Alþýðublaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 24
ÁRIÐ 1951 kom út í Englandi bók eftir frægan «;
enskan rithöfund, Richard Aldington, um stríðs- \\
hetjuna frægu, T. E. Lawrence. Lawrence varð ij
frægur mjög fyrir þátttöku sína með Arabaher- !>
sveitunum í fyrri heimsstyrjöldinni. Bók Ald- !•
ington hefur þó orðið til þess, að T. E. Law-
rence er ekki lengur talinn stríðshetja. i|
24- Jólabók Alþýðublaðsins 15)60
Thomas Edward Lawrence
fæddist í Wales í Englandi
15. ágúst 1888. Hann var næst
elztur fimm bræðra. Faðir
hans var áhyggjulítill og vin-
gjarnlegur maður, er elskaði
veiðar og útreiðar. Móðir
hans var höfðingjasleikja,
trúóð kona, sem keyrði sín-
ar æðislegu trúarkenningar í
synina.
Thomas litli var mjög bráð,
þroska, bæði til líkama og
sálar. Fimm ára gamall var
hann allæs. Enda þótt hann
væri lítill vexti var hann þá
þegar góður íþróttamaður, af-
bragðs reiðmaður og prýði-
legur sundmaður. Hann var
16 ára gamall, er hann gerði
uppgötvun, er hafði svo ó-
endanlegar afleiðingar fyrir
allt hans líf. Hann komst að
raun um að foreldrar hans
voru ekki gift og að nafn föð-
ur hans var ekki Lawrence,
heldur Chapman. Faðir hans,
Thomas Chapman, var af
auðugri landeigendaætt í
írlandi. Þar hafði hann verið
kvæntur stúlku af svipuðum
stigum og átti fjögur börn
með henni. Þá kom dag nokk-
urn ung hjúkrunarkona að
nafni Sarah Junner til heim-
ilis þeirra hjóna. Er skemmst
frá því að segja, að Chapman
og Sarah Junner urðu ást-
fangin og flúðu til Englands,
þar sem hann tók upp nafnið
Lawrence. Áttu þau þar sam-
an fimm syni, og er T. E.
Lawrence, söguhetja vor, —
einn þeirra. Hann brást við
frétt þessari með æðislegum
hætti. Hljóp hann að heiman
og gekk í brezka herinn.
Foreldrar hans komust þó
brátt að dvalarstað hans og
fengu hann lausan vegna
æsku hans. Lawrence varð
samt aldrei samur maður aft-
ur. Þótt hann væri vingjarn-
legur í garð móður sinnar,
gat hann aldrei fyrirgefið
henni það er gerzt hafði.
Brátt fékk hann einnig andúð
á öðrum konum og hún náði
til allra kvenna. Kynhvöt
hans beindist síðan aldrei til
kvenna og má það hiklaust
rekja tiþ fyrrg^ejtadrar
reynslu hans.
Átján ára gamall fór Law-
rence í Oxford-háskólann.
Meðan á dvöl hans stóð þar,
átti hann mjög erfitt með að
umgangast aðra stúdenta, er
flestir voru af háum stigum,
vegna leyndardómsins mikla
um uppruna hans. Eftir að
hann útskrifaðist fór hann í
nokkra fornfræði-leiðangra
til Austurlanda um nokkurra
ára skeið. Þegar heimsstyrj-
öldin fyrri brauzt út, var
hann 26 ára gamall og var
þá í Englandi.
Hinn 23. október 1914 var
Lawrence gerður að lautin-
ant í landakortadeild brezka
hermálaráðuneytisins. Litlu
síðar hófu Þjóðverjar mikla
sókn á vígstöðvunum í Frakk
landi og flestir ungir menn í
ráðuneytinu gengu í herinn.
Þó var einn undantekinn: T.
E. Lawrence. Hann var kyrr
þrátt fyrir hörð gagnrýnis-
augu liðsforingjanna gömlu
er með honum voru. Er
Tyrkland gekk í stríð með
Þjóðverjum ákváðu Bretar að
opna sérstaka skrifstofu
leyniþjónustunnar í Kairo.
Vegna kunnáttu sinnar í ara-
bisku var Lawrence strax
fengið verkefnið þar. Lítið
var þó um liðsforingja þar
og hækkaði hann því fljótt í
tign. Aðeins sjö vikum eftir
þangaðkomu sína hafði hann
hækkað úr tign lautinants í
majórs. Hann stjórnaði þar
kortagerð leyrjiþjónustunnar
og áður en hann vissi af, var
hann kominn á bólakaf í
njósnastarfsemina. Við starf
sitt í Káiro var hann í tvö
ár. Tvö atvik gerðust þar, er
sköpuðu honum andúð sam-
starfsmanna hans í brezka
hernum. Hið fyrra var með
þeim hætti, að í írak hafði
fjölmennum rússneskum her
tekizt að ná borginni Errer-
um úr höndum fámennrar
tyrkneskrar liðsveitar. Law
rence tók strax að gorta af
því við samsatrfsmenn sína,
að hann hefði persónulega
tryggt uppgjöf borgarinnar
með samböndum sínum við
arabiska höfðingja. Þetta
gort reyndist síðan vera hrein
ósannindi. Hitt atvikið var
það, að skömmu eftir fall Er-
rerum, tókst brezka flotanum
að ná hinum mikilvæga hafn-
arbæ Alexandretta úr hönd-
um Tyrkja. Lawrence tók
strax að láta það í ljós, að
þessi aðferð hefði verið sam-
kvæmt hans tillögu, er hann
hefði komið áleiðis til yfir-
boðara sinna. Sannleikurinn
1 þessu máli var sá, að þetta
hafði verið fyrirhugað um
nokkurt skeið og á ráðin
höfðu þeir lagt Maxwell hers
höfðingi og Kitchener lá-
varður. Ástæðan fyrir því, að
Lawrence vildi reyna að
eigna sér nokkuð af því er
ávannst, var sú, að þar sem
talsvert af aðal-leyndarmál-
um fóru um hendur hans,
vegna þeirrar stöðu, er hann
gegndi, gat hann komizt að
hvað var í bígerð og síðan
krafizt hlutdeildar í því er
gerðist, látandi sem svo að
hann persónulega hefði kom
ið þessum ráðagerðum til
yfirstjórnandans.
Árið 1916 kom fornleifa-
fræðingurinn D. C. Hogarth
til Kairo sem yfirmaður um-
ræddrar skrifstofu, en ásamt
honum stjórnaði henni víð-
frægur stjórnmálamaður og
araba-fræðingur, Sir Ronald
Storrs að nafni. Um svipað
leyti kom þangað einn bezti
hershöfðingi Breta, Allenby
marskálkur, og átti hann að
stjórna brezku herjunum í
Austurlöndum nær. í kjölfar
hans komu brezkir hermenn
svo tugþúsundum skipti. —
Brezka stjórnin var staðráðin
í að reka Tyrki burt úr öllum
Arabalöndum og helzt að reka
fléyg inn í Tyrkland_sjálft.
____■ ...
<>
o