Alþýðublaðið - 24.12.1960, Side 6

Alþýðublaðið - 24.12.1960, Side 6
? 9 Öld eftir öld hefur fylkingin troðið sömu slóðina yfir engi og akra ... í fótspor heilags Ronans Framhald af 5. síðu. leikrit og næstum allir bæjar- búar taka þátt í sýningunni. Yfir hundrað persónur syr.gja og leika hina gömlu helgisögu um heilagan Ronan. Þegar leik sýninunni er lokið er tendrað fagnaðarbál á torginu og legg ur af því dásamlegan blóma- iim Logarnir teygjast hátt í loft upp og varpa bjarma á grá og þungbúin húsin um- hverfis torgið og á jaufmynztr aðan dyrabúnað kirkjunnar. í öllum gluggum loga kerta- Ijós og í rauðurn eldsbjarman- um syngur prestur í sífellu kveðju engilsins til Maríu. „Heil sértu María, sem nýtur náðar Guðs.“ Og presturinn heldur áfram að syngia þar til hringt er til messu' á mið- nætti. Þegar messunni er lok- ið, er hverjum og einum frjálst að hefja göngu sína í fótspor Ronans. En það er ekkj á ann arra færi en kunnugra manna að rata leiðina í myrkrinu. Tflost nVVn„ V'.'., vnt, +il ^ft.v hámessuna á sunnudaginn, þegar skrúðgangan mikla legg ur af stað með prestana í far- arbroddi. ; Þegar um morguninn hafa fulltrúar fjögurra grann- sókna komið með fána sína og krossa til þess að hylla heilagan Ronan. Á slaginu tólf hefst klukknahringing og trumbusláttur. Út úr kirkjunni koma fimm litlir drengir í hinum blágula há- tíðabúningi byggðarlagsins; þeir eru langstígir eins og fullorðnir menn og skiptast á um að hringja bjöllu. Á hæla þeirra koma þrír þrek- vaxnir karlmenn með stóra, gullna róðukrossinn, en á honum hanga .litlar, klingj- andi bjöllur. Síðan kemur fáni heilags Ronans með gull saumaðri mynd af honum í biskupsskrúða. Fjórir ungir menn bera helgidómaskrín hans úr silfri, og fjórir skóla- piltar koma á eftir þeim með klukku, sem sagan segir að hann hafi notað til að vara sjófarendur við hættu. Síðan koma prestarnir f hóp og þá allir fánarnir og krossarnir úr kirkjum og kapellum ná- grannasóknanna, allir bornir af karlmönnum eða konum í skrautlegum viðhafnarbún- ingum. Loks komum við öll, hinn mikli söfnuður, nunnur í hvítum skikkjum og ferm- ingarbörn í skrautklæðum, hálfnaktir sumargestir og gamlar konur, sem eru alveg svartklæddar að frátöldum hvítum faldinum, sem þær bera á höfðinu. Hér og þar í fylkingunni sjást blaða- menn og myndatökumenn. Sá tími er löngu liðinn, þegar þetta var þögul sáluhjálpar- ganga, þegar allir voru þátt- takendur og en^inn áhorf- andi. Og hver veit hvort Loc- ronanbúar harma þau um- skipti. Þessi hátíð er pen- ingauppspretta fyrir byggð- arlag, sem missti aðaltekju- vefnaðurinn hrósaði sigri og glcunrið í vefstólunum hætti að heyrast í gömlu granít- húsunum. Skrúðgangqn iheldur eftir aðalgötunni, fram hjá lauf- skýlum dýrlinganna og beyg- ir síðan inn á mjóan, niður- grafinn moldarvegg. Við göngum yfir brú, sem liggur yfir gruggugt síki, höldum á- fram yfir kartöflu- og rófna- akra, förum um hlaðið á sveitabæjum eg komum síðan aftur á moldargötu, sem er svo mjó, að við verðum að ganga í halarófu. Með vissu millibili förum við fram hjá litlum kofum, þar sem dýr- lingar nágrannasóknannataka þátt í hátíðahöldunum, og en á ný heyrum við muldr- að: „Gefið Sankti Önnu, gefið Sankti Herbot, vernd- ara hestanna.“ Hjá sumum krossunum, sem standa við vegarbrúnina, neraur skrúðgangan staðar, og prestur les kafla úr Bibl- íunni. En þrátt fyrir þessar hvíldarstundir, verður söng- urinn rámari, eftir því sem lengur líður, því að þetta er í júlí og menn verða þurrir í kverkunum af sólarhitan- um. Hér og þar slitnar fylk- ingin í sundur, sumir missa af sér skó og aðrir verða að skjótast bak við veggi eða í annað afdrep af knýjandi á- stæðum. Þá er fylkingin lát- in stanza til þess að þessi blykkjótta slanga mörg þús- und manna komizt aftur í samt lag, og söngurinn verð- ur alltaf betri eftir slíka töf. þó að hún sé ekki löng. Skyndilega erum við stödd við rætur fjalls, sem ef til vill er ekki mörg hundruð metrar á hæð, en snarbratt, og það er sýnilega ætlunin að við klífum upp á tindinn, því að fremstu fánarnir eru þegar komnir upp í miðja hlíðina. en við rekum lestina og mjökumst áfram fet fyrir „Mér er svo illt í magan- um,“ kveinar sex ára dreng- ur, sem er klæddur blágula hátíðabúningnum. Hann hef- ur áreiðanlega fengið sting af göngunni, því að hann heldur um síðuna og er næst- um í keng af sársauka. „Haltu bara áfram, Yanu, við erum bráðum komin upp og þá færðu límonaði að drekka,“ segir móðirin hug- hreystandi. Hún víkur sér að mér og bætir við: „Á síðustu hátíð var hann ekki nema tveggja mánaða og gat þess vegna ekki komið með. Nú fannst mér vera kominn tími til þess.“ Og Yanu harkar af sér og gýtur öfundsjúkum augum til tveggja ára krakka, sem. faðirinn hefur borið á háhesti alla leiðina. Sjálfur fer ég að hugsa um það, að ég hefði betur sleppt ostrunum, sem ég borðaði á veitingahúsinu um morgun- inn. Hvaðan kemur gömlu konunum mátturinn, öllum þessuim g(ríí|h.ærðu, svja|rty klæddu konum með hvíta faldinn á höfðinu, hvernig geta þær verið svona fót- vissar í brekkunni, þar sem manni er sífellt að skrika fótur 1 lynginu? Loks erum við komin upp á fjalljið. Það: ( r veiiinga- skáli hérna uppi og maður getur fengið sér að drekka, þrúguvín, eplavín og bragð- vonda, gula gosdrykki, en hvað sem um það er, þá getur maður þó vætt á sér varirn- ar, og sé maður heppinn, get- ur maður tyllt sér á bekk undir sóltjaídi. Það er ekki fyrr en síðar að maður upp- götvar, hve útsýnið er fagurt yfir gula, græna og hvíta akrana, strjála bæi og kirkju- turna, sem skaga upp úr laufþykkninu, og loks hafið lanst í fj^rska. En nresturinn verður að • c. " 1 ‘ ‘ n Víolrlnv langa ræðu um öll kraftaverk heilags Ronans, hann er sann lega aðdáunarverður, hann er alls ekkert móður og þó hefur hann sjálfsagt ekki fengið neitt að drekka. Ef til vill ér þetta einhver annar prestur, sem hefur laumast hingað í bíl, segi ég tor- tryggnislega við sjálfan mig. En það er líklega ekki rétt hjá mér. Áður en maður er búinn að jafna sig almennilega, er * aftur lagt af stað, en nú ligg- ur leiðin þó niður í móti. Og í hvert skipti sem gangan hefst, er jafn yndislegt að • heyra litlu bjöllurnar á kross inum klingja með skærum silfurhljómi, við undirleik klukkunnar, sem kórdreng- irnir bera. Síðan yfirgnæfir söngurinn og bænahjalið, en þegar dregur úr því aftur, heyrum við lævirkjana kvaka yfir höfðum okkar, og sá söngur er í samræmi við ilm- inn af blómunum og lynginu. Svo komum við aftur í moldarveginn og göngum eftir honum, unz við komum að hveitiakri með þroskuðu korni. Yið göngum varlega yfir akurinn til þess að spilla ekki uppskerunni að óþörfu. Það er annars sjaldgæft fyrirbæri, að manni skuli leyfast að þramma yfir franskan hveitiakur eða kar- töflugarð átölulaust. Heilag- ur Ronan hlýtur að hafa mik- ið vald enn, úr því að hann getur komið slíku til leiðar. * Við komum aftur til bæjar ins í rökkurbyrjun. Áhorf- endunum meðfram þjóðveg- inum hefur fjölgað og við 4 leikum sífellt á þá með því að fara alls konar krókaleiðir. Ronan fór áreiðanlega í ein- kennilegar gönguferðir. En sumir segja, að helgigangan fylgi ekki þeirri leið, sem hann fór, heldur þræði hún landamerki gamals munka- klsusturs. Menn gengu eftir landamerkjun- " iöfnu 0 — Jólabók AlþýðublaSsins. 1960

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.