Dagur - 24.12.1945, Blaðsíða 23

Dagur - 24.12.1945, Blaðsíða 23
Jól mœðra, kvenna, meyja Ritstjóri: PUELLA „Dýrð sé Guði i upphœðum r friður á jörðu og velþóknun yfir mönnunum". JÓLIN eru að ganga í garð. Hátið hátiðanna, sem fyllir hugina gleði og hjörtun kœrleika. — Kvennadálkur Dags sendir .öllum lesendum sinurn — nœr og fjœr — inni- legar jólakveðjur og óskar pess, að jóla- Ijósin megi lýsa og ylja heimili peirra á jólunum, sem nú fara i hönd. GLEÐILEG JOL! Jólin og heimilið Sá í fjölskyldunni, sem hefir mesta möguleika til að gera jólin jólaleg, gera þau að sannri hátíð í hugum allrar fjölskyldunnar, er luisfreyjan. Það er í hennar valdi að skapa ýmsa fasta siði og venjur í heimilinu, í sam- bandi við jólin, þannig að börnin eignist minningar frá jólum í föður- húsum, sem aldrei gleymast. Slíkar minningar eru dýrmætari en margur hyggur, ekki aðeins fyrir einstakling- ana sjálfa, lieldur og fyrir þjóðfélagið í heild, því að þær eiga sinn þátt í því, að ýmsir siðir haldast við, geym ast frá kynslóð til kynslóðar — erfða- venjur skapast, og þær geta reynzt traustari hornsteinar nndir menningu vora en margan grunar. Auðvitað kemst húsfreyjan skammt ein síns liðs. En hana mun áreiðan- lega ekki skorta stuðningsmenn. Allt, sem snertir jólin er í huga barnanna hið skennntilegasta af öllu sKemmti- legu. Og þetta á ekki aðeins við há- tíðina sjálfa, heldur engu síður tím- ann, sem fer í hönd. Það er til ákaf- lega spennandi leikur, sem heitir ,,jóla-undirbúningur“ og það er sá leikur, sem öll börn þurfa að fá að taka þátt í. — Okkar á milli sagt, er ekki alltaf flýtisauki í að hafa þau með, en það má samt ekki taka þetta frá þeim. Lofið þeirn að skera út laufa- brauðið, snúa við kleinunum, raða kökum í kassa o. þ. h. Allra skemmti- legast er þó að fá að baka kökufólk úr piparkökudeigi eða afgöngum hjá mömmu. Einnig mun þeim finnast mjög skemmtilegt að gera við jóla- trés-skrautið: líma hanka á bilaðar körfur o. s. frv. Jólin eru liátíð barnanna fyrst og Iremst. Öll fjölskyldan þarf að hjálpast að, til þess að jólin þeirra verði gleðileg og góð — og þar er móðirin — hús- freyjan, í fararbroddi. Jólatréð Jólatréð er upprunnið frá Þýzka- landi. Þar þekktist Jrað fyrst á 17. öld. Um 1800 kemur það til Danmerkur og 50 árum síðar til Noregs. Gömul trú var, að í hinum sígrænu greinum byggju góðir andar — og, þegar jólin komu, voru trén borin inn, svo að hinir góðu andar gætu dreift sér um stofurnar og haldið friði og vináttu í heimilinu. Á síðustu öld liefir jólatréð breiðzt út unr öll lönd liins kristna heims, þar sem það á að tákna tré lífsins og lífs- kraft náttúrunnar. SKREYTTIR JÓLABÖGGLAR SKEM TILEGIR JÓLABÖG GLA R Mörgm finnst asnalegur „luxus“ að eyða peningum í það að skreyta jóla- bögglana. — Víst er það „luxus“, en hann er ekki asnalegur, því að hann gefur hugkvæmni og handlagni ótæm- andi verkefni að vinna. Auk þess ylj- ar það viðtakanda um hjartaræturnar að finna, að sá, sem böggulinn sendi hafi lagt sjálfan sig í það að gera böggulinn sem skemmtilegastan úr garði. En maður verður að vera svolítið „nem“ í fingrunum til þess arna og nota „fantasíuna“ út í yztu æsar. JÓLAGJAFIR KRINGUM TRÉÐ Skemmtilegur siður er að raða jólabögglunum í kring um jólatréð, og opna engan þeirra, fyrr en að lok- inni jólamáltíðinni. Þá er kveikt á kertunum, • gengið í kring um tréð með börnunum og sungið. Reynir þá oft á þolinmæðina, þegar horft er á JÓLABLAÐ DAGS 21

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.