Alþýðublaðið - 24.12.1960, Side 19

Alþýðublaðið - 24.12.1960, Side 19
við það, sem eru einkennileg- ar og framandi fyrir ókunn- uga. Piltarnir taka þátt í kennsl- unni af lifandi áhuga, þótt ekki sé laust við að þeir trufl- ist, þegar Ijósmyndarinn okk- ar tekur til starfa. Þegar barn ið talar í hljóðnemann. sem stendur á borðinu, sést rautt Ijós á öðru tæki í réttu hlut- falli við styrk hljóðsins. svo að barnið geti ,,séð“ hljóðið. Fyrst er reynt að kenna börn- unum einstafa stafi og um leið kennt að þekkja ritmálið. Síðan er þeim kennt að segja heil orð og seinna heilar setn- ingar. Annars gengur kerinsl- an af eðlilegum ástæðum hægt — sérstaklega þegar þeim hlutum sleppir, sem benda má á og eru alveg hlutræn. Jafn- framt er börnunum kennt að anda á réttan hátt. þegar þau tala og látin gera öndunaræf ingar. Kennarinn segir stafinn og barnið horfir á varahreyf- ingar hans og endurtekur síð- an. Hér kemur spegillinn að góðu haldi, því í honum get- ur barnið séð, hvernig það hreyfir varirnar. Mikil' hluti námsins er i því fólginn að þekkja þær varahreyfingar, sem fylgja hverju hljóði, og skilja þannig tal fólks. Sterk heyrnartæki eru notuð við kennsluna, því í mörgum til- fellum er til einhver vottur af heyrn, sem getur þá komið að nokkru gagni. Brandur Jónsson hefur ver- ið skólastjóri við Málleysingja skólann í 17 ár og strax auð- séð, að störf hans einkennast af umhyggju, skilning og ijúf mannlegri festu, og mun hon- um ekki hvað sízt mega þakka þann geðfellda og fi’jálslega blæ, sem yfir skólanum og börnunum hvílir Hann hefur stundað nám í Danmörku, Þýzkalandi og Bandaríkjun- um við þekktar stofnanir fyrir málleysingjakennara. Hversu margir nemendur eru í skólanum? Núna í vetur eru þeir 16 talsins og skiptast í fjórar deildir, með þetta 3,. 4 eða 5 börnum í hverri. Um 1948 voru hér hins vegar 27 börn í skólanum, en tíu þeirra voru fædd 1941, þ. e. a. s. ário eft- ir að rauðir hundar gengu hér. Hver kennari hefur 3 til 5 nemendur í einu. enda er kennslan hér með töluvert öðrum hætti, en í venjulegum skólum. Við verðum að kenna þessum börnum það. ,sem aðr- ir skólar byggja kennslu sína á, hið talaða orð. Það gefur því að skilja, að hver kennari get- ur aðeins haft örfáa nemend- ur í einu og starf hans verður með nokkuð öðrum hætti en venjulegt starf kennara. Börn in eru öll að einu undanskijdu í heimavist hér. Þau fara heirn yfir sumarið og eru víða að af landinu. Skólinn er algerlega rekinn af ríkinu og við störf- um hér fjórir kennarar. í annarri stofu er ung og geðfelld stúlka að kenna TÖLUVERT aðrax* aðferðir eru notaðar við kennslu málleysingja en annarra barna. Málleys- ingjakennarinn þarf að leggja grundvöllinn að því, sem venjulegur barnakennari byggir starf sitt á, hinu rnælta máli. Mállaus börn heyra eltki og því þarf að kenna þeim að nota röddina, án þess að þau geti noklturn tíma heyrt hana. Nám þeirra er því í fyi-stu mest fólgið í því að þjálfa vissar vara- og blásturshreyfingar, sem mynda hljóðin, en samtímis er þeim kennt að skilja varaheyfingarr annarra. Við námið eru notaðar ýmsar aðferðir, sem koma ókunnugum framandi og einkennilega fyrir sjónir. VMfVWWVWWWVWWWMHWWVWWMWWWWWMW w%wmwv mMWWWWMWWWWVWWmW Jólabók Alþýðublaðsins 1960 —

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.