Alþýðublaðið - 24.12.1960, Side 14

Alþýðublaðið - 24.12.1960, Side 14
s s s s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s y s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s \ s s ^ ÞEGAR æskuvinir hitt- ast eftir margra ára aið- skilnað, cr það auðvitað skylda þeirra að hefja fjörugar samræður — þó að það drepi þá. HEILL OG SÆLL, KÆRI VIN! LG ar á heimleið frá Wilmington um daginn og sat í reykklefanum eða hvað þeir nú kalla það í lestinni, þegar ég heyrði samtal tveggja náunga, sem við skulum kalla Butler og Hawkes. Þeir virt- ust hafa alizt upp í sama þorpinu. Ég vildi óska að ég gæti haft samtalið orðrétt efir, en verð að láta minnið nægja. Það var ár og dagur siðan þeir höfðu sézt, og vel það. „Að mér heilum og lifandi“, sagði Havvkes, „er það ekki Dick Butler!“ „Að mér heilum og lifandi“, sagði Butl- er, „er það ekki Dale Hawkes!“ „A dauða mínum átti ég von“, sagði Hawkcs, „en ekki að rekast á þig liérna í lestinni“. „Nei,“ sagði Butler. „Ég tek eiginlega alltaf númer 28. Ég tók hara þessa lest í kvöld af því ég varð að vera í Wilming- ton í dag“. „Hvað ertu að fara?“ spurði Hawkes. „Hvert annað en til New York“, sagði Butler. „Ég líka. En sú hundaheppni að rekast á þig!“ „Segjum tveir. Stórkostlegt“. Þeir þögðu stutta stund og veltu þessu makalausa láni fyrir sér, þó að fögnuður þeirra lýsti sér að vísu ekki í andlitunum. Síðan tók Hawkes aftur til máls: ,Hvað er langt síðan þú hefur kom- ið til Lansing?“ „Ég?“ svaraði Butler. „Ein tólf ár“. „Ég hef ekki heldur koinið þangað sjálf ur í ein tíu ár. Hvað er langt síðan þú hef- ur verið þar?“ „Ein tólf ár“. „Eg hef ekki komið þangað í tíu ár. Hvert ertu að fara?“ „New York“, svaraði Butler. Ég þarf að skrcppa þangað svo sem einu sinni á ári. Hvert ert þú að fara?“ „Ég,“ spurði Hawkes. „Ég er líka að fara til New York. Ég þarf að skreppa Jólabók Alþýðublaðsins 1960 þangað öðru hvoru fyrir verksniiðjuna“. „Þarftu að fara oft?“ „Ég? Öðru hvoru. En þú?“ „Svo sem elnu sinni á ári. Kemurðu nokkurn tíma til Lansing?“ „Það eru tíu ár síðan ég var þar síðast. Langt síðan þú hefur verið þar?“ „Ein tólf ár. Það er margt breytt síðan við vorum þar saman“. „Já, er það ekki? Skrýtið að ganga um göturnar og þekkja cngan. Manni finnst næstum því að maður sé orðinn gamall“. „Segjum tveir. Ég ráfa imi göturnar og þekki ekki einn einasta mann“. „Langt síðan þú hefur komið þangað?“ „Ég?“ sagði Hawkes. „Ég kem þangað svo sem tíunda hvert ár. Heyrðu annars, hvað er orðið um Kelsey gamla?“ „Hvaða Kelsey?“ ~'s) „Já, hvað er orðið um hann?“ „Kelsey gamla? Blessaður vertu! Ætli það séu ekki ein tíu ár síðan hann dó.“ „Þú segir ekki! Ekki vissi ég það. Og hvað er orðið um dóttur hans? Hana Elinóru á ég við.“ „Blessaður vertu! Elinóra giftist. Mað- urinn heitir Forster eða Jennings eða eitt- hvað þessháttar og er frá GIint“. „Já, en ég á við hina dótturina, hana Lúsíu.“ „Já, hún er gift.“ „Hvcrt eru að fara núna?“ „Ég er að fara til New York fyrir verk smiðjuna“. „Ég verð að skjótast þangað sjálfur svo sem einu sinni á ári — líka fyrir verk- smiðjuna.“ „Kemurðu oft til Lansing?“ „Ég kem þangað svo sem tiunda eða tólfta hvert ár. Ég þekki eiginlega engan nú orðið. Skrýtið að ganga um göturnar og þekkja ekki nokkra sál“. „Segjum tveir. Mér finnst eins og ég hafi ekki alizt þarna upp. Ég geng um göturnar og þekki ekki eina einustu hræðu og veit varla hvað ég á að gera af mér. Ætli þeir séu ekki fleiri nú orðið sem ég þekki í New York en í Lansing”. „Ferðu oft til New York?“ „Nei, varla oftar en einu sinni á ári. Ég verð að skreppa þangað stundum fyrir verksmiðjuna“. „New York er líka breytt“. „Já, hún er alltaf að breytast. Eins og Lansing. Þetta breytist víst allt“. „Ég er ciginlega alveg búinn að gleyma Lansing, Ég kem þangað í hæsta lagi tíu unda eða tólfta hvert ár.“ „Hvað ertu að lesa þarna?“ „Það er bara smágrein £ Sagnfræðingn um. Það er margt býsna gott í Sagnfræð- ingnum“. „Ég hef ekki séð nema eitt eða tvö ein- tök af honum. Þetta hérna, sem ég er með, er um öryggisútbúnað á vinnustöð- um“. „Blessaður skiptu þér ekki af masinu í mér.“jflaltu áfram að lesa maður.“ „Ég er rétt að verða búinn. Þú getur lokið við þetta, sem þú crt að lesa, á með- an.“ ' 1 „Ágætt. Svo tölum við um gömlu dagana á 'eftir. Er það ekki makalaust að við skyldum lenda í sama vagni?“ eftir Ring Lardner \ \ S S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s \ s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s 'Oerndið heimitiyfer.... Farið varlega með eldinn. Jólatrén eru bráðeldfim. Ef kviknar í jólatré, þá kæfið eldinn með því að breiða yfir hann. Setjið ekki kertaljós í glugga eða aðra staði, þar sem kviknað getur í gluggatjöldum GLEÐILEG JOL, FARSÆLT KOMANDI ÁR. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Skrifstofur: Laugavegi 105, sími: 14915, 16 og 17. Dulbjóst og strauk LONDON — Tuttugu og þriggja ára gömul blökku- stúlka, sem dómstó’l í Suður- Ameríku dæmdi 1 fyrra í lb ára fangelsi fyrir vopnasmygl og „samsæri gegn ríkisstjórn inni“, strauk fyrir skemmstu úr fangelsinu og er nú kom- in til Englands. Hún var kennari þegar hún var handtekin, og hafði hlotið menntun sína í Englandi. Hún hefur tjáð fréttamönn- um. að pólitískir fangar séu iðulega pyntaðir í suður-af ríkönskum fangelsum og mis þyrmingar á blökkumönnum algengar. Hún komst undan með því að laumast inn í karladeild fangelsisins, þar sem vinir hennar útveguðu henni fanga búning karlfanga. Síðan var hún þar í þrjár vikur og fór til vinnu með karlföngunum utan fangelsisins. Þá tókst henni að hlaupast úr vinnu- flokknum, var í felum hjá vinafólki í nokkra daga og komst síðan í skip sem flutti hana til Englands.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.