Dagur - 24.12.1945, Blaðsíða 17

Dagur - 24.12.1945, Blaðsíða 17
Sextíu ára endurminning Félagsmálahreyíing í Eyjafirði Eftir INGIMAR EYDAL I. Á 9. tug síðustu aldar var árferði óhagstætt á landi hér, þó misjafnt væri það nokkuð. Það byrjaði með „frostavetr- inum“ 1880—’81, sem svo hefir verið nefndur, og það nafn verðskuldar hann. Næsta sumar var grasbrestur hinn mesti. Næsta ár var hafís hér fyrir Norðurlandi fram eftir öllu sumri, og fylgdi honum mögnuð ótíð, kuldi og úrfelli, svo að hey nýttust illa og voru auk þess lítil að vöxtum. Ekki bætti það úr skák, að sumarið 1882 gekk yfir landið misl- ingasótt, sem kom hart niður og olli þungum búsifjum. Það, sem einkennir mörg þessara ára, voru hafísar, grasleysi og óþurrkar. Inn á milli komu þó skárri ár, og glæddi það vonir manna um batnandi tírna, en yfirleitt voru fátækt og erfiðleikar manna á meðal mest áberandi á þessu tímabili. Fjárhagur flestra bænda var mjög þröngur og framfarir litl- ar. Helzta ráðið til úrbóta var að spara sem mest, eyða engu nema til brýnustu lífsnauðsynja. Sparnaður og ströng að- gæzla fjármuna var sú lífsskoðun, er mest bar á. Á þessu árabili, sem hér um ræðir, bryddir nokkuð á fé- lagsmálasamtökum í Eyjafirði. Kaupfélag Eyfirðinga er stofnað sem pöntunarfélag árið 1886. Tilgangur {ress var, að almenningur sætti hagkvæmari verzlunarkjörum en ella. Það var sparnaðarandinn, sem þar var að verki. Ekki er það ætlunin með þessari ritgjörð að skýra frá stofnun og starfi þess félags, fræðsla um það efni er þegar fyrir hendi í minn- ingarritum félagsins. Aftur á móti skal hér vikið að annars konar félagssamtökum, er áttu sér stað í Saurbæjarhreppi einmitt á þessu sama ári, 1886. Það var stofnun vínbind- indisfélags í hreppnum. Það var einnig stofnað í sparnaðar- skyni í aðra röndina, þó að siðferðishlið málsins væri að sjálfsögðu ekki gleymd. Annað þarfara var með peningana að gera en að eyða þeim til áfengiskaupa og þar að auki var bæði synd og skömm að ofdrykkjunni. Félagsbundið bind- indi hér um sveitir mun naumast eða ekki hafa þekkst, en hins vegar var drykkjuskapur meðal almennings ekki mik- ill á þessum árum, þegar frá eru skildir fáir einstaklingar, og ekki mundi mönnum nú á tímum blöskra þær upphæðir, sem þá var varið árlega til áfengisneyzlu, ef skýrslur væru til yfir það, en þess ber jafnframt að gæta, að verðgildi pen- inga var þá allt annað en nú er, og allur fjárhagur manna miklu þrengri. Helzti bindindisfrömuður hér nærlendis á þessum tíma var síra Magnús Jónsson í Laufási, svo og Ari Jónsson, bóndi og skáld á Þverá, en báðir höfðu þeir á yngri árum verið ölkærir um of og höfðu því hlotið persónulega reynslu um skaðsemi ofdrykkjunnar. Forvígismenn þeirrar bindindishreyfingar, sem hér verð- ur nokkuð skýrt frá, voru þrír bændur í Saurbæjarhreppi: Benedikt Einarsson á Hálsi, Davíð Ketilsson og Daníel Sig- fússon í Núpufelli. Allir voru þeir á bezta skeiði, prýðilega greindir og sjálfmenntaðir að mestu. Benedikt var skáld- mæltur og söngfróður, og hið síðarnefnda var Davíð einnig. Daníel var mælskur vel, afbragðs glímumaður og fleiri íþróttum búinn. Skal nú hér nokkuð skýrt frá stofnun fé- lagsins og starfi og er þá stuðst við gjörðabók þess, það sem hún nær, en því miður er upphaf hennar og endir glatað; það, sem því verður sagt hér á eftir um stofnun félagsins, er aðeins eftir minni höfundar þessara endurminninga, en ekki byggt á rituðum heim- ildum. En ekki mun síð- ar vænna að halda þessum nær 60 ára minningum til haga, ef þær eiga ekki að gleymast með öllu. Mun þó ef til vill ýmsum finnast að við það væri lítill skaði skeð- ur, en vel má vera, að framtíð- in verði næm á að hirða ýmislegt brotasilfur fortíðarinnar, þó að ekki séu þau stórmerkileg í sjálfu sér. Með það fyrir augum hefi eg ráðist í að skrifa þetta ritgjörðarkorn og fá það birt í jólablaði Dags. II. Sunnudag einn í maímánuði árið 1886 var hópur manna saman kominn í Saurbæ í Eyjafirði. Hafði mönnum verið stefnt þar saman til þess að ræða um stofnun bindindisfé- lags í Saurbæjarhreppi. Áður en til fundarhalds kom, gengu menn í smáhópum út um tún og ræddust við. Brátt kvisað- ist það, að ágreiningur var í liðinu um það, hvort stofna skyldi bindindisfélag eða góðtemplarastúku. Foringi bind- indishugmyndarinnar var Benedikt á Hálsi, en þeir Núpu- fellsmenn, Davíð og Daníel, beittu sér fyrir hinu síðar- nefnda. Síðan hófst umræðufundur í „þinghúsinu.“ Bene- dikt var frummælandi og flutti langa ræðu, en til andsvara var Davíð Ketilsson fyrstur. Deiluefnið var eins og áður er að vikið. Að frumræðum loknum tóku margir til máls af beggja liði, og urðu umræðurnar heitar með köflum. Lýstu margir ræðumanna yfir því, að þeir væru með öllu fráhverf- ir góðtemplarastúkuforminu, því myndu fylgja svardagar og sitt hvað annað, sem þeir feldu sig alls ekki við. Kom í ljós, að þessir menn voru í svo sterkum meirihluta, að stúku- hugmyndin var dauðadæmd. Forvígismönnum hennar þótti súrt í broti, en gátu ekki aðgert. Horfði óvænlega vegna þessa klofnings, en allt fór þó betur en á horfðist. Bindind- isfélagið var stofnað undir forustu Benedikts á Hálsi, en andstæðingarnir sættu sig furðanlega við niðurstöðuna, þeg- ar frá leið, gengu í félagið og urðu áhugasamir og nýtir liðsmenn þar. Félaginu var í upphafi gefið nafnið Sparsemi, en síðar var því breytt og hét eftir það Stigandi. Sveitarblað var gefið út með því nafni um þessar mundir. Lög þau, er félagið setti sér, munu nú glötuð. Það eitt er i'ir þeim vitanlegt, að bindindisheitið náði aðems til árs- fíórðungs, úr því var félögunum heimilt að segja sig úr félaginu, og var úrsögnin bundin við ársfjórðungaskipti. Ekki þótti þetta þó nógu frjálslegt, og var því síðai" breytt þannig, að hver, sem verið hefði í félaginu tilskyldan tíma, mætti segja sig úr því, hvenær sem liann vildi. Enginn sérstakur staður var fyrir fundahöld félagsins. Nokkrir félagsmenn skiptust um að lána eða útvega liús- næði fyrir fundina. Á þessum bæjum voru fundirnir haldn- ir: Saurbæ, Melgerði, Hleiðargarði, Krónustöðum, Hálsi, Hvassafelli, Miklagarði, Núpufelli og Möðruvöllum. í fyrstu var ekkert tillag til félagsþarfa, en síðar var samþykkt að JÓLABLAÐ DAGS 15

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.