Dagur - 24.12.1945, Blaðsíða 10

Dagur - 24.12.1945, Blaðsíða 10
Al/x. AIA. hlið. Ég horfði á þessar skýjamyndir og gleymdi keppninni. En þar var staddur Hemmings höfuðsmaður, einn eftirlifendanna úr Zeebrugge- herferðinni í síðasta stríði. Hann bauð mér að koma og dvelja í herbúð- unum í Hvítanesi, sem hann stjórnaði. Þessi staður er nokkurn spöl frá Reykjavík, og þangað er farið eftir einhverjum versta vegi veraldarinnar. Þessi vegur lokast á hverju vori í leys- ingunum, þegar jarðföll þokast niður snarbrattar hlíðarnar. Vegurinn ligg- ur um klettótta strönd, meðfram mjó- um fhði. Herbúðirnar höfðu verið reistar á svæði, sem rýmt hafði verið klettum og björgum, og allt efni til þeirra var flutt frá Englandi. Þarna var allt gert til þess að hafa ofan af fyrir mér og láta mér líða vel. Lífið í Nissenkofunum var sæmilega þægilegt og allir unnu saman að því, að gera það eins skemmtilegt og kostur var á. Nóg var að sjá fyrir þá, sem höfðu áhuga til þess. Hægt var til dæmis að klöngrast yfir klettagilin, upp á fjalls- brúnina. Þar uppi er slétta, að mestu þakin lyngi og mosa. Annars staðar voru ógróin björg, og þarna uppi voru rjúpurnar eins gæfar og kjúklingar. Einu sinni fórum við þrír saman um djúpt gil, þar sem sjófuglar verptu, og þar féll árspræna fram af fimm hundr- uð feta háum stalli. Þeir tímar eru liðnir, er landið var skógi vaxið milli fjalls og fjöru, eins og frá er greint í fornsögunum, en hér og þar eru kjarrbúskar lágvaxinna V t ' <1 > birkitrjáa, sem eru nefndir skógar. Er þetta því nær eina trjátegundin, fyrir utan þær, er gróð- ursettar eru heima við hús. Við fjalls- ræturnar er allt þakið blómum. — Þau eru ekki eins fjölskrúðug og á engjum Alpafjalla- hlíðanna, en ekki síður unaðsleg. Við skemmtum okkur stundum við að skjóta á rotturn- ar, er sóttu í rusla- liaugana í kringum herbúðirnar, en aldrei var skotið á selinn, sem stund- um kom upp undir fjöruna. íslending- ar helðu litið slíka veiði illu auga. Sauðfjársmölun hefst seint í septem- ber. Þá fara sauðahjarðir og hestahóp- ar niður hlíðarnar, eru reknar af há- lendinu niðu í dalina, þar sem bænd- urnir fóðra eins margt og heyfengur þeirra leyfir, alt fram á vor, en það sem fram yfir er fer til slátrunar. Sept- ember er flutningatíð. Kríurnar, sem stundum gerðu steypiárásir á mann með skrækjum og hávaða, eru þá á förum, en í dölunum má sjá lóurnar flokka sig til brottferðar. Það var um þennan tíma, sem ég hélt norður á bóginn í Fordbíl. Fáir vegir liggja yfir fjöllin, heldur þræða ströndina, inn fyrir fjarðarbotna og , i iC' K7\ *iX « 'Xf i{ ÍXX 4 XfU aAi ry xi I l V «4 i 'ií X X iMM Morgunstund á Tortunefsbryggju. liæjarbúar kaupa í soðið. — Teikning eftir Thomas Hennell. Tundurduflaslæðarinn „Goldfinch" við bryggju á Akureyri. Séð úr bátakvínni við Strandgötu suður og upp yfir bæinn. Vatnslitamynd eftir Thomas Hennell. fyrir klettótt nes. Einu sinni festum við bílinn í dýki, og þá kom sterkleg- ur bóndi og hjálpaði okkur að ná hon- um upp úr. Seinna komum við að kaffisöluhúsi við þjóðveginn, margar mílur frá kaupstað, og þar var ljóm- andi útisundlaug með heitu laugar- vatni: Það var einkennileg tilfinning, að steypa sér í ylvolgt vatnið eftir að hafa afklætt sig í svalri norðaustan golunni. Þarna var okkur bent á staði, sem fornsögurnar gerðu fræga. Og á þessari leið er elzta kirkja landsins, byggð úr furúviði, en reft með torfi, altari og prédikunarstóll úr gamalli furu í ágætum skandinaviskum stíl. Úti fyrir voru járngrindur umhverfis leiðin, eins og lítil barnarúm, en kirkjugarsgirðingin var með ýmsum litum; rétt hjá er forn bóndabær, og tær fjallalækur streymir framhjá. Við gistum um nóttina í litlu ■ þorpi. Morguninn eftir var fyrsti snjórinn á fjöllum og hæðum. Síminn hafði ekki linnt hring- ingum milli bæjanna alla nótt- ina, því að nú var þörf fyrir hvern mann, dreng og hund til þess að smala fénu til byggða. Réttirnar eru einn stærsti við- burður ársins. Þegar við ókum yfir hæðirnar, sáum við mikla -hrossahjörð í hringlaga rétt í dalnum fyrir neðan okkur. Því næst urðu tugir hesta á vegi okk- ar; þarna voruhryssurmeðfolöld sín. Á næsta augnabliki blasti við okkur mjó steinbrú yfir ár- sprænu, en á veginum voru þús- undir kinda, og á eftir þeim tylft manna og hálfvaxinna drengja á hestbaki, en litlir, svartir fjár- hundar dönsuðu umhverfis hjörðina. Brúin var svo mjó, að ekki komust nema fáar kindur yfir hana í einu, en á næsta Framhald á síðu 00 ■** r, »vs 8 JÓLABLAÐ DAGS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.