftir að kona hafði hryggbrotið hann, að því er sænskir fjölmiðlar sögðu í gær. Dagblöö lýstu hinum 24 ára gamla liðsforingja Mattias FUnk sem manni með vopn á heiianum.- Hann skaut 146 skotum að fórnarlömbum sínum. Læknar á sjúkrahúsinu í Falun, þangað sem Flink var fluttur eftir verknaðinn, sögðu í gær að hann hefði hvorki verið undir áhrifum fíkniefna né áfengis eftir ódæðis- verkin á laugardagskvöld. „Það var ekkert að sjá og hann lyktaði ekki af áfengi,“ sagði skurð- læknirinn Claes Björk sem var með þeim fyrstu til að lita á Flink. „Hann var sér alveg meövitaður um hvað hann hafði gert og hann var mjög örvæntingarfullur og grét.“ „Þetta er alveg hræðilegt," sagði Flink áður en hann gekkst undir aðgerð en hann særðist í skotbar- daga við lögregluna. Fleiri á sjúkrahúsinu bera vitni um að hann hafi sýnt örvæntingartil- finningar og gengur það þvert á fyrri frásagnir um að maðurinn hafi verið alveg tilfinningakaldur. Bertil Jansson, talsmaöur lögregl- unnar í Falun, sagði að lögreglan hefði vísbendingar um að rifrildi um tilfinningamál kynni að vera ástæð- an fyrir verknaðinum. Einnig að Flink hefði notað anabólíska stera. Sænsku blöðin sögöu að maðurinn hefði sýnt konu einni yfirgang tvisv- ar sinnum á veitingahúsum í Falun á föstudagskvöld, nokkrum klukku- stundum áður en hann gekk ber- serksgang. Honum var kastað út úr einu veitingahúsinu. Lögreglan vildi ekki skýra frá því hvort umrædd kona væri enn á lífi eða hvort hún væri meðal kvenfóm- arlambanna sem höfðu verið á nám- skeiði í herbúðunum þar sem Flink var. Reuter, TT Fylgismenn hreintrúargyðingsins Mendels Schneersons gráta hástöfum þegar kistan með liki leiðtogans er borin burt frá aðalstöðvum trúarhópsins í Brooklyn í New York. Schneerson, sem margir töldu Messías endurborinn, lést 12. júní. Simamynd Reuter JohnMajor: ÆHar að helja upp- stokkun í sljórn sinni John Major, forsætisráðherra Bretlands, hefur heitið þvi að hefia uppstokkun í stjóm sinni og sigra í næstu almennu kosningunum sem haldnar verða í Bretlandi árið 1997 eftir að flokkur hans beið mikinn ósigur í kosningunum til Evrópu- þingsins. Forrystumenn Verkamanna- flokksins segja sigur sinn í kosning- unum gefa til kynna miklar breyting- ar í stjómmálum Bretlands en íhaldsflokkurinn segir hins vegar að ósigur sinn sé aðeins millibilsástand sem hægt sé að yfirvinna. „Ég er ennþá héma. Ef einhver vill leggja til atlögu við mig verður það að vera í haust. Ég mun vera hér og bíða. Ég mun sigra og ég ætla mér að vera hér þar til kemur að að kosn- ingunum," sagöi Major við frétta- menn. John Major. Símamynd Reuter Ýmsir segja að tími Majors sé löngu liðinn og úrslit kosninganna séu merki þess. íhaldsmaðurinn William Powell lét t.d. hafa eftir sér aö hann teldi rétt að Major segði af sér sem leðtogi í þessari viku og aðrir hafa tekið undir það. Edward Heath, fyrrum forsætis- ráðherra, hefur sagt við Major að hann eigi að reka þá menn sem hafa komið óorði á flokkinn og hafa veriö til vandræða. Margaret Beckett frá Verkamanna- flokknum segir úrslit kosninganna sýna glöggt að traust almennings sé nú hjá Verkamannaflokknum og að fólk sé að snúa til flokksins í æ rík- ara mæli. Ýmsir fréttaskýrendur telja að lík- legt kjör Tony Blair sem leiðtoga flokksins mun efla Verkamanna- flokkinnennfrekar. Reuter Staða bankastjóra Með vísan til 29. greinar laga um viðskiptabanka og spari- sjóði auglýsir bankaráð Landsbanka íslands lausa til um- sóknar stöðu bankastjóra við Landsbankann. Samkvæmt lögunum er bankastjórn ríkisviðskiptabanka skipuð þremur bankastjórum sem eigi skulu ráðnir til lengri tíma en sex ára í senn. Ef um er að ræða stöðu bankastjóra, sem ekki er laus vegna ákvæða laga um starfslok opinberra starfsmanna, þá er heimilt að endurráða þann sem þegar gegnir starfinu. Umsóknirskulu sendartil formanns bankaráðs Landsbanka Islands, Austurstræti 11, 155 Reykjavík, fyrir 30. júní nk. Umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar verða ekki teknar til greina. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Síðustu sætin til Benidorm 22. júní frá kr. 39.900 í 3 vikur Glæsilegt kynningartilboð á nýjan gististað Heimsferða á Benidorm í sumar, Mayra. Mjög góðar nýlegar íbúðir, stað- settar miðsvæðis á Benidorm, stutt á ströndina og í alla þjón- ustu. Allar íbúðir eru vel innréttaðar, með baði, eldhúsi, svefn- herbergi, stofu og svölum og lítil sundlaug er við hótelið. Frábær valkostur sem farþegum okkar hefur líkað afar vel. Bókaðu strax og tryggðu þér síðustu sætin meðan enn er laust. Aðeins 5 íbúðir efdr á þessu tilboðsverdi Verð kr. 39.900 Verð pr. mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Verð kr. 54.900 Verð pr. mann m.v. 2 í íbúð. Flugvallarskattar: Kr. 3.660 f. fullorðna og kr. 2.405 f. böm. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð. Sími 624600 A AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG A r E G A E AEG kostar minna en þú heldur. Mjög haastætt ver& ó eldavélum, ofnum, nellubor&um og viftum. jl. Eldavél um gæ ‘Samkvæmt markaðskönnun Hagvangs í des. 1993. A E i GCompetence 5000 F-w: 60 cm. Undir- og yfirhiti, blástursofn, bástursgrill, grill, A geymsluskúffa. Ver2> kr. 62.900,- Á nálægt 20.000 íslenskum heimilum f eru AEG eldavélar. G Engin eldavélateaund er á fleiri heimilum. Kaupendatiyggð við AÉG er 82.5%* Hvað segir þetta þér BRÆÐURNIR a DJORMSSONHF I Lágmúla 8, Sími 38820 g vero Kr. o^.vuu,- Umbobsmenn um land allt í G AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG G

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.