Alþýðublaðið - 24.12.1960, Side 29

Alþýðublaðið - 24.12.1960, Side 29
vera ein með Maríu og þegar hún sagði. dag einn, að hún sæi varla Sam lengur, lang- aði mig mest til að sökkva í jörðu niður. Hvorki mér eða Sam líkuðu hávaðasamir veitingastaðir, þar sem danshljómsveitir létu móðinn blása, þar sem verðið var svimhátt og frægir lista- menn tróðu upp, og því skil ég. ekki enn hvers vegna við fórum einmitt á ,,Bajas“ þetta laugardagskvöld. Þar skemmti þá frönsk söngkona sem allir töluðu um, og Sam hafði stungið upp á, að við færum og hlustuðum á hana. — „Hefurðu komið hingað áður?“ spurði hann. Eg hristi höfuðið. — „Áður var ég hér af og til með Maríu,“ sagði hann. „Hér var píanóleikari, sem hún var svo hrifin af.“ — ,,Það er skemmtilegt hér,“ sagði ég og horfði í kringum mig. — „Komdu, við skulum dansa,“ sagði Sam skyndi- lega. „Eg hef aldrei dansað við þig fyrr.“ Ekki er hægt að segja að hann hafi verið neinn listadansari, en hann var hæfilega hár fyrir mig og dansaði hægt og örugglega, svo að mér líkaði vel að dansa við hann. Hami lagði kinn sína við enni mitt og ég lok- aði augunum og óskaði að allt. gæti verið jafneinfalt og in- dælt sem þetta. Þegar syrp- unni lauk, sá ég að fieiri voru komnir. Við settumst og hvorugt okkar sagði eitt eða neitt. — „Sam,“ sagði ég skyndi- lega. „Eg vil segja Maríu af okkur.“ Sam kinkaði kolli hægt. ,,Mér finnst ljótt að fara bak við hana á þennan hátt. Eg ætla að leggja spilin á borðið og vona það bezta,“ sagði ég. — Það þykir mér vænt um, Lisa,“ sagði hann og lagði hönd sína á mína. — „Heldurðu að hún muni ekki vilja vera vinkona min áfram?“ spurði ég. „Eg vil ekki missa vináttu hennar.“ ,,Eg held, að þú gerir of mikið úr þessu, Lísa,“ sagði Sam. „María er mjög skyn- söm stúlka og þar að auki þyk ir henni mjög vænt um þig. Heldurðu virkilega að hún muni leggja hatur á þig fyrir þetta?“ — „O, það hefur þá gerzt fyrr,“ sagði ég. „Tryggð er 6- frávíkjanleg krafa milli \ún- kvenna, a.m.k. milli raun- verulegra vinkvenna. Hugs- aðu þér bara að ég skuli eiga eftir að standa frammi fyrir Maríu og segja henni, að ég sé fús til að gera allt það sem í mínu valdi stendur fyr- ir hana nema sleppa þeim manni, sem ég er hrifin af.“ —■ „Lísa, það er dálítið sem ég verð að segja þér.“ — „Hvað er það,“ spurði ég og vissi hvað hann vildi segja. Eg byrjaði að skjálfa. — „Eg elska þig.“ Hann ætlaði að segja eitthvað meira. en svo lokaði hann munninum og horfði á mig. —• „Eg elska þig líka,“ sagði ég. — „Giftumst og eignumst eigið heimili,“ sagði hann. — „Þegar þú vilt,“ sagði ég hrærð. Við sátum og störðum hvort á annað, rétt eins og við tryðum hvorki augum okkar eða eyrum. —• „Heyrðu,“ sagði hann. „Við skulum fá okkur kampa vín. Það verður að halda upp á þetta.“ Hann snéri sér við til að kalla þjóninn og horfði þá beint í augu Maríu sem rétt í þessu gekk fram hjá borðinu með þrem öðrum. — Andlit hennar stirðnaði og varð hvítt og hún leit star- andi augum frá Sam til mín. Sam stóð upp. „María, viltu ekki setjast?“ María kynnti alla viðstadda hljómlausri röddu. — „Þökk fyrir,“ sagði hún síðan. „En það get ég ekki. Við höfum þegar pantað borð.“ Hún horfði ekki á mig, og mér fannst ég vera orðin ísklumpur hið innra. Sam borgaði reikninginn og við röltum af stað heim, döpur og niðurbeygð. Hann tók um axlir mér og snéri sér að mér er við stóðum við dyrnar heima. — „Leiðinlegt,“ sagði hann. „Þú hefðir sagt henni þetta í fyrramálið.“ — „Það verður annað upp á teningnum nú,“ sagði ég lágt og snéri andlitinu burt. — „Eg hefði ekki átt að hætta á að fara á „Bajas“.“ sagði haim. „María hefur allt af verið hrifin af staðnum.“ „Nei,“ sagði ég biturlega. „I framtíðinni skulum við halda okkur að smástöðum, þar sem ekki er hætta á að við rekumst á kunnuga.*4 —• ,Júsa,“ sagði hann. „Hvers vegna segir þú annað eins pg þetta? Hvenær eigum við að gifta okkur?“ — „Við skulum ekki tala um það nú.“ Hann kyssti mig og ég fór inn. Lengst af næt- ur lá ég vakandi og hugsaði um hvað ég ætti að segja Maríu, hvernig ég ætti að orða það og um morguninn var ég dauðþreytt og hefði viljað gefa allt í heiminum fyrir að fyrirhugað samtal væri að baki. Eg gekk inn á skrif- stofuna hennar án þess að fara úr kápunni. María bauð góðan dag, án þess að brosa. Eg settist á venjulegan stað — en mér leið illa. — „Maríabyrjaði ég. „Eg hefði átt að vera búin að segja þér allt um þetta.“ — „Já, hvers vegna varstu ekki búin að því?“ „Eg var hrædd. Við höfðum ákveðið að hittast ekki, svo að ekkert var frá að segja. En svo vorum við alltaf að hittast og svo--------jæja, ég þorði ekki að segja það. Framhald á bls, 47 > S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s FRÁ finnland BlaSapappír Bóka- og skrifpappír Umbúóapappír Smjörpapptr Saiernapappír Pappírspokar Pappi iil iinaSar ÁRNASON & CO. Hafnarstræti 5 - Sími 2-22-14 s \ s s s s s s > s s V I s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Jólabók Alþýðublaðsins 1960 Í9

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.