Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1994, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ1994
5
Fréttir
Afritun truflaöi debetkortaviöskipti:
Barf lugur gátu ekki
borgað sjússana
- LondonkomReiknistoöiunbankannatiIhjálpar
„Debetkortin gerðu gífurlegan usla
hjá okkur. Bilun hjá Reiknistofhun
bankanna varð til þess að ég tapaði
miklum peningum. Kerfið datt út
rétt fyrir lokun á bamum. Maður var
búinn að blanda í glösin. Það var
ekki annað að gera en hella innihald-
inu niður eða gefa sjússana því fólk-
ið gat ekki borgað. Nú gengur enginn
með ávísanahefti á sér eða peninga.
Bara þessi árans kort. Þetta er ekki
góð byrjun,“ segir reiður veitinga-
maður á Vesturlandi sem lenti í erf-
iðleikum með debetkortin um síð-
ustu helgi.
Afritataka hjá Reiknistofnun bank-
anna varð til þess að ekki var hægt
að nota debetkort í um klukkustund
seint á laugardagskvöldið. Samsvar-
andi atvik átti sér stað fyrir viku og
hefur þetta valdið miklum pirringi
hjá eigendum kortanna, veitinga-
húsaeigendum og þjónustuaðilum.
Að sögn Þóröar Sigurðssonar, for-
stjóra Reiknistofnunar bankanna,
verður þess gætt að afritataka fari
ekki fram á þeim tímum sem líklegt
er að kortin séu í almennri notkun.
Þá verði kerfið bætt þannig að afrit-
un trufli ekki færslur af debetkortum
í framtíðinni.
„Reyndar hefur fólk ekki þurft að
bíða lengi því þegar við dettiun út
þá tekur London við. Um leið og við
fáum vitneskju um að eitthvað sé að
sambandinu við okkur þá er stillt
yfir til London og það þarf ekki að
taka nema 5 til 10 minútur.“
Framkvæmdir við 1. áfanga endurbóta við sundlaugina á Akureyri eru vel
á veg komnar og á að Ijúka innan nokkurra vikna. M.a. hefur verið sett
upp stór og mikil rennibraut, byggðir nýir pottar og litlar laugar. í næsta
áfanga verður byggð ný sundlaug við hlið þeirrar gömlu og ýmislegt annað.
DV-mynd gk
Beatrix oq Claus
heilluð af Islandi
Eyþór Eðvarðsson, DV, Hdlandi:
Hollenskir fiölmiðlar, sem fylgst
hafa með heimsókn drottningarhjón-
anna á íslandi, höfðu eftir þeim um
helgina að þau væru yfir sig heilluð
af íslandi. Beatrix hafi hrósað góðum
samskiptiun manns og náttúru og
sagt að það væri eftirtektarvert
hvemig Islendingum hefði tekist
með hugviti að virkja það sem sumir
myndu kalla „fjandsamleg" náttúru-
öfl á vinsamlegan og uppbyggilegan
hátt. Hin óspillta og stórfenglega
náttúra íslands sé paradís náttúru-
unnenda sem geti upplifað kyrrð og
ró innan um dýra- og plöntulíf sem
sé ósnert en á undanhaldi í öðrum
löndum.
Það helsta sem fjallað var um fyrir
utan náttúruna, sem fékk mikla
umfjöllun, var að hér var enginn
her, upphitxm húsa með vatni, góð
heilsa, mannlífið, almenn velferð og
merkileg saga. A sunnudaginn var
sýndur 30 mínútna sjónvarpsþáttur
imi heimsóknina þar sem sagt var ffá
íslenskri list, menningu og atvinnu-
lífi og sýndar svipmyndir frá ferðum
drottningarinnar.
Af umfiöllun fjölmiðlafólks sem
fylgdist með heimsókninni má sjá að
það hefur heillast af náttúru landsins
en greinilegt var að það hefði samt
viljað losna við rokið.
‘burða
AEG kostar minna en þú heldur.
Mjög hagstæb verb á eldavélum, ofnum,
helluborðum og viftum.
^ ^ ▲ Eldavél
Competence 5250 F-w.:
60 cm meS útdraganlegum
ofni - Undir- og yfirhiti, klukka,
blástursofn, blástursgrill, grill
og geymsluskúffa.
Ver& kr. 73.663,-
A Eldavél
Competence 5000 F-w:
60 cm -Undir- og yfirhiti,
blástursofn, blástursgrill, grill,
geymsluskúffa.
Verft kr. 62.900,-.
▲ helluborð
Competence 110 K:
-stál eða hvítt meS rofum -
Tvær 18 cm hraSsuSuhellur,
önnur sjálfvirk.Tvær 14.5 cm
hraSsuSuhellur.
VerS kr. 26.950,-
BillífÍ ▲ keramik
-helluborð
- Competence 6110 M-wr.
Ein stækkanleg hella 12/21 cm,
ein 18 cm og tvær 14.5 cm.
Ver& kr. 43.377,-.
keramik-helluborð
með rofum - Competence
6210 K-wn: Ein 18 cm
hraSsuSuhella.Ein stækkanleg
12/21 cm og tværl4.5cm.
__■ VerS kr. 56.200,-
vífta mm*
teg. 105 D-w.:
60 cm - Fjórar hraSastillingar.
BæSi fyrir filter og útblástur.
VerS kr.9.950,-
GRMSSÖNHF
m
0
©
:!Í:Í
0
p
m
<
0
m
<
s
0
m
0
m
<
0
AI0 AiG ÁEG AEG AEG AiG
Á ná
20.0
íslenskum
heimilum
-eru AEG eldavélar. Engin
eldavélategund er á fleiri heimilum.
KaupendatryggS viS AEG er (82.5%).*
HvaS segir petta þér um gæSi AEG ?
* Samkvæmt Markoðskönnun Hagvangs í des. 1993.
O
▲ rofaborð
-Competence
3300 5- w.:
Gerir allar hellur sjálfvirkar.
Barnaöryggi.
Verð kr. 24.920,-
- Competence 3100 M-w.:
Tvær hraSsuSuhellur
18 cm og tvær Ö
hraSsuSuhellur 14.5 cm.
Onnur þeirra er sjálfvirk .
Verð kr. 17.790,-
KiSSúl ▲ veggofn
- Competence
5200 B-stál.:
Undir- og yfirhiti, blástursofn,
blástursgrill, grill og klukka.
Verð kr. 62.936,-
Hvítur ofn kostar
Verð kr.57.450,-
eða 54.577,- staðgreitt.
Umboðsmenn:
Vesturland: Málningarþjónustan, Akra-
nesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.
Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hall-
grímsson, Grundarfirði. Ásubúð, Búð-
ardal.
Vestfirðir: Rafbúð Jónasar Þór, Patreks-
firði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur,
Isafirði.
Norðurland: Kf. Steingrímsfjarðar,
Hólmavík. Kf. V-Hún„ Hvammstanga.
Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirð-
ingabúð, Sauðárkróki, KEA bygginga-
vörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA, Dal-
vík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urð, Rauf-
arhöfn.
Austurland: Sveinn Guðmundsson, Eg-
ilsstöðum. Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði.
Stál, Seyðisfirði. Verslunin Vlk, Nes-
kaupstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fá-
skrúðsfirði. KASK, Höfn.
Suðurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli.
Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás,
Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæj-
arklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum.
Reykjanes: Stapafell, Keflavlk. Rafborg,
Grindavlk.
Opið vir
Akurey
Skeifunni • Hólagarði • Grafarvogi • Seltjarnarnesi
Líka á kvöldin !