Alþýðublaðið - 24.12.1960, Side 8
SJÖTÍU og ein kona og níu
börn höfðu misst síðustu von-
ina um að sleppa undan Japön-
um. Þau höfðu ásamt mönnum
sínum og feðrum leitað undan
til Míikin-flugvallarins á
Burma og Japanir sóttu hratt
fram til vallarins. Hópurinn
lét lítið á sér bæra morguninn,
þegar saga þessi hefst, eða
nánar tiltekið 7. maí 1942.
Ekki var liðið langt á dag,
þegar japanskar sprengjuflug-
vélar gerðu aðraheimsóknsína
til flugvallarins og vörpuðu
sprengjum á tvær steinsteypt-
ar brautir hans. Þá stóð ekk-
ert eftir af flugturninum eða
bröggunum við völlinn, og
ekki voru heldur neinir til
staðar til að slökkva þá elda,
sem alls staðar loguðu. Hálf
ónýt Douglasvél, sem tveir
brezkir flugmenn höfðu falið
úti á milli trjánna var það eina
sem slapp í hinni seinni heim-
sókn Japana.
Allan þennan morgun hafði
flóttafólk úr suðri og vestri
verið að flykkjast til vallarins.
Þetta fólk hafði ekki frá neinu
að segja nema ógnum og meiri
ógnum.
„Japanir eru að koma“,
hrópaði það, e r það gekk í
gegnum þorpið hjá vellinum.
„Þeir taka ekki nema ungar
stúlkur til fanga, allir aðrir
eru skotnir eða stungnir til
bana.“ Flóttafólkið hljóp við
fót og hraðaði sér sem mest
það mátti áfram í von um að
geta náð til borgarinnar. Ass-
am á undan innrásarhernum,
sem var aðeins í þrjátíu og
fimm kílómetra 'fjarlægð og
mætti lítilli andstöðu.
Þegar sprengjuárásinni á
völlinn lauk, gekk prestur
nokkur út á aðra brautina,
kraup þar niður og bað þess,
að flugvél lenti á vellinum,
sem gæti flutt konurnar og
börnin burtu. Það var eina von
þeirra sem biðu. Fæstir höfðu
þó mikla trú á þessu, og
nokkrir plantekrueigendur
héldu á brott fótgangandi á-
samt fjölskyldum sínum.
Fimmtíu og níu konur og
fjögur börn urðu eftir. Eng-
inn tími var til að skiptast á
kveðjuorðum.
Tuttugu og fimm kvenn-
anna voru komnar mismun-
andi langt á leið, sumar að
fyrsta barni, aðrar að öðru
eða þriðja barni og yngstu
konumar voru um tvitugt.
Fólkið sat þama hjá flug-
brautinni og átti raunar einsk-
is að vænta nema Japana. Þá
sá einn þeirra er biðu, dökkan
depil á himni, sem færðist óð-
um nær. Fólkið flúði í felur,
en flugvélin lækkaði sig og
flaug lágt yfir völlinn og sá
þá fólkið, að hún var merkt
Flugfélagi Kína. Flugmaður-
inn beindi vélinni til aðflugs,
og jafnvel þeir, sem ekkert
þekktu til flugvéla, gátu auð-
veldlega heyrt, að eitthvað
meir en lítið háði hreyflinum.
Flugmaðurinn lenti á yztu
brún annarrar brautarinnar
og stöðvaði vélina á einum
gígbarminum.
Meir en hundrað manns
þusti að vélinni í sama mund
og flugmaöurinn skreiddist
út, bölvandi og ragnandi.
Hann var Kínverji og hneigði
sig kurteislega, þegar menn
byrjuðu að hrópa til hans og
bjóða honum stórfé fyrir að
flytja þá burt af vellinum.
Hann kvaðst með ánægju taka
við öllum þeim peningum sem
honum byðust, en því miður
gæti hann ekki látið hreyfil-
inn ganga á vatni, þar þyrfti
benzín til. Flugmaðurinn
skýrði síðan frá því, að hann
þyrfti að koma áráðandi
stjórnarpósti til Kalkútta, en
hann hefði orðið að fara slík-
ar krókaleiðir til að forðast
japanskar flugvélar, að nú
væri hann strandaður á þess-
um velli, benzínlaus. Þess ut-
an væri þetta ekki farþega-
flugvél og gæti aðeins tekið
tvo fyrir utan flugmann. Síð-
an bætti hann við, að hann
yrði að lenda í Assam ef hann
tæki ekki aukabirgðir af benz-
íni og það þýddi að ekki kæm-
ist nema einn léttur farþegi
með. Samtal hans við fólkið
gekk nokkuð stirðlega, þar
sem flugmaðurinn talaði
ensku lítið. Samt komst það
að því að hann hét Hó Fun.
Hitt vissi enginn, að hann
var aðeins tuttugu og þriggja
ára, hafði flogið um tveggja
ára skeið hjá Flugfélagi Kína,
fyrst sem aðstoðarflugmaður,
en síðar sem flugmaður á
vöruflutningavélum.
Brezkur liðsforingi kom
þeirri spurningu á framfæri,
hvort engir möguleikar væru
á að koma Douglasvélinni á
loft. Hann benti á að vélin
virtist ekki ýkja skemmd, að
vísu væri klæðningin skotin
sundur á vængjum og búk, en
götin væru ekki það stór, að
vel mætti bæta þau.
Flugmaðurinn var strax til
í að líta á Douglasvélina, en
bað nokkra viðstadda að láta
sig hafa benzín á litlu vélina
á meðan, þar sem hann yrði
að koma orðsendingunni til
Kalkútta hvað sem tautaði.
Menn brugðust vel við þessu
og sóttu benzín þangað sem
það var falið utan vallarins.
Aðrir flýttu sér til Douglas-
vélarinnar í fylgd með Hó
Fun. Ekkert virtist athuga-
vert við hreyfla vélarinnar,
en klæðningin á vængjum
hennar var gauðrifin og einn-
ig á stélinu. Hó Fun horfði
lengi á þessa stóru og þungu
vél og síðan á sundursprengd-
ar flugbrautirnar. Að því búnu
sagði hann viðstöddum á sinni
bjöguðu ensku, að hann hefði
aldrei flogið svona vél. Hann
sagðist samt hafa verið að-
stoðarflugmaður á Douglasvél,
sem bróðir hans flaug hjá
Flugfélagi Kína. Annars sagði
hann að það skipti svo sem
ekki miklu máli, þar sem ó-
fært væri að reyna flugtak á
þessari stóru vél á flugvelli,
sem ekki væri annað en
sprengjugígar.
„í guðsbænum, maður, þú
verður að fljúga þessari vél.
Með því geturðu bjargað
mörgum þessara kvenna, sér-
staklega ófrísku konunum,
hinar gætu kannski gengiö
Japanir nálgast!
ÓTRIJLEGUSTU afrek voru unnin af flugmönnum í síðasta stríði við flutninga á flótta-
fólki. Margar sögur eru af þessum afrekuni. Myndin hér að ofan er tekin í Burma á söinu
slóðum og frásögnin gerist. Sá er munurinn, að þessi vél virðist vera heil þar sem hin var
öll sundiir skotin. Fólkið á myndinni bíðui' eftir að komast með henni, og mun allt hafa
sloppið. Á neðri myndinni sést hópur l'ólks — kvenna og barna — flýja undan hraðri
framrás Japana.
g — Jólabók Alþýðublaðsins 1960