Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1994, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994
Fréttir
Er íslenski hundurinn að úrkynjast:
Hundaræktarfélagið vill flylja
inn sæði frá útlöndum
- hundurinn orðinn of smár og léttbyggður, segir formaður félagsins
„Við höfum áhyggjur af því hversu
léttbyggður íslenski hundurinn er
orðinn og beinabyggingin ekki nógu
kröftug, við þurfum að fá kröftuga
vel byggða hunda inn í stofninn. Við
höfum lengi rætt það að flytja inn
hunda eða sæði erlendis frá til að
bæta stofninn hér heima. Bestu
hundamir erlendis eru ekki til sölu
þannig að sæði er að okkar mati betri
kostur. Þeir hundar sem eru góðir
þar þykir okkur vera mjög góður
kostur til aö bæta okkar stofn en það
eru auðvitað hundar sem hafa ís-
lenskt blóð á bak við sig,“ segir Guð-
rún Guðjohnsen, formaður Hunda-
ræktarfélags íslands.
íslenski flárhundurinn hefur verið
skipulega ræktaður frá 1969 þegar
Hundaræktarfélag íslands var stofn-
að. Hófst þá skráning á þeim hundum
sem falla undir þá skilgreiningu sem
er að baki þessari tegund hunda.
Áður höíðu einstaklingar staðið að
ræktun upp á eigin spýtur, svo sem
Sigríður Pétursdóttir á Ólafsvöllum
sem unnið hefur að ræktun í rúm 30
ár. Tvö félög standa að íslenska fjár-
hundinum, Hundaræktarfélag ís-
lands og Fjári sem er félagsskapur
sem klofnaði frá Hundaræktarfélag-
inu.
Tahð er að um 350 hreinræktaðir
hundar séu til á landinu en auk þess
er fjöldi hunda erlendis. Sökum þess
hversu fáir hundarnir eru hafa þess-
ar hugmyndir komið upp að kynbæta
stofninn með innflutningi á dýrum
eða sæði. Með því móti yrði jafnframt
minni líkur á skyldleikaræktun
„Rjóminn af stofhinum var fluttur
út, m.a. til Danmerkur Svíþjóðar og
Noregs. Það sem við viljum er að fá
eitthvað af þessu blóði til baka. Við
gátum fengið að flytja inn sæði með
þeim skilyrðum að setja tíkumar í
einangrun eftir sæðingu en það er
útilokað að fallast á það,“ sagði Guð-
rún Guðjohnsen.
Gjaldþrot Haf arn
arins blasir við
Bæjarráð Akraness hefur álykt-
aö að það geti ekki tekiö þátt í upp-
fyllingu skilyrða nauðasamninga
Hafamarins hf. en forráöamenn
fyrirtækisins hafa verið að leita
leiða til þess. Bærinn á 40% hlut f
Hafeminum og ljóst er aö bæjaryf-
irvöld bafá það í hendi sér hvort
hægt er að uppfylla skilyrði nauða-
samninga. Fátt blasir þvi annað við
en gjaldþrot.
Að sögn Gísla Gíslasonar bæjar-
stjóra hefur bæjairáð komist að
þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt
að aðhafast frekar í málefnum Haf-
amarins. Bæjaryfirvöldum þykir
ljóst að stjómendum Hafamarins
hafi ekki tekist að afla nægra tekna
upp í nauðasamninga.
Liklegt þykir því að fyrirtækið
Krossvík, sem stofnað var í byrjun
árs í kringum rekstur togara Haf-
amarins, muni fyrst í stað leigja
frystihúsið af þrotabúi. Krossvík,
sem er í eigu Akraneskaupstaðar,
leysti til sín arman togarann,
Höfðavfk, í byijun árs og Kirkju-
sandur, fyrir hönd Landsbankans,
togarann Sæfara. Krossvík ræður
yfir kvóta beggja skipa.
Rekstur Hafamarins hefur geng-
ið mjög illa síðustu ár. Skuldir fyr-
irtækisins voru orðnar um 900
milljónir áður en skipin tvö voru
seld en þær era nú á bilinu tvö til
þrjú hundrað milöónir.
íslenskur fjárhundur: Þarf hann að fá aðstoð erlendis frá til að ættlegg
hans hnigni ekki.
í dag mælir Dagfari
Guðmundur segist hæfur
Guðmundur Árni Stefánsson ber
það til baka í DV í gær að hann sé
ekki hæfur til að gegna ráðherra-
embætti. Fullyrðir að fréttir þess
efnis séu staðlausir stafir og hreint
rugl. Dagfara létti mikiö við þessa
yfirlýsingu ráðherrans. Ámi M.
Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins og sveitungi Guðmundar
Áma; hélt því nefnilega fram í Ein-
taki í síðustu viku að Guðmundur
væri ekki starfi sínu vaxinn sem
heilbrigðisráðherra. Þingmaðurr
inn sagði að Guðmundur hefði
þurft sem heilbrigðisráðherra að
bakka með röð af málum á Alþingi
og gárangamir hefðu verið famir
að kalla hann Bakkmann. Þing-
maðurinn sagði að Guðmundi væri
ekki lagið að fara með fjármuni
almennings og heilbrigðismálin
færa milijarð fram úr fjárlögum.
Þessar fullyrðingar stóðu athuga-
semdalaust dögum saman. Sumir
sögðu að Guðmundur Ámi hlyti
að vera í útlöndum og gæti því ekki
komiö mótmælum á framfæri. Aðr-
ir sögðu að svona bull væri ekki
svaravert. Þeir illgjömustu full-
yrtu að Guðmundur Árni hefði
íhugað að fara í meiðyrðamál við
Áma Mathiesen en verið ráðið frá
því þar sem verulegar líkur væra
á að málið tapaðist. Nú er Guö-
mundur Ámi orðinn félagsmála-
ráöherra og segir það staðlausa
stafi að Guðmundur Árni heil-
brigðisráðherra hafi ekki staðið sig
í stykkinu. Það hlýtur að vera
óhætt að trúa þessu því hver ætti
að vera dómbærari á verk Guð-
mundar Áma heilbrigðisráðherra
en hann sjálfur? Enda sér hann
ýmis kraftaverk eftir sig í starfi
sem aðrir koma ekki auga á. Raun-
ar segir ráðherrann í DV í gær að
hann sé alveg hissa á stjómarþing-
manni að koma fram með svona
ásakanir á hendur sér. Hitt sé svo
annað mál aö hann sé ýmsu vanur
frá Árna Matt og fjölskyldu hans í
Hafnarfirði.
Nú má vel vera að Guðmundi
Áma hafi ekki unnist tími til að
gera allt sem hann ætlaði að gera
sem heilbrigðisráðherra. Hann
ætlaði til dæmis að loka Gunnars-
holti og koma vistmönnum fyrir á
elliheimilum. Hann ætlaði að gefa
út heilsukort og láta þá sem ekki
væra með kort borga sjúkrahús-
dvöl úr eigin vasa. Guðmundur
Ámi heilbrigðisráöherra ætlaði
líka að láta drykkjumenn og dóp-
ista borga fyrir afvötnun á Vogi.
Það var ýmislegt fleira sem hann
ætlaði að gera til að draga úr út-
gjöldum og auka tekjur ríkissjóðs.
Sem betur fer kom hins vegar í ljós
að þessar ráðstafanir vora óþarfar
því allt stefndi í svo mikinn spam-
að í heilbrigðiskerfinu að þar var
hreinlega ekki á bætandi.
Rétt áður en Guðmundur hætti
sem heilbrigðisráðherra og ein-
henti sér í félagsmálin bárast þau
tíðindi að heilbrigðisráðuneytið
stefndi í að fara milljarð fram úr
fjárlögum á þessu ári. Þetta grípur
Ámi Matt á lofti og notar sem
átyllu til aö halda því fram að Guð-
mundur sé óhæfur sem ráðherra.
En eins og ráðherrann bendir sjálf-
ur á eru þetta staðlausir staflr. Aö
visu fara útgjöld heilbrigðisráðu-
neytisins fram úr áætlun. En þar
er ekki við ráðherrann að sakast.
Það var ríkisstjómin sem ákvað að
ausa út peningum til öryrkja og
gamalmenna, sjúkiinga og þurfa-
manna með þeim afleiðingum að
áætlanir röskuðust. En þrátt fyrir
þessa óráðsíu ríkisstjómarinnar,
sem heilbrigðisráðherra kom auð-
vitað ekki nálægt, verður heil-
brigðisráðuneytið innan ramma
fjárlaga þegar árið er hðið í ald-
anna skaut. Við þetta er svo sem
ekki miklu að bæta. Guðmundur
hefur rækilega stungið upp í Áma
Matt og hans fjölskyldu. Nú eru
allir með það á hreinu að Guð-
mundur Árni er ekki síður hæfur
til að vera ráðherra en bæjarstjóri
í Hafnarfirði. Þar hófust stórkost-
legar framkvæmdir undir hans
stjórn en familien Mathiesen, sem
heldur að það sé einhver kúnst að
reka vesælan sparisjóð, fylltist öf-
und og afbrýði. Það er bara von-
andi aö Sighvatur spilli ekki þeim
sparnaði sem Guðmundur náði í
heilbrigðismálunum.
Dagfari