Alþýðublaðið - 24.12.1960, Side 18

Alþýðublaðið - 24.12.1960, Side 18
Heimsókn í Málleysingjaskólanum laus heldur kunna þau ekki að nota röddina, vegna þess, að eyra þeirra getur ekki stjórnað henni; Ef þau heyrðu myndú þau geta talað. Hvenær var fyrst farið að kenna mállausum börnum á ísiandi? Það mun hafa verið árið 1865, að stofnaður var málleys ingjaskóli að Þingmúla í Skrið dal. Það gerði séra Páll Páls- son, sem sjálfur var um tíma mállaus, en fékk bata í skóla í Danmörku. Snemma á 17. öld var farið að gera tilraun- ir til að kenna málleysingjum að tjá hugsanir sínar og skilja tal annarra. Gerði þær spánsk ur munkur, Bonet að nafni. Það var þó fyrst 1775. að auð- ugur aðalsmaður, L'Épée að nafni stofnaði málleysingja- skóla í Frakklandi. Kenndi hann nemendunum að tjá hugsanir sínar með táknum og teikningum, auk þess sem hann kenndi þeim fingramál. Fingramálið er þó tæpum tveim öldum eldra og notað svo til óbreytt enn þann dag í dag. Litlu seinna var stofn- aður annar skóli í Þýzkalandi, en þar voru notaðar nokkuð aðrar aðferðir. Samuel Heinc - cke stofnandi hans, reyndi að kenna nemendum sínum að tala, með raddæfingum og varalestri. Nokkrar deilur hafa verið milli þessara tveggja stefna og Frakkar og Þjóðverjar hér á öndverðum meið. Til Norðurlanda barst kennsla mállausra með danska lækninum Kastberg, sem lærði í skóla L’Épée. Aðferð hans varð því mest notuð á Norðurlöndum fyrst í stað, en nú er farið að nota hið bezta úr báðurn. Við viljum gjarnan fá að sjá hvernig kennslan fer fram og Brandur gengur með okkur inn í eina skólastofuna ásamt tveim 5 ára drengjum. Hún er töluvert ólík venjulegum skólastofum. Þar er aðeir.s eitt borð með fáeinum stólum i kring og vekur nokkra undr un að allstór spegill stendur á miðju borðinu, einnig hljóð- nemi, útskorin dýr, búnki af litlum kortum með stöfum á og sitt hvað fleira. Á veggjun um er líka tafla. Kennslan byrjar á því, að fá nemcndur til að segja viss hljóð og stafi og eru ýmsar aðferðir not.aðar 1 SMITIST kona af rauðum Juindum á fyrstu þrem mán- uðum meðgöngutímans, er xnikil hætta á því, lað barnið verði heyrnarlaust, blint cða jneð hjartabilun, sagði Brand- ,ur Jónsson skólastjóri Málleys ingjaskólans fyrir sköniniu í viðtali við blaðamann frá Al- þýðublaðinu. Rauðir hundar, hélt hann áframj gengu hér um 1940 og árið eftir fæddust hvorki tmeira né minna en 11 mállaus ibörn í landinu. Sömu sögu er að segja frá árunum 1954— 1955, er rauðir hundar gengu hér aftur. En árin 1955 og !56 fæddust 9 heyrnarlaus börn, í landinu, sem nú er vitað um. Hér er jim að ræða rrvál, sem margir læknar og almenning- ur hefur ekki veitt þá athygli, sem skyldi. Væri komið í veg fyrir að barnshafandi konur smituðust af rauðum hundum, eða komið í veg fyrir, að þau fóstur fæddust, sem fyrir þessu verða í móðurkviði, er full ástæða að vænta þess að heyrnar- og málleysingjum fækki a.m.k, um þriðjung. Læknar munu ekki á einu máli um réttmæti þeirrar kenningar, að rauðir hundar séu eins skaðlegir fóstrinu og framan greinir, en fjölgunin í Málleysingjaskólanimi, þeg- ar rauðir hundar hafa gengið, talar sínu máh. Við, sem vinn um við að bæta málleysingj- um upp það, sem þeir fara á mis við og tekst það aldrei nema að litlu leyti, hljótum að líta svo á, að það sé helg skylda heilbrigðisyfirvalda og lækna að vaka yfir því með öllum tiltækilegum ráðum, að þessum olnbogabömum lífsins fari fækkandi, Barnshafandi konum verð- ur að vera Ijós sú hætta, sem vofir yfir afkvæmi þeirra, ef þær smitast af þessum sjúk- dómi meðan á meðgöngutíma stendur. Hert heilbrigðiseftir- lit á þessu sviði, bæði bólu- setning kvenna og fóstureyð- ingar, þar sem þeirra er þörf, ásamt aukinni fræðslu tilvon- andi mæðra, mundi kosta þjóð félagið sama sem ekkert, en hins vegar forða mörgum börnum frá því að verða mál- laus alla sína ævi. Þetta er al- gengasta orsökin, en jafn- framt sú, sem auðveldast er að koma í veg fyrir, ef þeim, sem hlut eiga að máli er kun-i ugt um hana. Hverjar eru annars helztu orsakir málleysis? í sumum tilfellum er það arfgengt og oft er málleysi af- leiðing heilahimnubólgu. — Annars eru bömin aldrei radd JIMHHMWVHVHHMMHtMUWMMMMMMMMMMHMIiMMMMMUHMMHMHMMMMMMW Stfákarnir erU * hc*mav*st 1 Málleysingjaskólamun. Þeir heita Benedikt Sigurðsson og Viðar Guðbjartsson. Snotr* r • O Slöunni ustu drengir, finnst ykkur ekki? mvmvvvvvvvvvmvvmmvmmvvmmmvvvmvvvhvmvvmvvmvvvvmvmmmmmmvvvvmmvvvmmvmvmv 18 — Jólabók Alþýðublaðsins 1960 . -n . '..c,;!,,'

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.