Alþýðublaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 40
Krakkar! Hér er jólasaga
í myndum. Búið hana til
sjálf! — Bjarni Jensson
teiknaði. * •, ,
Þetta er saga fyrir stóra stráka og unglinga (og
telpum og fullorðnum er svo sem velkomið að
lesa hana líka). En sagan fyrir litlu krakkana
er á bls. 36.
OTTALEG NOTT
EG sat og rabbaði við Ind-
landsfarann. í hlýlegu stof-
unni hans gat að líta marga
failega hluti þaðan að austan.
Meðal annars hékk á einum
veggnum fagurt tigrisdýrs-
skinn, og ég fór að spyrja
hann, hvernig hann hefði kom
izt yfir það.
„Já, ef ég fer að segja þér
frá því, þá myndi ég um leið
segja þér frá hræðilegustu
nótt, sem ég hef lifað. Það er
lygileg frásögn. Fæstir munu
trúa henni. Og þó er hún
sönn.“
„Eg trúi henni,“ sagði ég og
bjóst til að hlusta með at-
hygli.“
Og svo hóf hann frásögn
sína:
„Það var eitt kvöld. Eg sat
í sólbyrgi mínu fyrir utan
bústað minn þarna austur í
Indlandi. Þá kom til mín
þjónninn minn, Pandit að
nafni, og bað mig um leyfi
til þess að mega sofa í næsta
þorpi um nóttina, þar sem
móðir hans lá veik.
Eg gat ekki neitað þessari
fallegu beiðni, því að Pandit
var góður drengur, þó að ég
hins vegar vissi, að þá þurfti
ég að vera aleinn alla nótt-
ina, í margra kílómetra fjar-
lægð frá öðrum mönnum.
Bústaður minn stóð mitt í
akri nokkrum, sem þorpsbú-
ar ræktuðu, og við jaðar ak-
ursins var þéttur kjarrskógur,
sem landsmönnum stóð stugg
ur af.
Áður en Pandit yfirgaf mig,
bað hann mig fyrir alla lif-
andi muni að láta ekki dyrn-
ar standa opnar um nóttina,
en það var ég vanur að gera
vegna hins mikla hita, sem er
þarna austur frá. Pandit
skýrði mér frá því, að þetta
sama kvöld hefði heyrzt hið
geigvænlega hljóð skógar-
guðsins, sem boðaði nærveru
tígrisdýrsins.
Eg sagði honum að hann
skyldi ekki óttast um mig. Eg
hefði riffilinn minn, og hann
myndi bjóða tigrisdýrið vel-
komið, ef það kæmi að heim-
sækja mig.
Þrátt fyrir þessa uppgerðar
dirfsku, sá ég þann kost
vænstan að loka dyrunum,
áður en ég fór að sofa.
Svefnherbergið mitt var
lítið og voru á því tvennar
dyr. Snéru aðrar út að sól-
byrgi mínu, en hinar að borð
stofunni.
Rúmið stóð úti í horninu
við sólbyrgisdyrnar, og
snyrtiborðið mitt stóð við
fótagaflinn á því, svo að með
naumindum var hægt að
smjúga meðfram rúminu. —
Rúmið var þungt og ramm-
gert, en svo lágt, að maður
gat varla komizt fyrir undir
því.
Flugnanet var spennt yfir
rúmið, til varnar bitvargin-
um, eins og tíðkast þarna
austur frá.
Hinum megin við vegginn
stóð klæðaskápurinn minn,
en í honum geymdi ég meðal
annars byssuna mína.
Eg reyndi árangurslaust
að sofna. Að lokum varð hit-
inn svo ofsalegur, að ég
neyddist til þess að fara fram
úr og opna dyrnar og anda
að mér fersku loftinu. Og það
dugði. Eg steinsofnaði.
Ég veit ekki Ihvað ég hef
sofið lengi, en allt í einu vakn
aði ég við eitthvert þrusk,
og mér fannst ég ekki vera
lengur einn í herberginu.
Eg heyrði djúpan andar-
drátt í nánd við rúmið mitt.
Hvað var þetta?
Eg þorði ekki að snúa mér
við til þess að aðgæta, hvað
þetta væri. Mér fannst ör-
uggast að liggja grafkyrr.
Eg vék höfðinu hægt við
og fór að horfa í þá átt, sem
hljóðið kom úr, og sá þá mér
til mikillar skelfingar, að
stórt tígrisdýr lá á milli
rúmsins og skápsins. Tvö
leiftrandi villidýrsaugu störðu
á mig.
Eg varð máttlaus af skelf-
ingu.
Mér kom riffillinn £ hug,
— en það var ómögulegt að
ná til hans. — Tigrisdýrið
lá á milli mín og skápsins.
Það var til einskis að kalla
á hjálp. Enginn hefði heyrt
til mín. Engin mannleg vera
var nálæg. Allir voru óra-
langt í burtu.
Ég var því milli heims og
helju. — En hvers vegna réðst
skepnan ekki á mig þegar í
stað? Hvers vegna lá dýrið
bara svona og glápti á mig?
Jú, ég skildi það. Það var
flugnanetið. Tigrisdýrið sá
hreyfingarlausa ásýnd mína
fyrir innan netið og hélt
sjálfsagt, að hér væri um
gildru að ræða og ég væri tál
beita fyrir sig.
Eina leiðin fyrir mig til
þess að losna úr þessari klípu
var því að liggja grafkyrr og
láta ekki á mér bæra.
Og þarna lá ég hjálparlaus
— ja, ég veit ekki hvað lengi.
Það er ekki erfitt að liggja
hreyfingarlaus undir venju-
legum kringumstæðum, en nú
var það voðalegt, og það var
ekki laust við, að mér fynd-
ist það hálf-skammarlegt.
En skyndilega reis tigris-
dýrið á fætur, rak trýnið í
netið, svona til þess að rann-
saka mig betur. Það kom nær
og nær. — Eg hélt niðri í
mér andanum og þorði hvorki
að hreyfa legg né lið.
En þá varð það — bomm
— að netið féll yfir mig. —
Hallo
krakkar
Ðarnagaman
Alþýðublaðsins
kallar! Hér er
skrýtin mynd
að glíma við.
Tengið saman
punktana ag
sjáið hvað
skeður!
☆
MUmHMHWtMMHWtMMWMMVMMUMIHVMWWMWWMMmmmHHWMMMMWMUV
40 — Jólabók Alþýðublaðsins 1960
1 f