Dagur - 24.12.1945, Blaðsíða 19

Dagur - 24.12.1945, Blaðsíða 19
„Ljósiö í MöÖrufelir Eftir ÓLAF ÓLAFSSON. kristniboða „Þannig lýsi Ijós yðar mönnunum, til þess að þeir sjái góðverk yðar og vegsami föður yðar, sem er i himnum.“ — Kristur. É| ! C, I Wé. m % : W* Enginn íslenzk- ur prestur mun liafa náð til fleiri Inanna með boð- skap sínum á fyrri helming 19. aldar, en sveitapresturinn norðlenzki, sr. Jón Jónsson i Möðru- \elli, er ýmist var kallaður lærði eða Ljósið í Möðru- felli. — Kirkjunni barst nýr lífs- straumur evange- liskrar kristni „frá heilagri trúarglóð þessa mikla rétt- trúnaðarprests“ og „fyrir hana . talar hann enn þótt 'Jauður sé.“ Ýmsar þjóðsögur hafa myndazt um síra Jón, eins og marga aðra mikla gáfna- og lær- dómsmenn, og er vel að þeim hefir ver- ið haldið til haga. Sjálfur reisti hann sér minnisvarða, er betur sæmir and- legum leiðtoga, með stofnun „íslenzka evangeliska smáritafélagsins.“ Með smáritunum náði hann með fagnaðar- erindið til fleiri manna en nokkur annar þeirra tíðar prestur, og í þeim lifir trúarvitnisburður lians hjá oss. Síra Jón var fæddur að Guðrúnar- stöðum í Möðruvallasókn 28. ágúst 1759, sonur hjónanna þar, Sigríðar Bjarnadóttur og síra Jóns Jónssonar. Hafði honum verið veitt Grundarþing í Eyjafirði árinu áður. Síra Jón, laðir síra Jóns lærða, var maður prýðilega vel að sér og er sagt um hann, að hann hafi haft „sérdeilis yndi af að kenna og tala við lærða menn, spakur og þægilegur í umgengni, góður læknir en lítill búsýslumaður.“ Hann hefir oft verið kallaður Jón „elsti.“ Sonur hans og sonarsonur með sama nafni, voru eftir hann prestar í Grundaf- þingum til 1860. Héldu Jónarnir þrír kallinu í 102 ár samfleytt. Síra Jón gekk í Hólaskóla og mun hafa verið útskrifaður af Hálfdáni skólameistara Einarssyni um 1880. Þremur árum síðar verður hann að- stoðarprestur föður síns í Grundar- þingum. Fékk Jón brauðið að honum látnum -og flutti að Möðrufelli í Grundarsókn 1798. Þar bjó liann á- samt konu sinni, Helgu Tómasdóttur frá Grenjaðarstað, í 40 ár. Eignuðust þau alls sjö börn, en ekki er unnt að segja nánar frá þeim hér. Þegar síra Jón var kominn fast að áttræðu, eða 1839, sótti liann urn Möðruvallaklaust- ur í Hörgárdal og flutti þá að Litla- Dunliaga í Hörgárdal. Var það að á- eggjan Bjarna amtmanns Thoraren- sen, sem hafði síra Jón í mestu háveg- um. Síra Jón dó 4. sept. 1846, 87 ára að aldri og er jarðaður að Möðruvöll- um. Þegar í æsku fór rnikið orð af gáf- um síra Jóns og þegar liann var orð- inn prestur, þótti hann skörulegur ræðumaður og aðsópsmikill. Hann var einarður og siðavandur mjög, vel að manni og lét talsvert til sín taka í opinberum málum. Mjög hefir verið látið af lærdómi síra Jóns og kunnáttu hans í erlend- um málum. Latínumaður var hann ágætur og talaði jafnan á því máli við Drottin í einkabænum sínum. En svo hefir verið sagt um fleiri trúarmenn þeirra tíma. Talið hefir verið að síra Jón hafi jafnan prédikað blaðalaust, en J4nas Rafnar læknir*) segist hafa fundið skrifað ræðusafn eftir hann í fórum föður síns, frá árunum um eða eftir 1820. En ekki er þó ólíklegt að síra Jón hafi stundum talað upp úr sér á stól. Vitað er, að liann þótti mælskur með afbrigðum og ágætur kennimað- ur. Mun hann hafa gengið beint og ó- hikað að efninu. — Eins og nú eru haldnar sjómannamessur fyrir vertíð- ir, eins héldu sumir prestar þá messur fyrir grasafólk, áður en það fór á fjall á vorin, eða minntust þess í ræðum sínum. Úr einni slíkri ræðu síra Jóns hafa þessi orð varðveitzt: „Troðið vel í hornin, svo að ekki verði í svik fund- in.“ Ekki verður með vissu sagt hvað *) Allar aðalheimildir mínar varðandi æfi sira Jóns’ hefi ég fengið frá Jónasi Rafnar, en vitanlega ber ég einn ábyrgð á því, hvernig farið er með þér hér. — Ó: Ó. hafi helzt orðið til að móta trúarlíf Jóns. Hann virðist þegar frá fyrstu hafa verið heittrúarmaður, og enga breytingu að finna á trúarskoðunum lians ævina út. Þeir nienn, sem á yngri árum lians höfðu helzt forystuna í and- legum málum hér á landi, hafa sízt af öllu skapað honum skoðanir, en það voru þeir Hannes biskup Finnsson, Geir biskup Vídalín og Magnús Steph- ensen konferensráð, og hylltu þeir upplýsingarstefnu og skynsemistrú. Þjóðin sjálf hélt þó fast við þann upp- eldiskristindóm, er kennimenn henn- ar höfðu veitt lienni allt frá siðabót. Allur almenningur liafði kynslóð eftir kynslóð alizt upp við sálrna Hallgríms Péturssonar og prédikanir Vídalíns og fengið þaðan næringu fyrir trúarlíf sitt. Þess arfs hefur séra Jón notið í ríkum mæli og því vel getað skapað sér stefnu sjálfur í beinni andstöðu við tízkufrjálslyndi þeirra tíma. Auk þess er það vitað, að hann átti bréfa- skipti við trúaða menn útlenda, og að hann las erlend tímarit, sem líklegt er að hafi haft mikil áhrif á hann. Árið 1814 í júnímánuði kom hingað til lands góður gestur á vegum brezka biblíufélagsins, Ebeneser Henclerson að nafni. Árið 1807 hafði biblíufélagið látið prenta á sinn kostnað Nýja testa- mentið á íslenzku, og 1814 hvort tveggja í senn, Biblíuna alla og nýja útgáfu Nýja testamentisins, og sendi síðan Henderson með allt Jretta (4000 biblíur og 12000 Nýja testamenti) til íslands á sinn kostnað. En Henderson gerði hér fleira en að sjá um dreifingu þessara bóka um landið. Hann hefir með dvöl sinni hér skráð nafn sitt óafmáanlega í annála ís- lenzkrar kristni. Þykir mér því við eiga að geta hér nokkru nánar þessa ágæta vinar síra Jóns lærða. Ebeneser Henderson var fæddur í bænurn Linn í Skotlandi 1784, og var því þrítugur að aldri, er hann kom hingað til lands. Hann fékkst við sitt af hverju í æsku. Nam bæði úrsmíði og skósmíði. En á árunum 1803—1805 gekk liann í kristniboðaskóla í Edin- borg. Bjó hann sig undir að verða kristniboði á Indlandi (enda var þar þá starfandi frægurenskurkristniboði, W. Carey), en úr því gat ekki orðið. Austurindverska verzlunarfélaginu mun hafa þótt það ósamboðið við- JÖLABLAÐ DAGS 17

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.