Dagur - 24.12.1945, Blaðsíða 8

Dagur - 24.12.1945, Blaðsíða 8
Brezkur myndlistarmaöur á Islandi Ferðaþættir eftir THOMAS HENNELL í nokkurn tíma sigidi herflutninga- skipið meðfram kollóttum, stöllóttum fjöllum, sem risu eins og veggur frá sjávarmálinu og minntu á Sínaifjöll, eins og menn kannast við þau á biblíu- myndurn. Litlu síðar vorum við látnir þyrpast i flutningapramma, og hann sígur síðan rólega inn í höfnina, smeygir sér í milli turnanna tveggja, sem standa á hafnargarðsendanum sinn hvorum megin. Þar inni fyrir er óasis, blár og silfurtær, blárri en him- inninn uppi yfir, með dreifðum, há- fleygum ullarskýjum. Þegar litið er til baka yfir flóann, blasir Esjan við; htin er mesta- fjallið í strandfjallgarð- inum og stendur þar, sem hann sveig- ir til suðurs. Hver klettur og sprunga blasir greinilega við auganu, þótt fjar- lægðin sé sjö mílur. En framundan endurvarpa steinsteypu- og bárujárns- byggingar höfuðstaðarins mótordrun- um jeppanna og herflutningabílanna, og dynurinn fyllir bjart, rykmettað sumarloftið. Maður kynnist íslenzku embættis- mönnunum og kaupmönnunum eins og maður væri kominn í skozkt sveita- þorp. íslendingurinn ber virðingu fyrir persónuleika einstaklingsins, og hann er seinn að sýna vinahót og sein- þreyttur til vandræða. Einstaklingur hafði á eigin spýtur gróðursett torgið framan við Hótel Borg með litskrúðugum blómum. En liótelið sjálft reyndist ekki heppileg vistarvera fyrir mig, því að vikulaunin mín hrukku þar aðeins í þrjá daga. Ég knúði því á dvr Hótel íslands; það er skálabygging úr timbri og báru- járni, og fórst gjörsamlega i eldi í fe- brúar 1944. Það gerði enga tilraun til Thomas HcnnelJ er brezkur niyncllistar- maður, sem dvaldi hér í nokkra mánuði á vegum brezka liersins. A s.l. sumri birti brezka Iandfræðitímaritið ferðaþætti Iians frá Islandi, ásamt sýnishornum af myndum þeim, er hann gerði meðan hann dvaldi hér. Kaflar úr grein þessari fara hér á eftir og nokkur sýnishorn eru tekin af mynctum hans. Grein Hennells er yfirleitt mjög vinsamleg í garð lands og þjóðar, þótt smávægilegra mis- sagna gæti sökuin ókunnugleika. Hann hefir liaft mjög glöggt auga fyrir náttúrufegurð Iandsins og hinum sérkennilegu litbrigðum lofts og lands og ritar um þau af djúpri til- finningu og aðdáun. þess áð-sýnast betra en það var, en þyí var vel stjórnað. Þar var að finna bezta bráðabirgðahúsnæðið sem völ var á, því að eftirspurnin eftir húsnæði var miklu meiri en framboðið. Verzlanir í Reykjavík eru dýrseldar, en þær eru góðar. Þar má finna lúxus- varnig, sem hvorki er fáanlegur í Lon- don né New York á stríðstíma. Sjó- menn kaupa slíkan varning og senda heim. Verzlunarmennirnir eru svo elskulegir í viðmóti, að það vegur á móti því, að manni finnist til um hið háa verð. Bókabúðir eru margar og mjög góðar; þar má finna beztu höf- unda enskumælandi þjóða, og skandi- naviskir og íslenzkir höfundar eru mjög lesnir og vel metnir. Við aðal- götuna — og í rauninni er aðeins ein aðalgata, er liggur frá vestri til austurs í gegnum bæinn — spreyta þeir sig á gluggaútstillingum að amerískum sið, en í sjötta eða áttunda hverjum glugga má þekkja einhvern lduta sama farms- ins, venjulega frá Bandaríkjunum. Handverksmenn og smærri kaupa- liéðnar liafast við í skúrbyggingum í íslenzkar typur. Teikning eftir Thomas Hennell. gatnasundum. Þar hittir maður silfur- smiði, útskurðarmeistara, söðlasmiði og skóara. Sums staðar eru búðir, sem selja grávöru, minkaskinn og silfur- reli, sauðskinn og hrosshúðir, og mað- ur rekst á geymsluhús með saltfiski. I skældum skúrræfli við lakara hafnar- hverfið voru tveir forneskjulegir, gamlir menn að tilreiða kindahausa við glóð í kolasmiðju. Varningur þeirra mun hafa verið betri en hann leit út fyrii að vera. Drengir, 10 ára og eldri, virtust geta fengið nóga atvinnu við höfn- ina og annars staðar. Maður rakst á þá alls staðar, stundum með skóflu og haka, sem þeir réðu tæp- ast við. Það var mikið að gera, því að skurðir voru grafnir um götur og torg til þess að leiða lieita vatn- ið, sem á að hita hvert hús í bæn- um. Þessir drengir fá liátt kaup, er þeim ekki kennt að spara. For- eldrarnir telja bezt að láta þá sjálf- ráða, og ef til vill er eitthvað til í jreirri uppeldisfræði. Hcrflutningaskipið sigldi meðfram kollóttum, stöllóttum fjöllum, sem risu eins og veggur frá sjávar- málinu og minntu á Sinai-fjöll — — Séð yfir Hvalfjörð. Málverk eftir Thomas Hennell. 6 JÖLABLAÐ DAGS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.