Dagur - 24.12.1945, Blaðsíða 31
JÓLAMINNING FRÁ
INDLANDI
(Framhald a£ 12. síðu).
ormsins. Segir ekki af þeirra viðskipt-
um; en ekki leið á löngu áður högg-
ormshræi var fleygt út um klefadyrn-
ar, en á eftir komu Indverjar brosandi.
Og gerðist nti öllum hughægra, er ó-
vinurinn var unninn.
Þetta voru nú málleysingjarnir, sem
einna mest bar á í klefunum okkar þar
eystra. Fuglalíf var mjög fáskrúðugt
og lítið um söng úr þeirri átt. Og önn-
ur dýr komu þarna ekki til greina.
III.
Það varð varla með sanni sagt, að
húsnæði okkar fundarmannanna í
Adyar, væri ánægjulegt, en matarvist-
in þótti okkur samt lakari. Býst ég við
að Þorsteini matgogg hefði þótt hún
æði þunn.
Maturinn var ákaflega fábreyttur:
nálega ekkert annað en þurrsoðin hrís-
grjón og bananar í allar máltíðir. A
þessu fæði lifðu Indverjar góðu lífi,
en við Evrópumenn vorum, satt að
segja, síhungraðir. Margir þeirra gátu
ekki unað þessurn matföngum einum
saman. Þeir bættu sér upp með ýmsu
móti það, er áskorti. Sumir fóru til
Madras öðru hvoru til þess að fá sér
ærlega kviðfylli. Aðrir höfðu aðdrætti
úr ýmsum áttum, keyptu sér osta,
berjamauk og fleira og drógu þetta
upp úr vösununt til þess að bæta sér í
munni við borðið. En ég var svo
heimskur að gera ekkert af þessu.
I klefa livers okkar voru festar upp
reglur, sem ætlazt var til að við fylgd-
um. Miðuðu þær að því að gera vist-
ina þarna betri og hættuminni. Meðal
annars var stranglega bannað að
kveikja á eldspýtum eða nokkru öðru
í klefunum. Var þetta hyggilegt, því
að veggirnir voru mjög eldfimir og
gátu fuðrað upp á augabragði. En
stundum bar þó svo við, þegar sól var
af lofti og aldimmt orðið, að maður
heyrði sjóða og krauma í potti í ein-
hverjum klefanna, sem næstir voru.
Þá voru útilegumenn að fá sér soðn-
ingu í laumi. Ég láði þeirn það ekki.
Ég hefði sjálfsagt ekki staðizt freisting-
una betur, ef ég hefði liaft eitthvað
ætilegt að sjóða og tæki til þess. En ég
hafði hvorugt. Hið eina, sem mér
tókst að ná í öðru hvoru auk hins dag-
lega hrísgrjóna- og bananaskammts,
voru ávextir. En þó brá út af því einu
sinni. Það var á jólanóttina.
Við átuni kvöldverð okkar á að-
fangadaginn kl. 6, eins og aðra daga.
Við höfðum hálft í hverju vonað að
við fengjum nú eitthvað til hátíða-
brigða. En völt reyndist sú von.
Skammturinn var hinn sami og und-
anfarið, og ég held það sé ekki ofmælt,
að margir okkar hafi staðið upp frá
borðum vamnettir og vonsviknir.
Ég gekk einn sarnan heim á leið og
fór að hugsa um, hvernig ég ætti að
eyða kvöldinu. Flest kvöldin í Adyar
stóð fundargestum eitthvað til boða:
fyrirlestrar, hljómleikar, „javiskar“
danssýningar og leikir eða eitthvað
annað. En þetta kvöld, sjálfa jólanótt-
ina, var ekkert á boðstólum nema úti-
samkoma, er Indverjar höfðu undir
hinu mikla banyantré. Þangað fór ég.
Þar var mesti fjöldi Indverja, en engan
hvítan mann sá ég þar. Þar talaði hver
á fætur öðrum af miklum eldmóði, en
auðvitað skildi ég ekkert orð, því að
þeir mæltu á tamil-tungu. Það var
auðsætt, að ég átti ekkert erindi á
þessa samkomu og hvarf ég þaðan á
braut. Mig langaði til að ná í einhvern
hvítan mann, sem ég gæti talað við.
En þá brá svo við, að þótt venjulega
væri margt manna á götum úti, sá ég
nú varla nokkurn mann og engan
Bækur til ánægju, bækur til gagns!
Sjómannasagan, eftir Vilhjcdm Þ. Gíslason. Kaupið bókina áður en það er of
seint. Hún er nærri uppeld.
Æfisaga Friðþjófs Nansens. Skemmtileg saga, fróðleg og falleg frásögn, jafngóð
handa ungum sem gömlum.
Biblían í myndum. Þessi bók er svo falleg, að hún er prýði á hverju heimili, og
hún er allra bóka bezt fallin til afmælis- og fermingargjafa..
Sjósókn, endurminningar Erlends Björnssonar á Breiðabólsstöðum. Síra Jón Thor-
arensen skráði. Þessi bók á samstöðu með íslendingasögum, Islenzkum
þjóðháttum og öðrum þeim verkum, sem bezt hafa verið gefin út á íslenzku.
Horfin sjónarmið, eftir James Hilton, er skemmtileg saga, dulræn og seiðandi. Hún
hefir farið sigurför um allan heim í formi sögunnar, kvikmynda og leikrita.
Ljóðasöfn þeirra Einars Benediktssonar og Jóns Magnússonar þarf hver ljóðelsk-
andi íslendingur að eiga. Þau koma fyrir jólin.
/
Bókaverzlun Isafoldar
JÓLABLAÐ DAGS 29