Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1994, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ1994 Neytendur Rannsókn gerð á þjófheldni bifreiða: Ein bifreið af 16 stóðstprófið hægt að brjótast inn í sumar bifreiðamar á innan við tíu sekúndum Tímisem tekurað brjótast inn í bíl Undir 10 sek. Audi 100 2,0 E '94 Mazda 626 1,8, 16v. '94 Mitsubishi Galant GLSi '93 Renault 19 RT '94 Toyota Corolla 1,6 '94 10-29 sek. Citroén Xantia 1.8i '94 Ford Escort CLX '94 Saab 9000 CS '94 Volvo 460 GL '94 Volvo 940 SE '94 VW Golf GL '94 30 sek.-2 mín. Ford Mondeo '94 Opel Astra l,6i '94 Opel Omega '94-B Saab 900S '94 Volvo 850 GLT '94 Tími sem tekur að stela bfl Undir 1,5 mín. Audi 100 2,0 E '94 Ford Escort CLX '94 Ford Mondeo '94 Mazda 626 1,8, 16v. '94 Mitsubishi Galant GLSi '93 Saab 9000 CS '94 Toyota Corolla 1,6 '94 VW Golf GL '94 1,5-5 mín. Renault 19 RT '94 Saab 900S '94 Opel Astra l,6i '94 Citroén Xantia 1.8i '94 Volvo 460 GL '94 Volvo 940 SE '94 Volvo 850 GLT '94 Meira enn 5 mín. Opel Omega '94-B DV Könnunin sýnir að innan við tíu sekúndur tekur að brjótast inn í sumar bifreiðar. „Þetta er alþekkt vandamál en ég held þó aö framleiðendur bifreiða séu að taka sig á í þessum efnum. Við þekkjum minna af bílstuldum hér á Islandi þar sem menn eru hreinlega að ræna þeim til þess að breyta og selja. Hér er þetta meira nytjastuldir úr bílunum. Könnun af þessu tagi hreyfir við framleiðendum og ég er sannfærður um að á næstu árum verðum við farin að sjá lykla í formi krítarkorta með upplýsingum um notendur hverrar bifreiðar," sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, aðspurður út í rannsókn sem gerð hefur verið um þjófheldni nýrra bifreiða. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að aðeins ein gerð bifreiða stóðst próf af þessu tagi en engin stóð undir væntingum um innbrotsvarn- ir. Hægt var að brjótast inn í bifreið- amar á innan við tveimur mínútum. Fimm stóðust slíkt áhlaup ekki einu sinni í tíu sekúndur. Miðað við staðla sem settir hafa verið af tryggingarfélögum í Sviþjóð, í samvinnu við bresku staðlastofn- unina, BSI, á ekki að vera hægt að bijótast inn í bíl á skemmri tíma en tveimur mínútum og fimm mínútur á að þurfa til þess að stela honum. Aðeins Opel Omega stóðst síðar- nefnda prófið en engin það fyrr- nefnda. Dæmi eru um að hægt hafi verið að brjótast inn og aka á brott á einni og hálfri mínútu. Af þeim 16 bílum sem prófaðir voru var hægt að brjótast inn í 14 án sýnilegra skemmda. Tíu þúsund fyrir vörn Umrædd könnun var gerð á vegum netendastofnana, yfirvalda, trygg- ingarfélaga og félaga bifreiðaeigenda í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finn- landi, Belgíu og Portúgal og náði til 16 bifreiöategunda af árgerð 1993 og 1994. Með litlum tilkostnaði má auka miög á vamir gegn þjófnuðum en spara mætti neytendum verulegar fjárhæðir á móti. Athugun sem sænska neytendastofnunin gerði 1991 bendir til þess að neytendur séu reiðubúnir að borga u.þ.b. tíu þús- und krómun meira fyrir bifreið sé hún búin góðri vöm gegn innbrots- og bílaþjófum. sem veitir henni 30 þúsund króna matarúttekt i Bónusi. DV-mynd ÞÖK Vinningshafi DV: „Almáttugur, ertuaðsegjasatt? Ég er bara rík manneskja," sagði Barbara Ósk Ólafsdóttir, skrif- stofumaður í Húsgagnahöllinni í Reykjavík, þegar DV tilkynnti henni að hún hefði unnið sér inn 30 þúsund króna matarúttekt í Bónusi. „Þetta er alveg meiri háttar. Ég var einmitt að segja í gær að ég vissi ekki af hverju ég væri að kaupa mér happdrættismiða, ég ynni aldrei," sagði Barbara sem er með fimm manna fjölskyldu. Hún hefur veriö áskriiándi blaðsins öðru hverju í tíu ár og sagöist lesa DV spjaldanna á milli þegar þannig lægi á henni. Sex skuldlausir áskrifendur verða . dregnir út í lok júni og hlýtur hver þeirra 30 þúsunda króna vömúttekt í 10-11. Allir áskrif- endur DV, gamlir og nýir, eru sjálfkrafa með í pottinum. Sérfræðingarnir fjórir ásamt Baldvinl Jónssyni, starfsmanni Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. F.v., Mel Cole- man yngri, aðstoðarforstjóri Coleman Natural Meat Inc., Baldvin, Thomas B. Harding, forseti IFOAM, Carl Haest markaðsráðgjafi og Mel Coleman, stofnandi og stjórnarformaöur Coleman Natural Meat Inc. DV-mynd BG Fjórir sérfræðingar heimsækja ísland: ísland gæti orðið leið- andi í líf- rænni ræktun „íslendingar gætu auðveldlega orðið leiðandi í heiminum hvað varð- ar framleiðslu á lífrænt ræktuðu nautakjöti, lambakjöti og fiskafurð- um. Þeir gætu hæglega skapað sér nafn á þessu sviði og hafið útflutning á slíkum vörum til Bandaríkjanna, Evrópu og víöar. Nú þegar líta Bandaríkjamenn til íslands sem „hreina landsins" og íslenskir bænd- ur hafa að sama skapi gott forskot á aöra framleiðendur hvað varöar legu landsins, hreina loftið og htla sem enga notkun eiturefna við fram- leiðsluna," sagöi Mel Coleman yngri, aðstoðarforstjóri Colemans Natural Meat Inc., en hann er einn fjögurra sérfræöinga á hinum alþjóðlega líf- ræna matvælamarkaði sem nú eru staddir hér á landi á vegum Upplýs- ingaþjónustu landbúnaöarins. Til- gangur heimsóknarinnar er að kanna möguleika íslendinga á út- flutningi landbúnaðarafurða á for- sendum hollustu, hreinleika og gæða. Aðspurður sagöi hann smæð lands- ins ekki skipta neinu máli í þessu sambandi, þeir væru hér til að ráð- leggja íslenskum bændum hvemig koma mætti þessum vörum á mark- að erlendis og einnig hvaöa reglum þarf að fara eftir til þess að fram- leiðslan teljist lífræn. Nú þegar liggja fyrir drög að nýrri reglugerð hvað varðar lífræna ræktun hér á landi og telja sérfræðingamir aö hún taki gildi á þessu ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.