Alþýðublaðið - 24.12.1960, Síða 42
JÓLAGAMAN
SJÖ-ORÐA-LEIKUR
Einn gengur á milli sjö
manna, sem viðstaddir eru,
og lætur þá hvisla að sér 7
ariðum. Sá fyrsti á ,að hvísla
að honum karlmannsnafni,
annar kvenmannsnafni, sá
þriðji hvar þau hittust, sá
fjórði hvað hann sagði, sá
fimmti hvað hún sagði, sá
sjötti hvernig það endaði og
sá sjöundi hvað heimurinn
sagði. — Þegar sá, sem geng-
ur á milli, hefur fengið allar
upplýsingar, segir hann sög-
una.
Auðvitað er oft hvíslað
nöfnum 'þeirra, sem viðstaddir
eru, og þá er ekki nema eðli-
legt að sögumaður snúi sér
einmitt til hinna sömu til
að fá nónari upplýsingar um
það t. d. hvað „hann sagði“
eða „hún sagði“, án þess þó
að þau viti, að það eru þau
sjálf, sem um er að ræða.
Sögumaður dregur auðvit-
að enga dul á það, hvar hann
hefur fengið hinar verðmætu
upplýsingar.
FELUNÖFN
xxjxxxxaxx
kxxxxx
xxxxxútxxxxx
xxáxxx
XXi
rxxxx
xxór
jxxxxuxx
xrx
xxfxx
nxxxxgxlx
Hér á að finna 12 dýranöfn.
(Fremstu stafir línanna
mynda eitt nafnið.)
☆
Læknirinn: ,,Hvar funduð
þér fyrst til verkjarins?"
Sjúklingurinn: „Milli Hafn
aríjarðar og Reykjavíkur.“
☆ .
Ari: „Hvað getur maður
sagt um þessa botnlausu og
loklausu ferðakistu?"
Bjarni: „Hún hefur sínar
góðu hliðar.“
gleðilegra jóla,
árs og friðar.
Óskum viðskiptavinum vorum
og öðrum íandsmönnum
42 — Jólabók Alþýðublaðsins 1960
4
4