Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1994, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ1994 15 Skuldir hrannast upp hjá yngra fólkinu Engum þurfti að koma á óvart að Jóhanna Sigurðardóttir segði af sér sem félagsmálaráöherra og sé nú í raun komin í hóp stjórnarandstæð- inga; hún átti engan annan kost til að halda haus sem félagslega sinn- uð jafnaðarmanneskja. Hafi einhvem tíma setið harð- bijósta ríkisstjóm hér á landi er það sú sem Davíð Oddsson leiðir. Láglaunafólkið, sjúkiingamir, skólafólkið og síðast en ekki síst yngri kynslóðin hefur kynnst því að fijálshyggjan er stjómtæki til að gera þá ríku ríkari. Skýmstu máli um stefnu ríkisstjómarinnar talar skýrsla um skuidastöðu heimilanna sem lögð var ffam á Alþingi af félagsmálaráðherra samkvæmt beiðni þingmanna Framsóknarflokksins. Tvær þjóðir í landinu Það sem hrikalegast er í þessari skýrslu er það að í árslok 1990 námu þær 170 milijörðum en í árs- lok 1993 vom þær komnar í 256 milljarða. Þær hafa á aðeins þrem- ur árum aukist um 86 milljarða eða rúm 50%. Þetta gerist á þjóðarsátt- artímabili í stöðugu verðlagi þar sem laun hafa ekki hækkað að raungildi. Skuldir hverrar fjögurra manna fjölskyldu era tæpar 3,9 milljónir, hafa hækkað á þessu tímbili um 12-1300 þúsund. Hroll- vekjan í þessu máli er svo sú að í þessu tilfelli er ekki hægt að tala út frá meðaltölum því í þessu efni era tvær þjóðir í landinu, önnur skuldlaus og gerði sitt fyrir verð- tryggingu, hin kynslóðin fædd eftir 1950 og ber allar sínar skuldir verð- tryggðar. Því er hér um mjög mikl- ar skuldir aö ræða hjá þeim sem yngri era, fólkinu í landinu sem nú er að ala upp sín böm. Því var það fagnaðarefni að eftir mjög harða umræðu á Alþingi um þessa skýrslu lofaði fyrrverandi félags- málaráðherra því að í sumar myndi ráðuneytið skoða skulda- stöðu yngri kynslóðarinnar nánar KjaUarinn Guðni Ágústsson alþingismaður og þann mismun sem virðist vera á milli kynslóða með tilliti til lífs- kjara, skulda, eigna og afkomu- möguleika. Við ffamsóknarmenn höfum aftur og aftur varað ríkis- stjómina við nýjum og nýjum álög- um sem ekki síst hafa fallið á yngra fólkið í formi nýrra skatta og þjón- ustugjalda. Milljarðar hafa verið fluttir af stórgróðafyrirtækjum á herðar launafólks. Vanskil hlaðast upp Fram kemur að 1992 vora skuldir heimilanna 2% hærri en ráöstöfun- artekjur en í lok ársins 1993 orðnar 16% hærri. Vanskil hlaðast upp hjá sveitarfélögum, ríki og á greiðslu- kortum vegna þess að greiðsluþolið er að bresta. Þetta er grafalvarleg þróun. Ýmsir halda því fram að þetta sé bara fólkinu sjálfu að kenna og það á við í einhveijum tilfellum þar sem fólk er að ráðast í hluti sem það hefur ekki efni á. Hér virðist hins vegar vera um þróun að ræða sem ber að líta al- varlegum augum og er þveröfug miðað við nágrannalönd. Þar era skuldir heimilanna að lækka, hér hækka þær ógnvænlega í verð- stöðvun og þegar verðbólga er horf- in. Ríkisstjómin hefur lagt þungar byrðar á fjölskyldufólkið á sama tíma og kaup hefur dregist saman og atvinna brostið. Þessi vandi virðist það almennur að stjóm- málamenn verða að leita leiöa til að koma til móts við þetta fólk eigi það ekki að hrökklast frá eignum sínum í stórum stíl á næstu árum. Ég tel hiklaust að verkalýðshreyf- ingin og atvinnulífið eigi að grand- skoða þessa skýrslu um skulda- stöðu heimilanna. Næstu kjara- samningar verða vart gerðir án þess að tekið verði tillit til þessa hóps. Svo veldur nýlegt launaskrið toppanna í atvinnulífinu því að vísitalan hækkar enn þessar erfiðu skuldir sem hluti þjóðarinnar ber. Guðni Ágústsson „Vanskil hlaðast upp hjá sveitarfélögum, ríkl og á greiðslukortum vegna þess að greiðsluþolið er að bresta,“ segir Guðni Ágústsson. „Eg tel hiklaust aö verkalýöshreyfingin og atvinnulífið eigi aö grandskoða þessa skýrslu um skuldastöðu heimil- anna. Næstu kjarasamningar verða vart gerðir án þess að tekið verði tillit til þessa hóps.“ Einföld breyting - 50% meiri kaupgeta Húsbréfakerfið er óhagstætt ungu fólki og kemur í veg fyrir húsnæðiskaup fjölda fiölskyldna. Bankamir taka lítinn þátt í fjár- mögnun húsnæðiskaupa og lán þeirra era auk þess óhentug. Með einfoldum aðgerðum má auka kaupgetu ungs fólks við fyrstu kaup um allt að 50%. Húsbréfalán til þessa hóps á að hækka upp í 70% af kaupverði og bankar eiga auk þess að lána 10-15% kaupverðs til 10 ára. Húsbréfakerfið er óhag- stætt ungu fólki Reynslan sýnir að húsbréfakerifð hefur verulega ókosti fyrir ungt fólk sem er aö kaupa sína fyrstu íbúð. Kerfið vanmetur kaupgetu þess mjög og kemur í veg fyrir að það geti keypt sér húsnæði. Tals- menn byggingariðnaðarins hafa bent á að hækka beri húsbréfalán til þessa hóps upp í allt að 80% af kaupverði. Það mundi bæta stöðu fólksins í greiðslumati og auka kaupgetuna. í flestum löndum er útborgun í fasteignavið.skiptum nálægt 10% af kaupveröi íbúðar. Það fé leggja kaupendur almennt fram af eigin fé. Afgangurinn eru langtímalán oftast frá banka eöa veðlánastonfun. Hér á landi hafa fjölskyldur við fyrstu kaup haft 15-20% af kaupverði í handbæra fé. Langtímalánin era hins vegar ekki hærri en 65% kaupverðs. Vandamál unga fólksins við íbúð- arkaup í dag er að brúa það sem á vantar. Eldri kaupendur finna Kjállarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur minna fyrir þessum vanda því þeir láta skuldlausa eign í eldri íbúð ganga upp í kaup nýrrar. Húsbréfa- kerfið skúur hér ungt fólk eftir með óbrúað gat upp á 15-25% kaup- verðs. Mismunurinn er almennt brúaður með skammtímalánum. Við greiðslumat í húsbréfakerfinu er það hin þunga greiðslubyrði skammtímalánanna sem skiptir sköpum um lánafyrirgreiðslu. Greiðslubyrði af bankalánum og öðrum skammtímalánum er þyngri en af húsbréfalánunum. Kaupgeta þeirra sem era að kaupa sína fyrstu eign ræöst þess vegna ekki af launatekjum eins og eðlilegt væri heldur af vanköntum hús- næðislánakerfisins. Kaupgeta ís- lenskra fjölskyldna er af þessum sökum minni en fjölskyldna með jafn há laun í helstu grannlöndum okkar. Hærri húsbréf lengri bankalán Bankakerfið tekur lítinn þátt í fjármögnun húsnæðiskaupa og lánin era auk þess óhentug. Færa má fyrir þvi rök að léleg lánafyrir- greiðsla bankanna ákvarði frekar kaupgetu fólksins en húsbréfin. Það er með öðrum orðum í valdi bankakerfisins að auka kaupgetu ungs fólks sem er að festa sér sína fyrstu íbúö. Skynsamlegra væri fyrir bankana að veita ungum fjöl- skyldum sem skipta viö þá hentug lán til húsnæðislánakerfið og bankakerfið eiga að koma að jöfnu til móts við unga fólkið. Húsbréf á að hækka upp í 70% af kaupveröi og bankar lána að auki 10-15% kaupverös til 10 ára. Samanlagt mundu þessar aðgerðir auka kaup- getu alls þorra ungs fólks við fyrstu kaup um tæplega 50%. Ein helsta mótbáran gegn því að hækka hús- bréfalán vegna fyrstu kaupa er að það dragi fé af lánamarkaðinum. Hækkun húsbréfa væri hins vegar það lítil að ekki skipti sköpum fyr- ir húsbréfakerfið í heild og drjúgur hluti fjárins mundi auk þess renna beint til byggingariðnaðarins. Hækkunin mundi hins vegar minnka áhrif skammtímalánanna og kaupgeta aukast um fjórðung. Bankamir ættu að stofna sérstaka flokka veðlána til húsnæðiskaupa ungs fólks. Lánin gætu til dæmis verið hliðstæð því sem mörg fyrir- tæki pjóta með 10-12 ára lánstíma og veði í húsnæðinu sem lánaö er til. Veðmörk ættu að miðast við allt að 80% af markaðsverði: Áhætta bankanna við þau útlán væri minni en almennt gerist við lán til fyrirtækja. Húsnæðiskaup- endur era.með tryggustu lántak- endum og verðsveiflur á íbúðum í fiölbýhshúsum hafa verið ótrúlega litlar í þijá áratugi. Stefán Ingólfssón „Kaupgeta þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu eign ræðst þess vegna ekki af launatekjum eins og eðlilegt væri heldur af vanköntum húsnæðislána- kerfisins.” „Viðskiln- aður síöasta meirihluta hefur engan veginn verið nægilega góð- ur enda hafa kratarnir ekki gætt áð sér í fiármál- *>". íormaöur b»j- um bæjarins, samanber arráðs Hafnarfjarð- ar skuldastöðu bæjarsjóös sem nálgast þijá milfjarða króna. 87 prósent af skatttekjum bæjar- sjóös er varið í rekstur mála- flokka og þá er ekki tekiö tillit til þess að 22 prósent fara í afborgan- ir af lánum og vaxtakostnað. Kratarnir gleymdu sér í alls kon- ar fiárfestingum og gæluverkefn- um á síöasta kjörtfrnabili og þeg- ar átti að taka á hlutunum höföu menn hvorki vilja né getu til þess. Nýja meirihlutans bíða erfiö verkefni við að rétta við fiárhags- stööuna samfara þvi aö halda áfram uppbyggjngu þvi það má náttúrlega ekki stöðva allar framkvæmdir og halda verður þjónustu við bæjarbúa gangandi. Við veröum að reyna að ná utan um vandann og skilgreina hann þannig aö við getum áttaö okkur fyliilega á stöðunni. Við höfúm fengið Löggilta endurskoðendur hf. innan úr Reykjavík til að fara ofan í málin og í framhaldi af því verður að gera ýmsar breytingar á yfirsfiórn bæjarins, gera heild- arúttekt á stöðu bæjarsjóðs varð- andi starfsmannahald, boðleiöir og svo framvegis. Viö verðum mörg ár að vinna okkur upp úr þessu. Getum borið höfuðiðhátt Valgerður Guð- mundsdóttir, bæjar- fulltrúi Alþýðu- flokksins í Hatnar- „Okkar við- skiinaður í Hafnarfiarð- arkaupstaö eftir átta ára stjóm er ekk- ert sem við þurfum að skammast okkar fyrir og við getum _ .. borið höfuðið "™' hátt. Við höfum reyndar fram- kvæmt mikið en ég held að fram- kvæmdimar hafi verið öllum til góðs. Fólk hefúr flykkst til Hafh- arfiarðar undanfarin ár þar sem hér hefur vedð góð þjónusta við bæjarbúa. Bæjarbúar hafa fengið það fyrir sína skattpeninga sem þeir hafa óskað sér. Við höfum framkvæmt fyrir um sex milljaröa króna. Þar af er hrein eignaaukning um fimm milljarðar og nettóskuld síðan um 1,2 milfiarðar. Sjálfstæöis- menn taia aldrei um annað en bara skuldir, gleyma eignaaukn- ingunni sem feist í framkvæmd- unum. Alit tal um slæma Qárhags- stöðu er áframhald af kosningaá- róðri ajálfstæðismanna. Mér list ekki á ef þeir ætla að halda svona áfram. Ég held að þeir eyði svo miklu púðri í þennan áróöur þar sem þeir eru í raun ekki tilbúnir að fara að sfjóma og takast á við þau verkefni sem bíða þeirra. Það er ekki hægt að tuika málflutning þeirra öðruvísL Ég gef ekki mikið fyrir þennan málflutning og mjög margir bæjarbúar era mér mjög sammála. Ef nýi meirihlutinn gefst upp erum við meira en tilbú- in að taka við.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.