Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1994, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ1994
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Frábær sendiherra
Aðeins ein íþróttagrein kallar ein sér á tíu þúsund
áhorfendur, er Islandsmót er haldið. í aðeins einni grein
sitja menn þúsundum og dögum saman í grasbrekku til
að horfa á svo langvinna keppni, að í sumum tilvikum
fást ekki tölur fyrr en að nokkrum dögum hðnum.
Landsmót hestamanna að Hellu sýndi enn einu sinni,
að hestamennska er í senn ein helzta þátttökuíþrótt
landsmanna og langsamlega vinsælasta áhorfendaíþrótt-
in. Hraðgengustu boltaíþróttir með miklum markaflölda
ná ekki þvílíkum áhorfendaskara á helztu leiki íslands-
móta.
Landsmót hesta og hestamanna eru raunar tvö, því að
í lok þessa mánaðar verður haldið árlegt íslandsmót í
hestaíþróttum. Munurinn á þessu tvennu er einkum sá,
að á landsmóti hestamanna keppa hestamir, en á íslands-
móti í hestaíþróttum keppa knapamir.
Áhorfendur á íslandsmóti í hestaíþróttum verða mun
færri en vom á landsmóti hestamanna. Þar verða kepp-
endur, frændur og vinir eins og á stórmótum í öðrum
vinsælustu íþróttagreinum landsmanna. En keppni
knapanna stenzt engan samjöfnuð við keppni hestanna.
Enginn atburður á íslandi dregur útlendinga til lands-
ins í þeim mæh, sem landsmót hestamanna gerir á reglu-
bundinn hátt. Heimsmeistarakeppni í handbolta mun
tæpast draga hingað 4000 útlendinga, hvað þá önnur
keppni eða hátíð. En það gerði landsmótið að þessu sinni.
íslenzki hesturinn er orðinn að þvílíkum draumi í
hugarheimi fólks víðs vegar um Evrópu og Norður-
Ameríku, að utan íslands em gefm út að minnsta kosti
ijórtán tímarit um íslenzka hestinn eingöngu. Um 50.000
íslenzkir hestar em í Þýzkalandi einu saman.
Eigendur íslenzkra hesta um ahan heim em að verða
að eins konar þjóðflokki, sem heldur þjóðhátíð sína th
skiptis á landsmóti hestamanna á íslandi og á heimsleik-
um íslenzkra hesta, sem haldnir em í Evrópu. Allir þræð-
ir þessarar sérvitringaþjóðar hggja til íslands.
Hesturinn er það, sem aht snýst um í þessum hópi.
Það er ekki aðeins hin einstæða geta á fimm gangtegund-
um, sem höfðar th fólks, heldur einnig óvenjulega ljúft
skaplyndi, hlaupagleði og mannelska íslenzka hestsins,
sem hittir fólk um ahan heim beint í hjartastað.
Þótt mestu áhugamennimir reyni ahs staðar að rækta
sjálfir íslenzka hesta, er reynslan sú, að það bezta verða
menn að sækja th íslands. Árlega em fluttir út milh 2000
og 3000 fuhtamdir reiðhestar og kynbótahryssur, svo og
tugir stóðhesta. Þessi útflutningur vex með hverju ári.
Umhverfis þetta áhugamál hefur myndazt fjölmenn
stétt atvinnumanna. Þar em hrossabændur og ferða-
bændur; tamningamenn og jámingamenn, sýning-
arknapar og hestabraskarar, hestaleigjendur og leiðsögu-
menn hestaferða, reiðkennarar og Ijölmiðlamenn.
Hestamennska er orðin umfangsmikih þáttur í ferða-
þjónustu, svo sem sést af landsmóti hestamanna. Hundr-
uð erlendra gesta em hér vikum saman, margir kaupa
hesta og hestavörur. Margir koma hingað á hverju ári
th að hitta vini, stunda viðskipti eða th hestaferða.
Samt em lagðir steinar í götu hestaferða, einkum af
hálfu Vegagerðarinnar, sem spihir og eyðir gömlum reið-
leiðum, og sumra landeigenda, sem girða fyrir gamlar
reiðleiðir. Hvort tveggja er ólöglegt, en samt framkvæmt
í stórum sth, af því að lögum er ekki framfýlgt.
Öh byggist þessi velta á íslenzka hestinum, sem hvar-
vetna verður miðpunktur fjölskyldulífs, þar sem hann
kemur á vettvang, hinn fi*ábæri sendiherra íslands.
Jónas Kristjánsson
Þingmenn úti
aðaka
Þegar litið er yfir stjómmálasögu
íslendinga á síðari tímum hlýtur
það að vekja nokkra athygli hversu
skeytingarlausir þeir hafa veriö
um frelsi einstaklinganna. Þjóð-
skáldin ortu margt og mikið um
þjóðfrelsi, sjálfsákvörðunarrétt
þjóðarinnar, flutning hins æðsta
valds frá Kaupmannahöfn til
Reykjavíkur. En þau létu sér fátt
finnast um þegnfrelsi, rétt einstakl-
inganna til að ráða lífl sínu sjálfir
án opinberrar íhlutunar nema að
því leyti sem verið var að vemda
sama rétt annarra. Danir urðu
nánast að neyða prentfrelsi, trú-
frelsi og atvinnufrelsi og upp á ís-
lendinga á nítjándu öld.
Ekki eitt orð um frelsi
Þetta skeytingarleysi íslendinga
um þegnfrelsi birtist í smáu sem
stóru. Ég rakst á skýrt dæmi um
daginn þegar ég var að grúska í
gömlum þingskjölum. í umræðum
um frumvarp til umferðarlaga, sem
rætt var á þingi veturinn 1986-1987,
þar sem lögbinda skyldi öryggis-
belti í bílum var ekki minnst einu
einasta orði á rétt fólks til að af-
þakka þessa forsjá ríkisins. En ekki
er unnt að réttlæta bílbelti með því
aö verið sé að vemda aðra: Með
því að skylda menn til að bera ör-
yggisbelti í bílum er aðeins verið
að vemda þá fyrir sjálfum sér, taka
af þeim frelsi til að velja. Þetta sjón-
armið kom fram í blöðum um þetta
leyti en alls ekki á sjálfu löggjafar-
þingi þjóðarinnar.
Góðar eða slæmar afleið-
ingar bílbeita?
Til em að vísu rök fyrir því að
sú ákvörðun einstaklings, hvort
hann setji á sig bílbelti eða ekki,
varöi aðra en hann sjálfan. Þau em
aö almenningur þurfi að bera
kostnaðinn af læknismeðferð og
aðhlynningu þeirra sem slasast
vegna þess að þeir nota ekki bíl-
belti. En þessi rök em ógild nema
menn telji aö mistök manna eigi
að bitna á öðrum en þeim sjálfum.
Ríkið eigi að forða mönnum undan
afleiðingum óskynsamlegrar hegð-
unar þeirra og það megi þvi lög-
binda skynsamlega hegðun. En sé
sú almenna regla viðurkennd þá
verður lítiö eftir af frelsinu á öðr-
um sviðum.
Raunar eru líka til rök fyrir því
að lögbinding öryggisbelta í bílum
sé ekki eins skynsamleg og kann
að virðast. Bandaríski hagfræðing-
urinn Sam Peltzmann hefur rann-
sakað afleiðingar slíkrar lögbind-
ingar og komist að þeirri niður-
stöðu að við hana minnki vissulega
líkur á því aö ökumenn og farþegar
í bílum verði fyrir skaða í búslys-
um en líkur aukist að sama skapi
á því að fótgangendur verði fyrir
skaða. Skýringin sé sú að ökumenn
í beltum taki óafvitandi meiri
áhættu. En eina deilan um bílbeltin
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson,
dósent i sjórnmálafræöi
á Alþingi íslendinga var, hvort
leggja ætti sektir við brotum á
ákvæðinu um þau. Gengu þær
Guðrún Agnarsdóttir og Guðrún
Helgadóttir harðast fram fyrir refs-
ingum.
Pálmi og Ólafur með frelsinu
Þó var ein ljósglæta í umræðun-
um á þingi. Þeir Pálmi Jónsson og
Ólafur Þórðarson beittu báðir
frelsisrökum gegn því að sekta
menn fyrir að nota ekki bílbeltin.
Pálmi sagði: „Ég tel, að þetta eigi
að vinnast með áróðri, heilbrigðri
skynsemi og fijálsum vilja borgar-
aima, en setja ekki sektir við.“ 01-
afur sagði: „Það er meginregla í
okkar lögum, að mönnum er refsað
fyrir það, sem þeir gera á hlut ná-
ungans ekki fyrir það, sem þeir
gera sjálfum sér.“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
„Til eru aö vísu rök fyrir því aö sú ákvörðun einstaklings, hvort hann
setji á sig bílbelti eða ekki, varði aðra en hann sjálfan," segir Hannes
Hólmsteinn.
,,Með því að skylda menn til að bera
öryggisbelti í bílum er aðeins verið að
vernda þá fyrir sjálfum sér, taka af
þeim frelsi tii að velja.“
Skoðanir annarra
Þríffa klósett!
„Agi er ekki það sem þetta land hefur - og það
á ekki bara við tónlistarlífið. Hér er agi undantekn-
ing. Það er eins og þiö haldið að þið tapið hluta af
sál ykkar eða sjálfstæði ef þið gangist undir aga. Það
er ekki hægt að ná árangri í einu né neinu, ef agi
er ekki fyrir hendi. Þið veröið aldrei samkeppnisfær
við aðrar þjóðir, sem hafa skihð gildi þess að tileinka
sér hann... þið getið bara ekki gengist undir þann
aga sem fylgir herskyldu. Þið getið ekki hugsað ykk-
ur að þrífa klósett, ganga í röð og vera í einkennis-
búningum." Paul Zukofsky i Mbl. 3. júlí.
Úthaf sveiðar okkar
„Úthafsveiðar skipta okkur augljóslega miklu
máli en þær skipta aðrar þjóðir líka máíi... Það skipt-
ir okkur íslendinga miklu máli að ná samningum um
veiðar á þessum svæðum um leiö og það skiptir okk-
ur máli að halda uppi líflegum viðskiptum með fisk
bæði við Rússa og aðra... íslenzkir útgerðarmenn
og sjómenn hafa með afgerandi hætti gert tilkall til
veiðiréttinda á fjarlægum miðum. Nú er komið að
stjómmálamönnum og embættismönnum að fylgja
því landnámi eftir með samningaviðræðum."
Úr forystugrein Mbl. 3. júlí.
Niðurskurður
„Framundan er afgreiösla síðustu fjárlaga núver-
andi ríkisstjórnar áður en gengið verður til kosn-
inga. Þegar ríkisstjórnin tók við völdum vorið 1991
voru miklar vonir bundnar við, að hún gengist fyrir
miklum uppskurði í ríkisfjármálum. Þar er auðvitað
hægar um að tala en í að komast, ekki sízt á sam-
dráttartímum. Ríkisstjómin hefur aö mati sérfræð-
inga náð fram verulegum niðurskurði ríkisútgjalda
á síðustu þremur árum en það hefur einfaldlega
ekki dugaö til.“ Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 3. júlí.