Alþýðublaðið - 24.12.1960, Side 27
ÞEGAR við vorum táning-
ar áttum við málshátt er
hljóðaði eitthvað á þessa
leið: Hugsaðu þig vel um áð-
ur en þú reiðir þig á annan
en sjálfan þig og hugsaðu þig
tvisvar sinnum vei um, áður
en þú reiðir þig á sjálfan þig.
Reyndar vorum við ekki al-
veg viss um hvað þetta
þýddi. Okkur fannst samt
hann vera svo „fullorðins-
legur“ eða „þroskaður“ og
við gerðum mjög strangar
kröfur til tryggðar og eðli-
legrar hegðunar. Það var ó-
eðlilegt að fara út með strák,
sem ein vinkona manns var
hrifin af — væri svo komið,
að strákur væri tekinn til við
að bjóða einhverri vinkon-
unni á bíó eða þess háttar, þá
vildum við hinar alls ekkert
skipta okkur af honum á þann
hátt og í þokkabót var það
siðferðileg skylda okkar að
skýra vinkonunni frá því, ef
hann reyndi að bjóða éin-
hverri annarri út — og jafn-
vel þótt það kæmist aldrei
svo langt.
— „Það er náttúrlega ekki
skemmtilegt að þurfa að
segja frá því, en---------“,
sagði maður þá. „í gærkvöldi,
á dansæfingunni dansaði ég
við Pétur og hann hélt svo
óþarflega fast utan um mig.
Eg held að hann sé ekki sá
sem þú hélzt að hann væri,
Lotta!“
Það eru nú liðin mörg ár
síðan þetta var, en nú sat ég
og minntist alls þessa svo vel
meðan ég talaði við skrif-
stofustjórann. Hún var inni á
minni skrifstofu þegar sím-
inn hringdi ■— og ég roðnaði
og hendurnar skulfu, þegar
ég tók símtólið upp.
— „María,“ sagði ég, „ég
kem inn til þín með teikning-
amar eftir fimm mínútur!“
Hún stóð upp dálítið undr-
andi og fór og ég gætti þess
að dymar hefðu lokast vel á
eftir henni, áður en ég tók
að tala í símann. Eg vissi að
Sam var þar.
Þegar ég var sautján eða
átján ára átti ég mjög góða
vinkonu sem hét Berit Tell-
er. 'Við gátum talað um allt
mögulegt, hvað við vildum
verða, um lífsins venjulega
gang, um bækur og tónlist. —
Mér líkaði miklu betur við
Berit en nokkra aðra vin-
konu mína, enda voru þær
flestar uppteknar af strákum
og fötum. — Samt megið
þið ekki halda að ég hafi
ekki kært mig neitt um
stráka, því að það gerði ég
einmitt. Það var einkum einn
sem hét Reidar Steinn.
Hann las læknisfræði og
vann eins og hetja til að fá
góð próf, en í öllum sínum
tómstundum var hann með
mér. Berit spurði mig stöku
sinnum eftir honum, hvort
hann væri gáfaður, hár og
hvort hann hefði kysst mig.
Og ég sagði, að hann væri hár
og ljós yfirlitum og dansaði
mjög vel. Hann væri óska-
draumurinn og ætlaði að
verða læknir.
— „Vertu ekki dreifbýlis-
leg,“ sagði ég. Auðvitað hefur
hann kysst mig. Við, sem er-
um saman tvisvar, þrisvar í
viku!“
Þau hittust ekki fyrr en ég
hafði þekkt Reidar í heilt ár,
og það var ekkert undarlegt,
því að venjulegast var hvort
um sig með eigin kunningj-
um í viðkomandi klíku og
Berit var líka með öðrum
vinum sínum og vinkonum.
Eg hitti aldrei neinn af
kunningjum hennar.
Þennan vetur ofkældist ég
heiftarlega og varð að vera
í rúminu í tvær vikur. Berit
kom oft og spjallaði við mig,
og svo var það eitt laugar-
dags-síðdegi, er Berit ætlaði
að fara, að ég sagði;
— „Geturðu ekki verið hér
í kvöld. Reidar kemur og það
væri svo skemmtilegt, ef þið
hittust. Eg hef sagt honum
svo mikið Um þig.“
— „Meinar þú það virki-
lega, Iisa?“
— „Nú, auðvitað, mann-
eskja. Skelfing ertu dreif-
býlisleg!"
— „Allt í lagi, þá verð ég
kyrr. Gæti verið gaman að
hitta hann einu sinni.“
Þetta v/ir tregjhi3)»ga
skemmtilegt kvöld. Við
spiluðum á grammófón og
mösuðum saman og ég var
hreykin yfir því hvað Berit
var kurteis og fyndin. Þegar
Berit varð að fara fylgdi
Reidar henni { strætisvagn-
inn. Viku seinna kom Berit
og sagði að hún vildi spyrja
mig nokkurs.
— „Hefurðu nokkuð á móti
því að ég fari út með Reid-
ar? Hann hringdi í gær og
spurði hvort ég hefði nokkuð
fyrir stafni á föstudag.“ Eg
starði á hana og gat ekkert
sagt. „Lísa“, sagði hún, al-
varleg, næstum biðjandi, „þú
ert þó ekki virkilega hrifin
af honum, ertu það?“
„Og þótt ég væri, hvaða
máli skipti það fyrir þig.“
sagði ég og var kalt innvortis.
„Eif ég hefði haldið að svo
væri, myndi ég ekki einu
sinni hafa nefnt þetta, Lísa.
En mér líkar svo sérstaklega
vel við hann,“ sagði Berit.
„Eg hélt þú værir sönn vin-
kona, Berit. Eg hefði aldrei
trúað þér til að vera undir-
förul,“ sagði ég.
— Ekki fyrr en löngu
síðar varð mér hugsað til þess,
að ég hefði heldur ekki trúað
Reidar til að vera ósannur og
undirförull. „Ja, ég hefði nú
getað látið vera að segja frá
þessu‘‘, sagði Berit mótmæl-
andi. „Mér fannst sannast að
segja þér þetta“ „Og ætlar þú
þá að vera með Reidar?“
spurði ég. Hún leit á mig með
undarlegu, þroskuðu augna-
ráði. „Ég get ekki að því gert,
Lísa. En ég er svo sérstaklega
veik fyrir honum!“
Eftir þetta hætti ég að um-
gangast Berit, jafnvel þótt
hún hringdi einu sinni í mig
og gréti í símanum, en það
var sannlega ólíkt henni. Og
þegar Reidar hringdi eins x>á
hann var vanur, og ætlaði'S#
stinga upp á stefnumóti eitt'
eða annað laugardagskvölrj.
þá kvaðst ég ekki vilja sjá
hann framar og sjálfur vissi
hann hvers vegna. Hann varð
leiður við, og sagði að ég hag-
aði mér eins og krakkakjáni,
en ég lagði símann á og sagði
mömmu að segja mig ekki
heima ef hann hringdi aftur.
Þetta var ósköp erfitt allt
saman og þótt mér fyndist ég
hafa gert rétt langaði mig mik
ið til að hringja í Berit og
biðja hana fyrirgefningar. En
ég gerði það ekki. Hinar vin-
konur mínar sögðu líka, að ég
hefði gert rétt og ef maður
gæti ekki treyst vinkonu
sinni þegar um væri að ræða
strák, sem maður væri með,
þá væri ekkert á hana að
treysta.
Um þetta hugsaði ég, þegar
ég gekk eftir ganginum að
herþergi Maríu með teikning-
arnar í annarri hendi og sígar
ettu í hinni. Ég hafði sömu
óhamingjusömu tilfinninguna
í maganum eins og forðum
daga. Þegar ég opnaði dyrnar
stóð María við dyrnar, há,
þéttbyggð og fögur. Hún var
ein af þeim sem líta afbragðs
vel út, þótt hún sé bara í pilsi
°g peysu. Nú sneri hún sér
að mér og brosti.
,,Fyrirgefðu“, sagði ég.
„Allt í lagi“, sagði hún.
,.það þarf hvort eð er aldrei
neitt um að bæta á þínum
teikningum.“
Hún setti á sig gleraugun,
leit á teikningarnar og setti
stafina sína á þær.
, „Ég er búin með það, sena
átti að gera“, sagði ég. „Eig-
um við ekki að koma og íá
okkur snarl saman?“
„Því miður, Lísa Palmer
kemur eftir augnablik að
ræða við mig um nokkrar
myndir“, sagði hún.
„Allt í lagi“, sagði ég, ,.þá-
sjáumst við á morgun. Eg fer-
nú“.
Ég fór út úr skrifstofu hena-
ar, ekki of hratt og ekki held-
ur of hægt. Nú gat ég hi4*
Sam fyrr en ég hafði reiknað
með, en samt var ég ekki jafa
hamingjusöm með það eins-og
ég hefði búizt við.
Sam sat og beið mín og það
var ósegjanlega dásamlegt"s4
sjá hann aftur. Hann tók fas*
í hönd mína.
„Sæl, elskan, ég er búinnað
panta fyrir þig“.
Við forðuðumst að lítast l
augu og dreyptum á sherry-
glösunum, meðan við hjöluð-
um um það er gerzt hafði
eftir
RITA STORM
Jólabók Alþýðublaðsins 1960 — 27