Dagur - 24.12.1945, Blaðsíða 33

Dagur - 24.12.1945, Blaðsíða 33
Kaupfélag Þingeyinga Stofnsett 1882 Símnefni: Kaupfélag Húsavík Kaupir íslenzkar sjávar og landbúnaðarafurðir Allar útlendar og innlendar nauðsynjavörur jafnan fyrirliggjandi Starfrækir hraðfrystingu fiskjar, sláturhús, rjómabú og lopakembingu Hefir þrjár sölubúðir í Húsavík og útibú í Flatey á Skjálfanda Óskum öllum okkar viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs! hvítan. Hélt ég þá heim til skála míns og þótti furðu gegna að dimmt var og hljótt í flestunr klefanna. Seinna frétti ég, að ýmsir hinna mörgu þjóðflokka, er saman voru komnir í Adyar, hefðu liver um sig haft samkomu fyrir sig og sína og gert sér glaða stund þessa jólanótt. Allt í einu kom mér í hug að reyna að ná mér í ávexti. Þeir fengust stund- um í lítilli btiðarholu þar skammt frá. En þegar til kom, var þar bæði ljós- laust og lokað. Það var óþægilega heitt í veðri, kol- svarta myrkur allt í kring, nema dauf- ur bjarmi frá nokkrum Ijóskerum við götustiginn, sem ég gekk. Enginn maður sást og hvergi nokkurs staðar minnsti jólablær. Allt í einu hrökk ég saman: Það glampaði á sívalan, gul- leitan skrokk, sem hlykkjaðist yfir stíginn. ,,Cobra,“ hugsaði ég og fann til sama hryllingsins og ég varð vana- lega var við, er ég sá slöngu. lig labbaði lieim í klefa minn og kveikti á rafmagnslampanum. Þar voru tveir froskar á gólfinu og eðlur á þeysingsferð um stoðir og langbönd. Mér varð þungt í skapi og mig fór að langa á braut. Maginn f mér átti sinn þátt í því. Þetta var eina jólanóttin, sem ég hefi verið svangur á æfinni. Mér kom í lnig jólagrauturinn og allar kræsingarnar heima, svo að mag- inn varð enn kröfuharðari. Ég tók að hugsa ráð mitt, og allt í einu kom mér í hug, að ég myndi eiga gamlar snapir í fórum mínum. Þegar við hjónin fórum úr Reykja- vík, gaf frú Aðalbjörg Sigurðardóttir okkur eins konar grjáfíkjuost í nestið. A leiðini út vorum við allsjóveik og gekk lítið á ostinn. Þegar við skildum í Feneyjum skiptum við forðanum með okkur. Er mér ókunnugt um af- drif bitans, sem kona mín fékk. En það er af mínum að segja, að ég stein- gleymdi honum, þar til ég rakst á hann á Egyptalandi undir nærfata- bing í tösku minni. Var hann þá orð- inn margkæstur og súr, og hafði ég aldrei haft sálarþrek til að éta hann á leiðinni. En nú tók ég við honum tveim höndum. Því að flest er liey í harðindum. Þegar ég húkti nú þarna á fleti mínu með blikkkassagarm á linjánum, maulandi upp úr honum gamla kex- mola og gráfíkjuostinn Aðalbjargar- naut, gat ég ekki varizt því að brosa. Þetta var svo skoplega ólíkt þeim dýr- lega fagnaði, sem ég þóttist viss um, að vinir og vandamenn teldu mér vísan þessa jólanótt. Er þetta gott dæmi þess, að ekki sé alltaf rétt til getið, er við hyggjum auð í annars garði. Gráfíkjuosturinn gerði kraftaverk að lokuin. Hann saddi mig að nokkru og létti skap mitt. Þannig getur það, sem ætlað var einskisvirði, orðið hjálp- arhella manns. Eftir snæðing var ekki eftir neinu að bíða. Ég tók að tína af mér spjar- irnar og slá um mig skjaldborg með flugnanetinu, því að flugurnar voru óþolandi áleitnar. Sterk heimþrá greip mig. Ég þráði þekkt andlit, svala, kertaljós og jólasálma, og mér varð æðiljóst í huga, að fyrir engan mun vildi ég láta íslenzk vetrarheimkynni í skiptum fyrir þennan indverska dval- arstað. Flugurnar dönsuðu á netinu. íkorn- ar og eðlur runnu í köpp um lang- bönd og bita og froskarnir hoppuðu á gólfinu. En ég leitaði á náðir svefn- guðsins og einsetti mér að fara ham- förum í norðurátt, til snæviþakinna húsa og háfjalla, þangað sem norður- ljósin þjóta í gullroðnum röstum yfir ættjörðu minni og þjóð. JÖLABLAÐ DAGS 31

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.