Dagur - 24.12.1945, Blaðsíða 16

Dagur - 24.12.1945, Blaðsíða 16
afskekkta og örsnauða þjóð við drepsóttir, eldgos og hvers konar óáran. Hún barðist og sigraði, því að síðan er úr því skorið, að hér getum við lifað í landinu, hvað sem yfir dynur frá náttúrunnar hendi. En baráttan var ægilega hörð, menn og fénaður féllu í hrönnum — í tugum og hundruðum þús- unda, og sjaldan hefir þjóð verið harðara leikin né nær dauða komin en feður okkar eftir Móðuharðindin. Mér er það stöðugt undrunarefni, að þjóðin skyldi rétta við. Og ég hefi ekki komið auga á aðra skýringu, er ég telji sanni nær en þá, að þrátt fyrir hungur og klæðleysi, var hún aldrei and- lega snauð, heldur bjargálna um þau verðmæti, sem ekki verða í aska látin, málum mæld né vogum vegin. Sá lifir lengi, sem lífsvonina á. Og þegar fastast svarf að íslending- um, lifðu þeir við andlega fæðu, hinn forna menningararf en auk þess nýja von, nýja trú á landið og sjálfa sig. Hver var sá læknir, sem byrlaði hinni aðþrengdu þjóð þessi bætiefni? Það var Eggert Ólafsson. Hann var boðberi nýrrar þekking- ar, nýrra tíma, en um leið einn hinn sannasti og þjóðholl- asti íslendingur, sem uppi hefir verið. Um hann var það sagt, „að hann vildi alls kostar á loft halda hinni góðu og gömlu landsvenju og forfeðranna hófsemi, en eyða fyrir- litning síns föðurlands“, og víst er það, að enginn íslend- ingur fyrr eða síðar hefir gert meira en hann til þess að drepa niður þeim hindurvitnum, sem skapazt höfðu um þjóð og land, bæði hér og erlendis. Hér er ekki unnt að lýsa Eggerti Ólafssyni né rekja æfi- sögu hans, en geta má þessa: Hann var náttúrufræðingur, ef til vill sá mesti, sem hér hefir uppi verið, og vann það stórvirki. í rannsókn lands- ins, að undrun sætir. — Hann var afreksmaður um íþróttir, sem þá var næsta fátítt um hans daga, og er þess einkum get- ið, hve fær hann var í fjöllum og mikill skíðamaður. Hann var skáld, eitt hið mesta á sinni öld, en hann neytti gáfu sinnar til þess að kveða þjóðinni þrótt og lýsa landinu, hve fagurt það væri og gagnauðugt. Fá ættjarðarkvæði eru jafn- höfug af fÖlskvalausri ást til landsins eins og hið litla Ijóð, sem sungið var hér áðan, „tsland ögrum skorið“. Það ber Eggerti Ól.afssyni ódauðlegan hróður, enda var hann svo sannur Islendingur, að liann, sem þó var hraustmenni hið mesta, hélt ekki heilsu annars staðar en hér. Þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir. Eggert Ólafsson varð aðeins 41 árs. „Þegar hann sigldi sjóinn á“ þ. 30. marz - 1768, varð þjóðin harmi lostin. Hún gat ekki trúað því, að hann, hinn sterka, bæri ekki aftur að landi, og þjóðtrúin lét hann bjargast með annarlegum hætti, líkt og Ólaf Tryggva- ; son við Svoldur. En Eggert Ólafsson hafði lokið sínu æfi- starfi, miklu starfi og veglegu. Hann er faðir íslenzkrar nátt- árufræði, íslenzkrar bjartsýni, íslenzkrar endurreisnar. Og^ hin sviplegu endalok sveipuðu nafn hans þeim trega, sem' aðeins útvöldum hlotnast — og opnaði hug þjóðarinnar fyr- ir kenningum hans, svo að hún naut þeirra, þegar mest þurfti við. Því fór vel sem fór. Það er ekki á mínu færi, að bera þá saman, Eggert Ólafsson og Jón Sigurðsson. En augljóst er þó, að með þeim er líkt á komið um margt. Báðir eru þeir miklir vísindamenn, hver á sínu sviði, báðir stórlundaðir höfðingjar og karlmennf rammir íslendingar og endurreisnarmenn. Annar leiðir þjóðina frá sigri til sigurs og markar henni stefnu um langa framtíð. Hinn blæs henni von í brjóst, þegar hún á bágast. Annar gefur henni trúna, hinn veruleikann. Þó að 1. desember verði ekki fullveldisdagur til lang- frama, er ástæðulaust að leggja hann fyrir róða, því að minning Eggerts Ólafssonar er sannarlega þess verð, að henni sé haldið uppi. Og íslendingum er þá undarlega far- ið, ef þeir geta ekki gert sér dagamun tvisvar á ári til þess að minnast þeirra manna, sem mestu hafa áorkað til endur- reisnar þjóðinni og endurlausnar, og þess alls, sem við nafn þeirra er bundið. Hátíðisdagar eiga sér að vísu örlög, en þau eru ekki í stjörnum skráð, heldur vilji manna og ræktar- serni. Og mér þykir það engin ofrausn, þó að Islendingar leggi hvort tveggja fram til þess að gera 17. júní og 1. desem- ber að almennum þjóðhátíðum, hvora með sínum brag, sem ólíkastar. 17. júní ætti að verða hátíð á sumar, gleðidagur, þar sem minnzt væri Jóns Sigurðssonar og sjálf- stæðisbaráttunnar í heild, án þess að horft væri á einstaka áfanga sérstaklega. Að öðru leyti virðist mér.aðhátíðahöldin mættu vera svipuð því sem var, nema almennari, bjartari og þjóðlegri. En 1. desember ætti aftur að vera þjóðhátíð móti vetri, helguð hinni fyrstu endurreisn og hugðarefnum Egg- erts Ólafssonar: Þekkingu á landinu og þjóðlegri menningu, en auk þess búnaðarmálum og íþróttum. Hátíðir, slíkar sem þessar, geta ekki orðið að fullum not- um, nema þjóðin standi að þeirn einhuga. Vitanlega væri æskilegt, að félög eða félagasamtök legðu þar liðsinni til, líkt og verið hefir, en þau mættu ekki eigna. sér þessa daga né setja á þá þann svip, að öðrum virtist þeir standa utan gátta. En mestu varðar þó hitt, hvern hlut útvarpið vill eiga að þessum málum. Þar er því gefinn mátturinn til að leysa og binda. Enginn veit, hvað fram undan er. En svo mætti fara, að liinn síðasti áfangi á vegi frelsisins reyndist drjúgum lengri og torsóttari en oss hefir órað fyrir. Hitt er víst, að nú reynir fast á kjörviðu íslenzkrar menningar. Okkur væri því gott að verja einum degi til þess að rekja og rækta þau hugðarefni, sem okkur eru sameiginleg — að eignast einn griðastað í þysi ársins, þar sem við getum minnzt þess, sem þjóðinni er dýrmætast: landsins ,tungunnar, sögunnar. — Og 1. desember er næsta vel fallinn til þessa, því að íslenzk menning hefir dafnað bezt við daufa skíinu langra kvölda, en ekki í sumarsól. — Og minning Eggerts Ólafssonar á að varpa ljóma á þennan dag. — Hann gaf okkur trúna á land- ið — og raunar landið sjálft. 14 JOLABLAÐ DAGS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.