Dagur - 24.12.1945, Blaðsíða 13

Dagur - 24.12.1945, Blaðsíða 13
Jólaminning frá Indlandi Eftir JAKOB KRISTINSSON, fyrrv. fræðslumálastjóra Árið 1925 var 50 ára atrnæli Guð- spekiféíagsins. Á þessu tímabili hafði félagið náð allmikilli útbreiðslu og átti félagsdeildir í nálega öllum menn- ingarlöndum lieims. Hver félagsdeild hafði sína sérstöku deildarstjórn, en þær lutu aftur einni allsherjarstjórn, er hafði aðsetur sitt í þorpinu Adyar, sem er skammt frá borginni Madras, helztu hafnarborg á austurströnd Suð- ur-Indlands. Nú þótti forgöngumönnum Guð- spekifélagsins við eiga, að það minnt- ist hálfrar aldar afmælis síns með nokkrunt hátíðahöldum, fundum og fyrirlestrum í Adyar, og var þetta á- kveðið og svo til ætlazt, að hver félags- deild sendi fleiri eða færri fulltrúa til þessara hátíðahalda. Þegar þetta var, hafði íslandsdeild Guðspekifélagsins starfað um nokkur ár, og vildi hún ekki verða eftirbátur hinna deildanna um sending fulltrúa til hátíðarhaldanna. Kom þá svo mál- um, að ég réðst til Indlandsfararinn- ar sem fulltrúi íslandsdeildarinnar og lagði frá landi úr Reykjavík, ásamt konu minni, seint í október 1925. I Feneyjum skildu leiðir. Kona mín dvaldi á Italíu um veturinn, en ég liélt áfram í austurátt, hafði nokkurra daga viðdvöl í Egyptalandi og Gyðinga- landi og kom því ekki til Indlands fyrr en 19. desember. Tveim dögum síðar komst ég á fararenda, til Adyar, sama daginn og hátíðarhöldin skyldu hefjast. Þannig atvikaðist það, að ég átti jólin undir hitabeltissól að því sinni. I. Adyarþorpið og landareignin, sem því fylgir, er um 260 ekrur enskar að stærð. Þar fóru hátíðarhöldin fram, og þar dvöldu fundargestir allir. Þessi landareign er á syðri bakka skollitaðs fljóts, sem er samnefnt þorpinu og all- mikið vatnsfall. En að austan er Ben- galflóinn. Er þar alla tírna ókyrr sjór, og gnýr brim við sanda, bæði dag og nótt. Utfiri er þar talsvert og sjór volg- ur sem nýmjólk, svo að gott er að baða sig þar. Þó verður að viðhafa mikla gætni, því að útsogið er hamramt og hefir stundum orðið að slysi. Meðan ég dvaldi þarna drukknaði þar einn fundarmanna, Indverji ósyntur, sem var að baða sig. Annar náðist, hætt kominn. Sjóböðin þarna reyndust okkur, Norðurálfumönnunum, sem illa þoldurn lofts- lagið, hinn bezti heilsubætir. Landið umhverfis Adyar er skógi vaxið, en allvíða voi'u þar matjurtagarðar, skrautblóma- beð og aldin á trjám, þótt um hávetur væri. Þar eru margir ‘vænir viðir, en mestur og furðulegastur þeirra allra er hinn mikli ban- yan-viður, sem er eins konar fíkju- trjátegund. Hafði ég heyrt getið um tré þetta áður en ég kom til Adyar, en ekki gert mér grein fyrir því, að það gæti verið jafn víðfemt og raun bar vitni um. Laufþak trésins getur skýlt mörgum þúsundum manna. Voru öll erindi fyrir almenning flutt undir þessu laufþaki. Og þótt tilheyr- endur væru stundum um 6000, hefði það vel getað skýlt nokkrum þúsund- um í viðbót. Land er þarna marflatt, eins og víð- ast þar sem ég fór um á Suður-Ind- landi. Hitabeltisgróðurinn er stórvax- inn og að vísu fagur. En liann tekur af útsýni. Og hitamóskan, sem alltaf liggur yfir landinu, gerir það enn minna. Það er fallegt á sinn hátt í Adyar, en ekki stórfenglegt. Varð ég ekki svo ég muni verulega snortinn af náttúru- fegurð þar. íslenzk augu verða varla heilluð af útsýni, sem engin háfjöll hefir innan sjóndeildarhrings, fann- hvít og fagurblá. — Á sumrum er hiti svo mikill á Suð- ur-Indlandi, að flestum Norðurálfu- mönnum verður óbærilegt með öllu að búa þar. En þó að við værum nú í Adyar, þegar kaldast var í ári um hávetrartímann, komust samt sumir að því lullkeyptu. Jóladagana og fram undir áramótin var hitinn alltaf um 30 stig á Celsius í skugga en um 60 stig móti sól, en eftir áramótin varð hann mun meiri. Fyrstu dagana eystra var hiti mér ekki til verulegra óþæginda. En eftir því sem lengra leið þoldi ég loftslagið ver og ver. Flestir aðrir höfðu sömu sögu að segja. Þrjátíu stiga hiti virð- ist svo sem ekki vera neitt ægilegur. En það var hinn mikli raki í loftinu, sem gerði það svo þjakandi. Þeir, sem ovanir eru því, eru alltaf þvalir af svita og verða magn- og fjörlausir, vilja helzt alltaf liggja og sofa. Ef stað- ið var úti á bersvæði um hádaginn, ætlaði maður hreint að örmagnast eft- ir stutta stund. Voru menn því lítið á ferli um hádegið, en sváfu venju- legast og hvíldust. Þriggja vikna tímann, sem ég dvaldi í Adyar, gat varla heitið að dropi kæmi úr lofti. Tvisvar eða þrisvar komu örlitlar skúrir. Framan af degi, frá kl. 6 og framundir 10 var stund- um skýjað loft. Var þá yndislegt úti að vera og mátulega heitt. En um 10 leytið hafði sólin venjulega eytt öll- um skýjum, og mestan hluta dagsins var jafnan skaflieiðríkt og blæjalogn. Tjáði ekki þótt vonir okkar, útlend- inganna, færu í aðra átt. Við óskuð- um eftir vindsvala og skýjum — þessu sama, sem angarað hafði okkur svo oft í okkar heimalöndum. Þeirri lexíu var með ýmsum hætti hamrað inn í okk- ur þarna eystra, að það geta orðið hausavíxl á blessun og bölvun áður en vayir. Flestir okkar, fundarmanna í Ad- yar, fengu meira en nóg af lofslaginu þar. Sumir urðu veikir, fengu ákafa hitasótt og voru fluttir í sjúkrahús í Madras og var óvíst hvenær þeir slyppu þaðan eða hvort þeim yrði öll- uni heimkomu auðið. Hefi ég sjaldan vorkennt nokkrum mönnum meir en þessum sjúklingum, sem svona urðu tepptir í þessu þjakandi loftslagi, gagn- teknir af löngun til að komast heim til sín og sinna. Margir hinna, sem sluppu við sjúkrahúsvist, urðu rneira og minna lasnir og höfðu hita um hríð, og var ég einn í þeirra hóp. Kunningi minn einn ráðlagði mér þá að fara í sjóinn tvisvar á dag. Gerði ég það, varð laus við hitann að mestu og lnesstist mikið, þótt ekki væri líð- anin góð. Ég varð lifandi feginn, er ég komst á braut þaðan. Þó var frá mörgu að góðu að hverfa. Ég naut þar nokkurra ógleymanlegra ánægju- stunda. En ég lifði nú svo mikið í holdinu, að ræður, messur og auðlegar veitingar höfðu miklu minna aðdrátt- arafl fyrir mig, þegar á leið, en kaldara JÖLABLAÐ DAGS 11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.