Dagur - 24.12.1945, Blaðsíða 25

Dagur - 24.12.1945, Blaðsíða 25
Brezkur myndlistarmaður á íslandi. (Framhald af 8. síðu) augnabliki ruddist öll hjörðin niður í gilið og yfir ána. Áður en varði var hún komin upp á gilbarminn hinum megin og á veginn aftur. Fyrstu þrjá dagana eftir að við kom um til Akurerar var grenjandi stór- hríð og við urðum að hýrast inni við. Langferðabíll tepptist þá í snjónum uppi á heiði og farþegarnir máttu dúsa í honum heila nótt þangað til vegur- inn var mokaður. Uti fyrir gluggan- um mínum stóð liúsráðandinn og tíndi blóðrauð rifsber af búskum, sem voru hvítir af snjó. Eftir nokkurra daga slyddu- og leið- indaveður glaðnaði og kólnaði. Veg- irnir urðu harðir og snjórinn var þurr og marrandi eins og kartöflumjöl. Fjörðurinn langi teygði sig eins og svartblá rönd út á milli snjóhvítra hlíðanna. Frá ströndinni var Iiin drif- Kolavinna á Oddeyrartanga. — Skip í smíðuni. hvíta lína óbrotin upp á tinda krist- allagaðra fjallanna. En norðanáttin var eins og rýtingur , og maður gat ekki staðið lengi og dáðst að náttúru- fegurðinni. Eitt sinn er ég var að mála niður við höfnina kom gamall maður til mín og spurði mig á stirðlegri ensku, hvort ég vildi koma og sjá myndir eftir dótt- urson Iians; drengurinn var níu ára og hann ætlaði að verða listmálari. Þeir bjuggu í litlu liúsi spottakorn frá bænum, uppi undir fjallsrótunum. Enn voru ekki nerna fáir dagar liðnir síðan síðustu heyin höfðu verið hirt af túnum og engjum þar efra. Mynd- ir drengsins voru innblásnar og lif- andi. Ég gaf honum bursta og liti og gamli maðurinn gat ekki þakkað mér nógsamlega. Hann gaf mér gamla skeifu og forna látúnshringju, sem ég nota enn þann dag í dag. Hann sýndi mér fagurt íslenzkt handrit frá 18. öld og fór með mig heim til nokkurra af betri borgurum bæjarins, þar á meðal til systur sinnar, sem var gift kaup- manni. Þau áttu fagran húsbúnað, myndir og útskurðarverk eftir núlif- andi íslenzka listamenn. Þar bragðaði ég nokkra af réttum þeim, sem eru einkennandi fyrir ísland og sérstak- lega Ijúffengir. Má þar fyrst nefna skyr, sem búið er til úr rjóma og borð- að með sykri. Kaffi og kökur eru venjulega sælgæti í íslenzkum heimil- um og hinn venjulegi vottur gestrisni. Á heimleiðinni fórum við um Seyð- isfjörð og síðan til Hvalfjarðar. Seyð- isfjörður er dimmblár og djúpur og þar skín sólin ekki á vetrum. Snjólína er jafnan á fjöllunum, færir sig niður í flæðarmál þegar vetra tekur. en hörf- JÓLABLAÐ DAGS 23

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.