Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1994, Side 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNl 1994
Spumingin
Áttu reiðhjól?
Halldór I. Guðmundsson: Já, og hjóla
svona af og til.
Hulda B. Jóhannsdóttir: Já, en hjóla
frekar lítið.
Ragnhildur Thorsteinsson: Já, og
hjóla mikið.
Hilmar Gunnarsson: Já, hjóla frekar
mikið.
Magnús Einarsson: Já, og hjóla alltaf
þegar ég get.
Kristin Einarsdóttir. Á ekki reiðhjól
3g hjóla mjög lítið.
Lesendur
Gölluð þjón-
usta strætó
Þreyttur Kópavogsbúi hringdi:
Mig langar til þess að benda á galla
í þeirri strætisvagnaþjónustu sem er
til staðar á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu. Ég vinn í nágrenni Armúla og
til þess að komast heim eftir vinnu,
suður í Kópavog, er um þrjár leiðir
að velja:
Ég hætti að vinna kl. 17 og átta
mín. síðar er hægt að ná vagni nr. 11
í Armúla og fara með honum niður
á Hlemm. Þaðan fer leið nr. 140 í
Kópavog kl. 17.23. Á skiptistöðinni í
Kópavogi þarf ég að taka þriðja vagn-
inn og er því ekki komin heim fyrr
en kl. 17.45.
Önnur leið er að taka vagn nr. 141
frá Suðurlandsbraut kl. 17.15. Hann
fer niður á Grensásveg og þaðan í
Kópavoginn. Ég er lengur að ganga
niður á Suðurlandsbraut en Armúla
þannig að hér er tímaspamaður eng-
inn. Ég lendi nefnilega í sama innan-
bæjarvagni frá skiptistöðinni í Kópa-
vogi og kem ekki heim fyrr en kl.
17.45.
Þriðji möguleikinn sem ég hef er
að taka vagn nr. 11 kl. 17.08 frá Ár-
múla og fara í Mjódd. Þar bíður
Kópavogsvagninn frá kl. 17.31 til
17.41 og er hann ekki kominn heim
til mín fyrr en kl. 17.46.
Meginmálið er þetta: Ferð með
einkabíl tekur 10-15 mín. en 45 mín.
með strætó.
Þegar þannig háttar til að ég þarf
að vinna til 18.30 tekur það mig yfir
klukkutima að komast heim. Rétt er
Spurt er hvort mönnum finnist það eðlilegt aö strætó sé lengur á milli
bæja en fótgangandi maður.
að geta þess hér að ég er um 50 mínút-
ur að ganga þessa sömu leið.
Nú spyr ég. Hvers konar þjónusta
er þetta eiginlega? Finnst mönnum
það eðlilegt að strætisvagn sé lengur
á milli bæja en fótgangandi maður?
Það er alveg óheyrileg tímaeyðsla
sem fer í að ferðast með strætó.
Kópavogsbúar þurfa að sækja ýmsa
þjónustu til Reykjavíkur og sem
dæmi þá var ég á námskeiði í vetur
sem haldið var í Reykjavík. Það hófst
kl. 20 og þurfti ég aö taka strætó frá
heimili mínu kl. 19.06 til að vera kom-
in á Hlemm fyrir kl. 20. Til þess ama
tók ég tvo vagna. Að námskeiðinu
loknu tók ég svo aðra tvo til að kom-
ast heim. Námskeiðið var búið kl.
21.30 og ég tók vágn 140 frá Hlemmi
kl. 21.47 og síðan innanbæjarvagn í
Kópavogi. Ég var komin heim til mín
kl. 22.06.
Niðurstaðan er sú að í vetur ferðað-
ist ég í um þrjár klukkustundur með
strætó á hveijum degi. Er þetta eðli-
leg þjónusta?
Óréttmæt aðdróttun að lögreglu
Amþór Ingólfsson yfirlögregluþjónn
skrifar:
í lesendadálki í DV þann 7.6. sl. er
birt grein sem ber yfirskriftina
„Fíkniefni, ráðamenn og lögreglan".
Maður sem skrifar undir nafni, Gísli
Guðmundsson, veltir fyrir sér stöðu
fíkniefnamála hér á landi. Um það
er ekkert nema gott eitt að segja. Mér
finnst, í þessari grein, gæta nokkurr-
ar vanþekkingar eða a.m.k. mis-
skilnings sem sé rétt að reyna að
eyða.
í grein Gísla kemur réttilega fram
að fáir geri sér betur ljóst hvað er
að gerast í þessum málum en þeir
sem við þessi mál starfa. Auðvitað
gera þeir menn sér ljóst hver staða
mála er og þeir gera sér einnig ljóst
hvað á vantar til þess að unnt sé að
spoma gegn innflutningi og neyslu
fíkniefna.
Það sem e.t.v. stingur mest í augu
í þessari grein Gísla er það þegar
hann er að ræða um „lítinn áhuga á
að kafa djúpt í málin“ og einnig það
þegar hann talar um að „kóngamir
í lögreglunni og ráðamenn þjóðar-
innar vilji bara sleppa fíkniefnunum
lausum“.
Nú er ég ekki þess umkominn að
svara fyrir „ráðamenn þjóðarinnar“
og ég þekki ekki til konunglegrar
stéttar innan lögreglunnar. Hitt veit
ég aðeins að til lögreglunnar er lagt
ákveðið fjármagn og það kemur í
hlut yfirstjórnar lögreglu að deila
þessu fé til allra þeirra þátta sem
fjalla þarf um. Það er ekki auðvelt
verk og því afar óréttmæt aðdróttim
að lögreglu að álíta að hún vilji
„sleppa fíkniefnunum lausum“.
Þeir lögreglumenn sem vinna að
fíkniefnamálum vita mætavel hvem-
ig ástandið er í þesum málum. Þeir
vita líka mætavel um þær hörmulegu
afleiðingar sem neysla fíkniefna hef-
ur í för með sér. AUir sem að þessum
málum koma vildu sjá meira fjár-
magni varið til þeirra. Það er hins
vegar ekki gert en þar er ekki við
„kóngana í lögreglunni" að sakast.
Verkjað í hjartað
Norma skrifar:
Það era orðin nokkuð mörg ár síð-
an ég horfði á unga konu í fréttum í
sjónvarpinu sem var að hefja baráttu
til þess að endurheimta dætur sínar
tvær. Fyrrverandi maður hennar,
tyrkneskur, hafði haft þær með sér
í sumarfrí til foðurfólks þeirra en
dætumar áttu að sjálfsögðu bókað
far heim nokkrum vikum síðar.
Já, öll þjóðin þekkir framhaldið.
Það var ekki nóg með að faðir þess-
ara saklausu bama væri óheiðarleg-
ur, hugsaði lítt um tilfinningar móð-
urinnar né bamanna. Nei, hann mun
hafa afgreitt máhð á sinn hátt. Ég
Hringið í síma
63 27 OO
milli kl. 14 og 16
-eðaskriflð
Nafn og símanr. vcröur a6 fylgja bréfum
„Vonandi snúa bömin sem fyrst
heim til móður sinnar," segir bréfrit-
ari.
vil ekki blanda trúmálum inn í þetta
en enginn guð léti neitt þessu líkt
viðgangast. Faðirinn hafði sagt litlu
telpunum að móðir þeirra væri dáin
og skildi að auki eftir milljónaskuldir
á herðum hennar á íslandi. Óheill.
Guði sínum þóknanlegiu:? Æth það!
íslenska móðirin veit að dætmm
hennar var gert rangt til, sviknar
vegna misskilins kærleika föður.
Ahs óvíst er þó að hann eigi efhr að
verða ánægður þegar dætumar kom-
ast til vits og ára. Þær munu hugsa
sitt.
Hin íslenska kona kemur þannig
fyrir að ég efast ekki um sannleiks-
gildi orða hennar. Ég hef fylgst með
henni, grátið vegna hennar og verkj-
að í hjartað með henni, eins og
reyndar stór hluti íslensku þjóðar-
innar þótt hún haldi kannski annað.
Vonandi snúa bömin sem fyrst
heim til móður sinnar sem barist
hefm- svo hetjulega gegn slíku mann-
réttindabroti.
DV
Breiðubökinog
H _ . .. _ ■
Halldóra Gunnarsdóttir hringdi:
Kristín Gisladóttir segir í les-
endabréfi að „breiðu bökin
borgi“. En era ekki breiðu bökin
atvinnulaus á íslandi í dag? En
breiðu rassamir sitja á sínu og
útdeila sköttum á báöa bóga. Ég
veit ekki betur en hver og einn
borgi sína skatta til þjóðfélagsins
i sérhverri vörutegund sem keypt
er, bensíni á bílinn og allri þjón-
ustu. Flestir era nú orðnir þreytt-
ir á staglinu um „breiðu bökin“
sem borgi allt. Við hfum öll hvert
á öðru og ég veit ekki betur en
skuldasúpan sem börnin okkar
eru komin í sé tilkomin vegna
þeirra sem nú kallast „breiðu
bökin" og fleyta ijómann. Þaö er
ekki réttlátt að láta nýja kynslóð
borga brúsann en fá hann svo
tóman. Ég tek Jóhönnu Sigurðar-
dóttur frara yfir aha því það er
ekki nóg að brosa framan i mig.
Segleða
subbuskapur
Gunnar skrifar:
Á mörgum sviðum eram við
íslendingar ólíkir öðram þjóðum.
Sumt er af hinu góða, annað
verra. Eitt af því sem ekki getur
talist til fyrirmyndar er subbu-
skapurinn sem hlýst af því að
vörubílar hlaönir möl, mold eöa
hverjum þeim skít sem óæskileg-
ur er á götum borgarinnar, hafa
engar yfirbreiðslur. Hvernig
stendur á því aö ekki er breitt
segl yfir þessa bíla eins og maöur
sér gjama í útlöndum? Hvers
konar subbuskapur er auðvitað
óþolandi en það sem verra er,
þetta getur veriö stórhættulegt
fyrir þá sem næst vörubílunum
keyra.
Ofmarglrkettir
Sveinn hringdi:
Ég er að verða veralega þreytt-
ur á hversu mikið er af köttum
hér í Reykjavík. Maður litur
vai'la svo út um gluggann að
maöur sjái ekki kött við kött, ef
ekki að eltast viö vesalings fugl-
ana þá að skíta í sandkassa. Væri
nú ekki ráð aö fækka köttum
veralega, Þetta eru hvort eð er
ekki mjög skarpar skepnur. Þó
ekki væri fyrir annaö en það að
börnin okkar borða sand og ann-
að það sem er í sandkössum í
borginni. Ég vil síður að mín
borði kattaskít, hvað um þig?
Ósvrfni
bankanna
Sævar hringdi:
Það er alveg með ólíkindum
hvað bankarnir í landinu geta
leyft sér. Það er sjálfsagt að bera
í bakkafullan lækinn að ætla sér
að kvarta undan þjónustu þeirra
og frekju við neytandann, svo
margir aðrir hafa gert það á und-
an mér. Ég hef yfir tvennu að
kvarta: annars vegar þeirri
ósvífni að senda manni yfirht yfir
stöðu tékkareiknings og taka 40
kr. fyrir það, hins vegar 19 kr.
færslugjaldinu á hvem tékka. Er
þetta haegt? Það er ekki nóg að
búa til einhver debetkort ef eng-
inn, nema kannski bankamir
sjálfir, taka viö þeim.
Burtmeð
Simpson
Elvar hringdi:
Mikið yrði ég feginn ef sjónvarp
allra landsmanna hætti að sýna
þessa hundleiöinlegu þvælu um
Simpson á laugardagskvöldum.
Mér finnst þættirnir svo vitlausir
að þeir jaðra við að vera mann-
skemmandi. Væri ekki nær að
reyna á ný við eitthvert íslenskt
eftú á þessum tíma. Ég borga mín
afnotagjöld og þarf að vera
ánægður.