Alþýðublaðið - 24.12.1960, Síða 25
HANN VAR MANNA MEST DÁÐUR í FYRRI HEIMSSTYRJÖLD
INNI - EN NÚ HEFUR DÝRÐARHJÚPNUM VERIÐ SVIPT AF
Ráðagerð marskálksins var
hin einfaldasta. Hann ætlaði
að halda með sinn 200 þús.
manna her yfir eyðimörkina
beina leið til Jerusalem og
þaðan til Damaskus. 'Verkefni
hinnar nýstofnuðu skrifstofu
átti að vera það, að auðvelda
herjum Allenley framgöngu
með því að kynda undir upp-
reisn Araba að baki víglínu
Tyrkja, þ. e. á þeirra áhrifa-
svæði. Brezka stjórnin hafði
þegar komizt á snoðir um að
Sharif Hussein, stjórnandi í
Hejas (hið heilaga land Mú-
hameðs,crúarm,ánn,•i,, er nær
frá Mekku til Medina) væri
ákafur í að losna undan oki
Tyrkja. Ennfremur átti Hus-
sein þrjá syni, Abdullah,
Feisal og Said, er allir voru
haldnir talsverðri valdafíkn
og metorðagirni.
Hinn 20. júní 1916 hófst
hin mikla sókn Allenby til
Jerusalem. Hinir hraustu
tyrknesku hermenn vörðu
hvert skref alla leið. Hinn
5. júní 1916 hófst Arabaupp-
reisnin.
Enda þótt Arabar hefðu
gnægð brezkra vopna og
skotfæra, þá stóðu þeir sig
mjög illa gagnvart Tyrkjum.
Þeir voru dauðhræddir við
tyrkneska fótgönguliðið.
Ollu framar voru þeir þó
hræddir við hinn algenga
tyrkneska hermann, hver sem
hann var og hvar sem hann
birtist. Arabarnir settust á
vopn sín og skotfæri og þá
kom áðurgetinn Storrs, ásamt
Lawrence, til Hejaz til að
hressa upp á bardagaskap
Arabanna. Hann skýrði Hus-
sein frá því, að Bretar teldu
sig lausa allra mála, ef Ar-
abar tækju ekki sinn þátt í
stríðínu. Hussein k\«að Ar-
aba vanta meiri vopn, Storrs
kvað Araba þegar hafa feng-
ið 60 þús. byssur og fjöld-
ann allan af léttum fallbyss-
um. Ef þetta væri ekki notað,
þýddi lítið að senda meira.
Hussein kvað þrjá sonu sína
á vígstöðvunum: Abdullah
hernum í frak, Feisal stjórn-
aðý her í Sýrlandi 0g Said
stjórnaði her í Palestinu. Er
þeir félagar fóru frá Hussein
skildu leiðir. Storrs fór til
hers Abdullah, en Lawrence
til hers Feisal. f heimsókn
Lawrence til herbúða Feisal
virðist eitthvað hafa komið
fyrir, sem ekkert er vitað um.
Svo mikið er víst, að í þess-
ari ferð varð hann fús til að
taka beinan þátt í hinni erf-
iðu eyðimerkurstyrjöld Lík-
legasta skýring er sú, að hann
hafi séð möguleika á frægð
— og gripið hann. Hvað
sem um bað er, þá hafði hann
engan áhuga á starfi sínu í
hermálaráðuneytinu lengur.
Er hann var gerður að sam-
bandsliðsforingja við her
FeLal. fór hann þanpað nm-
svifalaust. Á næstu mánuð-
um hlaut Lawrence nokkurn
orðstír vegna framgöngu
sinnar við árásirnar á Hejaz-
járnbrautina. Sannleikurinn
er sá, að fjölmargir aðrir
brezkir og franskir liðsfor-
ingjar tóku þátt í slíkum á-
rásum, enda voru þær næsta
auðVeldgr, þar sem Tyrkir
höfðu lítinn mannafla aflögu
til varnar henni. Allir viður-
kenndu þessir foringjar
hættuleysi þessara ferða, þó
að Lawrence einum undan-
teknum. Meðal brezku liðs-
foringjanna uppskar Law-
rence skjótt háð og fyrirlitn-
ingu með hinni nýju hegðun
sinni. f Kairo eins og í eyði-
mörkinni var hann nú tekinn
til við að bera hvítan Araba-
búning með öllu tilheyrandi.
Jf.lgajngurinn var auðyjáan-
iega að daga að sér athygli
og það tókst.
í eyðimörkinni tóku þeir
sig til eitt sinn, Lawrence
og Feisal, en þeir stjórnuðu
10 búsund manna her, og á-
kváðu að taka borgina Wejh
úr höndum Tyrkja. Brezka
yfirherstjórnin í Kairo lagði
blessun sína yfir þetta fyrir-
tæki og sendi tvo tundur-
spilla á vettvang, þá Hard-
inge og Fox og áttu þeir að
aðstoða Arabana. Hinn 23.
janúar, en þá hafði verið á-
kveðið að aðgerðirnar hæf-
ust, sigldu tundurspillarnir
tveir inn í höfnina í Wejh.
Enda þótt Araba-herinn væri
hvergi sjáanlegur, tóku
tundurspillarnir til við skot-
hríð á borgina. Landgöngu-
sveit 400 Araba undir stjórn
brezks liðsforin^'a, gekk á
land. Ekki voru þeir þó fyrr
komnir þangað en 300 þeirra
leituðu hælis í klettaskúta og
harðneituðu að berjast, en 80
Arabar flúðu út á eyðimörk-
ina. Er þetta fréttist til skip-
anna voru 200 brezkir sjólið-
ar sendir í land og tóku þeir
nú til, ásamt hinum
Aröbunum, að berjast við
Tyrki. Orrustan fékk skyndi-
lega endi er kúla frá Hard-
inge fór í gegn um skotfæra-
geymslu Tyrkjanna og
sprengdi hana í loft upp. Gáf-
ust Tyrkir þá upp. Þeir Law-
rence og Feisal komu til Wejh
tveim dögum síðar, 25. janú-
ar. Skýring þeirra á töfinni
var sú, að vegir hefðu verið
ófærir vegna leðju. Er tund-
urspillarnir komu til Kairo,
komust foringjar þeirra að
því, að sigurinn í Wejh hefði
að undirlagi Lawrence verið
auglýstur sem sigur Araba
og Lawrence!
Her Feisal, er dvaldi um
kyrrt í Wejh, sameinaðist
litlu síðar öðrum her, 4 þús.
manna. Her þessi lagði síðan
í herför til borgarinnar Ak-
aba. Á leiðinni útrýmdu þeir
nokkrum litlum útvarðs-
stöðvum Tvrkja. oo- var það
létt verk, en er til Akaba
kom, gafst tyrkneska setulið-
ið þar upp, 300 manns. Eftir
töku Akaba hraðaði Law-
rence sér til Kairo, þar sem
hann lýsti því yfir, að Ar-
abar hefðu unnið stærsta sig-
ur stríðsins í Akaba, borgin
hefði verið ný Gallipoli og
hann, T. E. Lawrence, hefði
skipulagt og stjórnað öllu
saman. Eftir þetta tók hann
að grobba af hverjum eyði-
merkursigrinum eftir annan
og skýrði Allenby markskálki
frá því, að hann væri snill-
ingurinn mikli bak við alla
Arabaherjana þrjá. Þetta
endaði svo með því, að brezka
stjórnin sæmdi hann sínu
æðsta heiðursmerki, Viktoríu
krossinum.
í stríðslok kom Lawrence
íklæddur Arababúningnum
til Englands og var tekið þar
með kostum og kynjum sem
hinni einu og sönnu þjóð-
hetju. Meira að segja Win-
ston Churchill lét blekkjast
og bauð honum hverja tign-
arstöðuna af annarri, þ.á.m.
landsstjórastöður í írak og
Egyptalandi. Hinni fyrri
gegndi hann um nokkurra
mánaða skeið, hina vildi hann
ekki vegna ritunar ævisögu
sinnar. Þykir hún afbragðsvel
rituð bók og höfundar eins og
Shaw, Maugham og Wells
dáðu hann —- hirm síðast-
nefndi kallaði hann „Cesar —
Shakespeare tuttugustu ald-
arinnar.“ Hann var á frægðar
tindi er hann fékk taugaáfall,
hann gerðist þá nýliði í flug-
hernum og tók að þeysa um
þjóðvegina á mótorhjóli á
æðisgengnum hraða. í . einni
slíkri ferð slasaðist hann til
dauða.
Þrjár ævisögur voru ritað-
ar um hann meðan hann vár
á lífi og áttu allar að vera
óhlutdrægar, en í ljós hefur
nú komið, að þær voru þvert
á móti hinar hlutdrægustu.
Með rannsóknum og viðtölum
við herstjórnendur og gamla
samstarfsmenn hans í Araba-
löndum, hefur nú komið í ljós
að hann átti mjög lítinn hlut
af öllu því er hann eignaði
sér. Feisal sá, er fyrr er
nefndur, sagði jafnvel, að
Lawrence hefði aldrei kunn-
að annað fyrir sér í her-
stjórnarlist, en að setja
sprengiefni undir járnbraut-
arteia! Þá hefur einnig komið
í ljós, að hann eerði ekkert
til að stöðva eða koma í veg
fyrir ógnarleg hermdarverk
hinna villtu jfWaba í styrjöld-
inni, enda hntt harrn hefði
átt hægt með það. Og loks
hefur komið í ljós, að það
var Storrs en ekki Lawrence
er skipulagði Arabaupp-
reisnina.
Bók Aldington, er út kom
1955, hefur þannig svipt
dýrðarhj úpnum af manninum
er var tignaður sem ein
mesta stríðshetjan 1914—T8.
Auto-Lite Rafkerti
í allar vélar.
Bankastræti 6.
Símar: Í5362 — 19215.
-í.
Jólabók Alþýðublaðsins 1960 — 25