Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1994, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ1994 Utsalan er hafin PLEXIGLAS BORGARKRINGLUNNI, SÍMI887374 M,ir geta komiö og selt DV. i^ceg vinna fyrir hressa og duglega krakka. Komið og skráið ykkur miiii kl. 9 og 11, virka daga, og milli ki. 8 og 10 á laugárdögum Merming Árbók Ferðafélags íslands 1994: Verkið lofar meistarann „Einhveiju sinni sem oftar þegar Kolbeinn reri heiman að frá sér var hann uppi fyrir allar aldir og hafði ýtt úr vör með skipveijum sínum, verður þá var við að hann hafði gleymt sjóvettlingum sínum heima í bæ. Skýst hann því heim eftir vetthngunum og mæt- ir árrisulli vinnukonu sinni í göngunum fyrir framan hjónaherbergið þar sem kona hans svaf enn; skiptir engum togum að hann gerir vinnukonunni barn í göngunum og fer síðan í róöur eins og ætlað var. Þeg- ar bamsfaðemismálið kom fyrir sýslumann, Magnús Torfason, og honum voru sagðar allar kringumstæð- ur, verður sýslumanni að orði „kjarkmaður Kolbeinn í Dal“. Þetta er síðan orðtak ef möimum þykir mikið um.“ Þessa sögu og margar fleiri tínir Guðrún Ása Grímsdóttir úr gjöfulum sjó vestfirskra munnmæla þegar hún færir í letur sögur af Snæfjallaströnd í nýút- kominni árbók Ferðafélags íslands. Bókin heitir Ystu strandir norðan Djúps. Gripur þessi er ríflega 300 blaðsíður á góðum 115 gramma pappír með 226 ljós- myndum, vegur 700 grömm og kostar tæplega 4.000 krónur til félaga í Ferðafélagi íslands. Venjulega eru ekki birtir ritdómar um bækur sem þessa. Þær koma þegjandi og hljóðalaust út og er dreift til viðtakenda. Þessi klausa getur tæpast tahst ritdómur en e.t.v. th- raun th þess. Árbók lýsir náttúrufari, byggðasögu, ömefnum og segir til vegar á svæðinu frá Kaldalóni í Trékylhsvík en allt þetta svæði má heita í eyði og nýtur vaxandi vinsælda sem göngusvæði. Þessi árbók er nokkuð frábrugðin mýmörgum fyrirrennurum sín- um. Útht er nýtt, letur er nýtt og því stiht í tvo dálka á síðu og myndir fleiri og fjölbreyttari en áður. Minni áhersla er á vísindalega frásögn af jarðfræði og nátt- úrufræði en oft áður en ríkulegar sagt frá fólki og fyrir- burðum. Fyrir vikið verður bókin hehsteypt og að mínu viti besta lýsing á héraöinu hingað til. Guðrún Bókmenntir Páll Ásgeir Ásgeirsson Ása Grímsdóttir skrifar ein ahan megintexta bókar- innar og ferst það ipjög vel úr hendi. Ást hennar á landinu og náttúrú- þess logar undir og víða ghttir í skoðanir höfundar sem hikar ekki við að bregða fyrir sig sjaldséðu og htríku orð- færi. Hún hefur viða leitað fanga og kann vel þá hst að velja skemmthegar sögur og vísur úr þeirri gnótt sem stendur th boða. Ekki verður séð að neitt skorti á að bókin gegni hlutverki sínu sem ritstjóri hennar, Hjalti Kristgeirsson, segir vera að efla trúnað nútím- ans við ræturnar. Það verður því ekki annað séð en að Ferðafélagið hafi stigið rétt skref í rétta átt með því láta einn snjallan höfund færa í letur í stað þess að í eldri bókum rita iðulega fleiri misgóðir. Nútímalegt útht bókarinnar finnst mér sjálfsagt skref í rétta átt. Myndir sem höfundur valdi úr stóru safni eru margar mjög fahegar og virðist fagurfræðhegt mat oft hafa ráðið fremur en upplýsingaghdi. Eigi ég að finna eitt- hvað að bókinni sem shkri verður mér helst fyrir að óska eftir nákvæmari leiðsögn svo að bókin nýtist betur þeim sem ferðast einir. Slíkt er smáræði og umdeilanlegt hvort það sé hlutverk hennar. Þetta er ritað í þeim tilgangi helstum að vekja athygh þeirra sem ekki eru félagar í Ferðafélaginu en hafa áhuga á landafræði, byggðasögu, fahegum myndum og hprum texta á því að hér er kominn út mikill kjörgripur. Það þarf í rauninni ekki að eyða miklu púðri í að hrósa svona bók. Verkið lofar meistarann. , V' Þverholti 14 - Sími 63 27 00 • HÚS0GGARDAR /////////////////////////////// Aukablað HÚS OG GARÐAR Miðvikudaginn 13. júlí nk. mun aukablað um hús og garða fylgja DV. Meðal efnis: ★ Sumarbústaðir (framleiðsla, stofnkostnaður, rafmagn, vatn, rotþrær o.fl.). ★ Klæðning á húsum (nýjungar og eldri aðferðir). ★ Hæðarmunur í görðum. ★ Viðhald steinsteyptra húsa (sprunguviðgerðir, háþrýstiþvottur, málning). ★ Fuglahús í görðum. ★ Litlir garðar. ★ Viðhald á timbri, hellum og grjóti ★ og margt fleira. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Fríðu Sjöfn Lúðvíksdóttur í síma 91 -632721 eða Jensínu Böðvarsdóttur í síma 91 -632723 á auglýsingadeild DV. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga í þetta aukablað er fimmtudagurinn 7. júlí. ATH.I Bréfasími okkar er 632727. Hlekkir vínguðsins brotnir Út er komin saga AA-samtakanna á íslandi árin 1948-1964. í formála bókarinnar segir höfundur: „Er hægt að segja sögu samtaka sem hafa enga yfirstjórn, nánast engan fjárhag, enga félagaskrá og alhr félagar njóta algjörrar nafnleyndar. Verður sú saga ekki þurr, ópersónuleg og leiðinleg aflestrar? Er yfirleitt hægt að skrifa sögu slíkra samtaka?“ Spurningu sinni svarar höfundur með bók sinni. Svarið er ótvírætt. Bókin er athyghverð, áhugaverð og skemmtileg aflestrar. Höfundur skiptir sögu sam- takanna í tvö tímabil. Hið fyrra frá 1948, þegar fyrsta tilraun til stofnunar AA-samtaka var gerð hér á landi, th 1964 þegar raunhæf deildaskipting vérður innan AA-samtakanna. „Síðara timabihð er frá 1964, þegar samtökin verða lýðræðislegri og aðlagast betur erfða- venjum og stjómskipulagi AA í Bandaríkjunum, th hinna miklu uppgangstíma samtakanna upp úr miðj- um áttunda áratugnum og fram th dagsins í dag.“ Höfundi tekst á hpran og lifandi hátt að rita um fyrra tímabhið á þann hátt að fæstir munu leggja frá sér bókina án þess að ljúka henni, hvort sem það er gert í einni lotu eða fleirum. Boðuð er útkoma bókar um síðara tímabihð sem höfundur kahar „þekkta tímabh- ið“ í sögu AA-samtakanna og vinna hafin við hana. Tímabihð sem fjahað er um í bókinni kallar hann „gleymda tímabihð“, tímabh frumherjanna sem gerðu hugmyndafræði AA að stórveldi á íslandi, bæði í starfi AA-dehda og ekki síst með stofnun Bláa bandsins, sem rak meðferðarstöðvar samkvæmt hugmyndafræði AA, fyrst ahra á íslandi. Eðh og orsakir drykkjusýki er meðal þess sem mik- ið hefur verið deht um víöa um heim. Framan af var sú skoðun almenn að ofdrykkja væri siðferðisbrestur, aumingjaskapur en ekki sjúkdómur. Kenningar dr. Wihiams D. Silkeworth læknis um að alkóhóhsmi væri sjúkdómur höfðu mikh áhrif á skhning manna á þessu vandamáh mannkynsins. Fyrsti kafh bókarinnar fjallar um uppruna og thurð hreyfingarinnar á Bandaríkjunum. A thtölulega ná- kvæman hátt skhgreinir höfundur hvemig AA-sam- tökin verða th. Og honum tekst að gera söguna áhuga- verða. Tímamót verða þegar þeir Bob og Bih, Robert Holbrook Smith læknir og Whham Griffith Whson hittast og taka að vinna saman. Andleg lækning er lykhorð. Baráttan er hörð og einlægni í frásögn mik- h. „Hann sá sjálfan sig stelandi peningum úr buddu Bókmermtir Guðm. G. Þórarinsson konu sinnar, dettandi niður stigann, hggjandi hreyf- ingarlausan í ælu sinni, betlandi á götunum, áreitandi vegfarendur í neðanjarðarlestum, gargandi um að trú- arbrögð væru skítverk meinlætamanna." Trúin, samtöl við aðra í svipuðum sporum, og það að hjálpa öðrum verða máttarviðir enduruppbygging- ar. Höfundur segist hafa hhösjón af starfsaðferðum höf- unda sem skráð hafa sögu AA-samtakanna í Banda- ríkjunum um nafnleynd. í bókum sínum gefa þeir upp nöfn stofnenda AA-samtakanna og ei-alkóhóhsta sem sögunni tengjast. Upphafið á íslandi verður þegar Guðrún Camp, ís- lensk kona búsett í Bandaríkjunum, kynnti AA-sam- tökin hér árið 1948. Þó ekki sprytti blómlegur gróður upp af þeim fræjum sem hún sáði fyrst í stað var hugmyndin komin og þörfin mikh. Aðrir tóku merkið upp. I fremstu röð standa menn eins og Jónas Guö- mundsson ráðuneytisstjóri, Guðni Þór Ásgeirsson og Guðmundur Jóhannsson ásamt herskara annarra. A þessum árum hefst rekstur Bláa bandsins og síðar vistheimhisins að Víðinesi á Kjalamesi. Að mörgu leyti er þessi bók th fyrirmyndar þegar rita skal sögu félagasamtaka. Frágangur allur er vand- aður, heimhda skhmerkhega getið og skrá birt um atburðarás. Hér er sagt frá erfiðri baráttu, oft tví- sýnni, á þeim akri mannlegrar thveru sem oft er hvað erfiðast að eija. Bókin er vel skrifuð, vandlega unnin og stílhnn lifandi og léttur. Frásögnin einkennist af einlægni. í þessari bók er lýst upphafi samtaka sem mikið gagn hafa unnið í okkar þjóðlífi og það gert á þann hátt að flestir munu hafa gagn og gaman af að kynna sér. Frumherjarnir. Saga AA-samtakanna á íslandi. Höfundur Ingólfur Margeirsson. AA-útgáfan 1994. 247 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.