Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1994, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994
7
Fréttir
Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, um komandi kjarasamninga:
Ekki þjóðarsáttarsamn-
ingar án kauphækkana
tel hæpið að um samflot verkalýðsfélaga verði að ræða
„Miðað við það hljóð sem ég heyrði
í mönnum á sambandsstjómarfimd-
inum hjá okkur á dögunum hef ég
ekki trú á því að um samflot verka-
lýðsfélaga verði að ræða við gerð
nýrra kjarasamninga um áramót.
Menn benda á nauösyn þess fyrir hin
ýmsu verkalýðsfélög að skoða sín
sérmál. Þau hafa setið á hakanum í
samningum síðustu ára. Ég get nefnt
sem dæmi að kauptryggingarsamn-
ingar í fiskvinnslunni eru í upp-
námi. Það mál þarf að leysa og þann-
ig er ástatt með ýmis fleiri mál,“
sagði Bjöm Grétar Sveinsson, for-
maður Verkamannasambands ís-
lands.
Bjöm var spurður hvort hann teldi
að ofan á yrði að gera enn eina þjóð-
arsáttarsamninga eða hvort verka-
lýðsfélögin myndu krefjast kaup-
hækkana fyrir sitt fólk?
„Ég hef enga trú á þvi að gerðir
verði þjóðarsáttarsamningar án
launahækkana. Það sjá allir að með
samdrætti í vinnu og á vinnutíma
hefur fólk ekki lengur laun til að
framfleyta sér. Auövitað má segja að
það sé hægt að auka kaupmátt með
ýmsum leiðum. En það verður ský-
laus krafa verkalýðsfélaga að kaup-
máttur verði aukinn í næstu kjara-
samningum. Maður finnur fyrir vax-
andi þunga hjá verkafólki með það.
í raun þarf enginn að vera hissa á
því, ekki síst í ljósi þess launaskriðs
sem orðið hefur hjá ákveðnum hóp-
um í þjóðfélaginu. Að minum dómi
er það launaskrið óumdeilt og breyta
þar engu um einhverjir orðaleikir
ráðamanna um hvað gerst hefur,“
sagði Bjöm Grétar.
Hann sagði að á sambandsstjórnar-
fundi VMSÍ á dögunum hefði verið
ákveðið að kalia saman formanna-
fund í október. Þar yrðu línur endan-
lega lagðar hjá verkamannasam-
bandsfélögunum fyrir kjarasamn-
ingagerðina um áramót.
Svartur frá Unalæk:
Er einn stórbrotn-
asti hestur sem ég
hef kynnst
- segir tamningamaöurinn og knapinn
„Þetta er einn sá viijugasti og stór-
brotnasti hestur sem ég hef kynnst,"
segir Þórður Þorgeirsson, tamninga-
maður og knapi um Svart frá Una-
læk, sem varð næstefstur í flokki sex
vetra stóðhesta á landsmóti hesta-
manna.
Athygli vakti að Svartur hélt alitaf
ró sinni þrátt fyrir að hann væri
sýndur þrisvar á dag þrjá daga í röð.
„Hann fylgdi bæði móður sinni, Fiðlu
frá Snartarstöðum í Borgarfirði, til
fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi og
föður sínum, Kjarval frá Sauðár-
króki, til heiðursverðlauna fyrir af-
kvæmi. Hesturinn sló aldrei af og
varð jafnvel betri þegar á leiö. Það
er mjög óvenjulegt af svo ungum
fola,“ segir Þórður.
Svartur er alinn upp í stóðhesta-
stöðinni í Gunnarsholti þar sem
Þórður kynntist honum. Eigandi
Svarts, Oddur Bjömsson, segir hest-
inn eiginlega vera sköpunarverk
Þórðar. „Ég byijaði að temja hann
fjögurra vetra. Þegar ég flutti mig
um set til Kirkjubæjar fylgdi Svartur
mér að ráðum Odds,“ greinir Þórður
frá.
Svartur frá Unalæk fékk 8,54 í aöal-
einkunn og 10 fyrir skeið á landsmót-
inu. Efstur í flokki sex vetra stóð-
hesta var Gustur frá Hóh með 8,57 í
aöaleinkunn.
Stóðhesturinn Orri frá Þúfu stóð efstur í B-flokki gæðinga á landsmótinu á
Hellu. Knapi er Gunnar Arnarson. Einnig var Orri sýndur sem afkvæmi
föðursínssemerOtrusfráSauðárkróki. DV-myndEJ
Dalvar frá Hrappsstöðum stóð efstur í A-flokki gæðinga á landsmótinu á Hellu. Knapi var eigandinn, Daniel Jóns-
son. Það eru mikil átök i skeiðinu og öðru hverju ná knapi og hestur á flug. DV-mynd E.J.
Dalvar frá Hra&isstööum í Dölum:
„Hestaleigirtruntan0 stóð
efst í A-f lokki gæðinga
- hestuiinn var keyptur fyrir fermingarpeninga
Fyrir tveimur árum keypti Daníel
Jónsson knapi hestaleigutruntu eins
og það hefur verið orðað. Um helgina
sigraði hestur Daníels, Dalvar frá
Hrafnsstöðum í Dölum, í A-flokki
gæðinga á landsmóti hestamanna.
„Ég sá strax eitthvað við hestinn.
Hann er með mikla skapgerð og það
þurfti bara að sinna honum. Þegar
ég fór að gera eitthvað fyrir hann fór
hann líka aö gera hluti fyrir mig. Við
erum miklir vinir. Hann er engin
trunta lengur," segir Daníel sem
kveðst hafa notið góðrar aðstoðar
Jóns og Bergs á Ketilsstöðum á Völl-
um við tamninguna fyrsta árið.
Það var fyrir fermingarpeningana
sína sem Daníel, sem er 18 ára, keypti
Dalvar. Fjölskylda Daníels er á kafi
í hestamennsku og sjálfur hefur
hann átt samtals um tíu hesta. Daní-
el hefur keppt síðan hann var fimm
ára og nokkrum sinnum orðið ís-
landsmeistari og Reykjavíkurmeist-
ari en aldrei sigrað á landsmóti áður.
Sama ár og Daníel eignaðist Dalvar
varð hann annar í tölti á móti í Reið-
höllinni. Á hvítasunnukappreiðun-
um nú í vor var Dalvar í öðru sæti
en Gýmir frá Vindheimum í fyrsta.
Eftir forkeppnina á landsmótinu
núna var staöan sú sama. „Þetta var
skemmtilegt mót en leiðinlegur end-
ir. Það var hræðilegt slys að Gýmir
skyldi fótbrotna," segir Daníel.
Undanfarin tvö ár hefur Daníel
unnið við tamningu og í vetur starf-
aði hann sjálfstætt í Reykjavík. „Ég
býst við að þetta verði ævistarfið ef
ég fæ nóg að gera. Það er gaman að
vinna með skynsömum skepnum."
Rússneska flugvélin:
Nýi hreyf illinn skemmdur
Ægir Már Kárasan, DV, Suðuxnesjum:
Það ætlar að reynast erfitt aö koma
rússnesku Boeing 727-100 flugvélinni
í loftið en hún er búin að vera á Kefla-
víkurflugvelli í rúma fjóra mánuði.
Flugvirkar Flugleiða fundu
skemmd'í nýja hreyflinum, sem búið
var að setja í vélina, og er hann því
ekki flughæfur eftir prófanir. Annar
hreyfill var þegar pantaður og er á
leið til landsins. Það verður því ein-
hver bið á að flugvélin komist á loft.
Flugvirkjar Flugleiða hafa unnið
hörðum höndiun undanfama daga
að viðgerð á rússnesku flugvélinni.
7