Alþýðublaðið - 24.12.1960, Side 11

Alþýðublaðið - 24.12.1960, Side 11
 væri. Hó gaf greið svör: Ég er Hó Fun frá Flugfélagi Kína. Ég flýg Douglasvél. Ég hef mikið af hvítum konum !• um borð. Ég er benzínlítill. í»ið látið sjúkrabíla og f- slökkviyagna vera til taks, og 1; látið mig hafa nóg pláss. Ég r'; get ekki tekið hringflug; kem ■; beint inn. ■ ■ - ' ! Turninn svaraði, að næsta i; hálftímann ættu fimmtán flugvélar að lenda og hann kæmist ekki að fyrr en seinna. Hó kallaði þá á eina konuna og sagði henni að koma vitinu fyrir þá. Hún þreif tölunginn. Rödd hennar var hás af æs- ing: Ég heiti Norah Marshall, sagði hún. Ég er ensk. Ég er um borð í Douglasvél sem lagði af stað með yfir sjötíu konur og börn frá Míitkína- vellinum í Burma síðdegis í dag. Við erum að verða benzín- laus og við erum að tapa flug- hæð. Við komum inn til lend- ingar. Flugstjórinn er Hó Fun frá Flugfélagi Kína. Undirbú- ið allt til lendingar á stund- inni svo við getum komið beint inn. Látið okkur hafa nóg pláss og nóg ljós. Við höfum engin lendingarljós og vélin er hálfónýt. Hún er öll bætt og stöguð. Rumar konurnar eru fárveikar. Hafið sjúkravagn- ana við hendina. í heyrnartækjunum heyrði hún einhvem segja: Jesús Kristur, full vél af konum frá Burma. Hvar komum við þeim fyrir? Hreinsið loftið. í guð- anna bænum rekið allar and- skotans vélar í burtu. Síðan varð þögn. Norah Marshall rétti Hó Fun heyrnartækin. Hann brosti. „Þú ýttir við þeim.“ „Ég ýtti við þeim,“ sagði Norah Marshall með tár- in í augunum. í þessu sá Hó borgarljósin, eina ósundur- greinda heild og Hó lækkaði flugið enn. Hann sendi Mar- shall aftur í til að biðja kon- urnar að halda sér vel. Þær höfðu meiðst og kastazt til í flugtakinu. Hann vildi ekki að það endurtæki sig. Vélin var nú aðeins nokkur fet frá jörðu og þegar fyrstu ljós lending- arbrautarinnar runnu hjá, snertu hjólin jörð. Hún hopp- aði einu sinni, en rann síðan mjúklega eftir brautinni, unz Hó steig á hemlana og stöðv- aði hana með rykk. Sjúkra- vagnar og brunabílar runnu ýlfrandi upp ao vélinni um leið og hún stanzaði. Konu- urnar voru allar komnar í sjúkrahús eftir hálftíma. Eng- in þeirra reyndist alvarlega veik Þegar konumar ætluðu að finna Hó Fun til að þakka honum fyrir, var liann hvergi einhverjir yfirmenn úr her Sjang Kai Sheks hefðu tekið hann með sér og hjá þeim sæti hann nú í veizlu. En skömmu fyrir dögun var litli Kínverjinn kominn aftur til flugturnsins. Hann var brösaridi út að eyrum og sagð- ist vilja fljúga aftur til Burma. En þeir í turninum höfðu enga flugvél handa hon- um. Einu vélamar á vellinum þennan morgun, voru til hern- aðarþarfa, nema hvað gamli Douglas-rokkurinn var þarna. „Ég fer í Dakota,“ sagði Hó. „Þið látið gera við vængina og svo fer ég.“ Einhver yfirmaður tilkynnti honum snúðugt, að það tæki vikur að gera við vélina. Hó kvaðst ráða yfir þessari vél, enda hefði hann hirt hana, þar sem hún hafði legið ónot- hæf og yfirgefin og hann sagð- ist fara þegar honum sýndist. „Ég flaug hiúgað.frá Míit- kína.. Ég flýg aftur til -Míit- kina og sæki fleira fólk og til andskotans ;með ■ ykkúr, já.“ Vélin hafði verið; fyílt '-af benzíni án þess flugumsjónin hefði hugmynd um. Þeir horfðu á Hó Fun ganga að vélinni, og vissu að hann kæm- ist ekki langt á henni benzín- lausri. Þeir voru ekki eins vissir um þetta atriði, þegar þeir sáu hreyflana fara í gang, og Hó -aka vélinni á næstu flugbraut. Himininn var heið- skýr og Hó Fun krafðist flug- taksleyfis. Einhver í flugturn- inum gaf honum leyfið. Vélin jók hraðann smám saman. Hún var næstum komin á loft, þegar mikil sprenging kvað við. Hægra hjólið hafði sprungið og vélin snúizt með þeim afleiðingum, að væng- bfoddur snerti jörð og vélin fór á hvolf. Eldur gaus upp og þegar, slökkviliðið kom á vett- vang var það-of.-seint. Vélin váy órðiji að líkfararbájí mesta flugmanns, sem Kína hefur npkkrri sinrii álið-. ’ Það serri fanrist af líkams- leifum Hó Fun var jarðsett daginn eítir. Allar konurnarr nema sjö sem voru of veikar til að fylgja honum, gengu á eítir kist.u hans. í ræðu sinni bað presturinn Hó Fun afsök- unar á þeim vandkvæðum að harin skyldi stýra jarðarför svo mikils manns. Aðrir ílugmenn héldu áfram björgunarstarfi Hó Fun. En enginn komst í spor litla Kín- verjans frá Flugfélagi Kína, er flaug nær ónýtri Douglas- vél sem hann hafði ekki haft stjórn á áður, eftir að hún hafði verið vafin lökum yfir götin, og siðan hlaðin langt úr hófi, og meir en þekkst hefúf‘ fyrr eðá síðar. REYKVÍSKUR tögfræð- inguri, sem finnlst iejins Og fleirum gott að fá sér í staup inu, vérður stundum fyrir því óláni að drekka frá sér ráð og rænu, Konan hans kvað taka þessu með rósemi. Einu sinni eru gerðir út tveir lögfræðingar til lög- tveir lögregluþjónar til lög bréf frá yfirvöldunum. Þeir hringja dyrabjöllunni og konan kemur til dyra. Þeir spyrja hvort lögfræð ingurinn, sem þeir nafn- greina, eigi heima hérna. Já, ansar konan. Gjörið s\t> vel og berið hann inn. TAHDUR léttir og flýtir uppþvottinum og skilar leir og borðbúnaði fitulausum. TÁNDUR þvær nælon og önnur gerviefni — ull og öll viðkvæm efni sérlega vel. TáHÐUR er tilvalið til gólfþvotta og hreingerninga og fer vel með málnirigu, lakk og aðra viðkvæma hluti. T A N D U R gerir fandur hreint. -■-■t nmmn •• ---------------—--------------- • Jólabók AlþýSublaðsins 1960 —

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.