Dagur - 24.12.1945, Blaðsíða 18

Dagur - 24.12.1945, Blaðsíða 18
jafna 11 aura tillagi á hvern félagsmann, er ekki hefði lán- að hús til fundarhalda. Deild úr félaginu var nrynduð í Hólasókn, er starfaði sjálfstætt og hélt sína eigin fundi. Mun þetta fyrirkomulag hafa verið upp tekið vegna þess, að Hólasóknarmönnum hafi þótt langt að sækja fundi aðalfélagsins út í sveitina. Fundur var venjulega haldinn einn í hverjum mánuði. Á flestum fundunum gengu nýir menn í félagið, einn eða f'leiri, fáeinir sögðu sig úr því, en ekki voru mikil brögð að því. Fyrirkomulagið á fundunr félagsins var a. nr. k. þegar fram í sótti á þá leið, að dagskrá var sanrin á næsta fundi á undan þeim, er hún átti að takast fyrir, og var venjulega kosin þriggja manna nefnd í lrvert mál, og höfðu þeir franr- sögu í málinu. Nokkrir unglingar unr og yfir fermipgu voru í félaginu. Fengu þeir stundunr ritgjörðaefni til næsta fundar, sem þá voru lesnar upp og lagfærðar að réttritun og orðfæri af þeinr, er færastir voru í þeim efnum. Einnig var reynt að fá ung- linga til þess að taka til máls við umræður á fundum, en }rað gekk erfiðlega að fá þá til þess sökum minnimáttar- kenndar. Var þá það ráð tekið að láta þá lralda sérfundi fyrst og ræða þar ákveðin mál sín á nrilli. Var þetta kölluð yngri cleild. Síðair gengu unglingarnir á fund eldi deildar, og voru málin þá rædd í sameiningu. Voru þá ungu menn- irnir djarfari en áður, þegar þeir höfðu fengið tækifæri til að mynda sér skoðanir sín á milli. Ýms fundarefni voru valin með sérstöku tilliti til yngri deildar, og sem talin voru hæfa þroska þeirra. III. Þessu næst skal nokkuð vikið að starfi Stígandafélagsins og þá einkum að fundahöldum þess og því, er þar fór fram. Er þar stuðst við bókanir, sem gerðar voru á fundunum og enn eru fyrir hendi. Ekki var mikið um bindindisprédikanir á fundurn þess- um, en mörg önnur mál voru þar tekin til umræðu. Á 2. fundi félagsins í júnímánuði var um það rætt, livað fund- irnir væru illa sóttir og kvartað yfir áhugaleysi félagsmanna. Var þá samþykkt, að fundarmenn skiptu með sér að áminna félagana um að sækja fundina betur. Þetta mun hafa borið nokkurn árangur. Á fundi félagsins í ágúst kom fram tillaga um, að félagið beitti sér fyrir því að glæða helgisiði að því er snerti kirkju- rækni, húslestra og notkun helgidaga í heimahúsum. Fékk þessi uppástunga góðan róm, og var kosin 3ja rnanna nefnd til að ræða þetta mál við sóknarprestinn og sóknarnefnd- irnar. Á sama fundi var borin fram tillaga um að styrkja fátæk- an, heilsulítinn bónda þár í sveit. Fékk þetta mannúðarmál góðar undirtektir og menn tilnefndir í hverri sókn til að gangast fyrir samskotum. Á fundi í okt, flutti Daníel Sigfússon tillögu um að skemmtanir yrðu teknar upp á fundunum og lagði sérstaka áherzlu á glímur. Talaði hann rösklega fyrir þessu máli. Kvað hann nauðsyn að reka dofann og deyfðina burt úr félaginu og blása í það fjörgandi lífsanda. Tilgangur félags- ins væri að varðveita æskulýðinn frá völdum og gjöldum Bakkusar og þyrfti því að nokkru að sníða fundi þessa eftir lyndiseinkunn hinna ungu og veita þeim saklausa gleði og skemmtanir. — Málinu var vel tekið og áfráðið að viðhafa öðru hvoru skemmtanir á fundum félagsins, svo sem glímur, hljóðfæraslátt, dans, söng o. fl., þó þannig, að nytsamar um- ræður skyldu sitja í fyrirrúmi. — Að loknunr fundinum var glímt franrmi á kirkjuhólnum í Saurbæ. Fundur 20. nóv. hófst með því, að sungið var kvæðið Her- hvöt gegn Bakkusi, eftir Benedikt Einarsson. Varð það síðan að venju, að syngja það kvæði í byrjun hvers fundar og oft var einnig sungið að fundarlokum. — Fyrirspurn kom franr frá Þorbirni Magnússyni gagnfræðingi og kennara um, lrvort það væri viðeigandi að viðhafa dans í félaginu; væri hann af sumunr talinn lreilsuspillandi og óþjóðlegur. Nokkrar unr- ræður urðu um þetta efni. Beint var að nokkrum félags- mönnum að hafa mál þetta til athugunar til næsta fundar og leggja þá iram álit sitt. — Þorbjörn Magnússon flutti þá langt og fróðlegt erindi um sönglistina. — Benedikt Einars- son stakk upp á, að samið yrði leikrit, senr sýndi eymd og afleiðingar ofdrykkjunnar, og var farið fram á að B. E. senrdi það. Á næsta fundi, í desember, var dansinn enn ræddur, og fór síðan fram atkvæðagreiðsla. Voru 10 með dansinunr, en 3 á móti. Einnig var söngurinn tekinn til umræðu. Á fundi 16. jan. 1887 var rætt unr forlög og frivilja. Nefnd hafði verið skipuð í það mál á næsta fundi á undan, en liún taldi það svo flókinn vef, að hún leiddi sinn lrest frá því að rekja hann í sundur. — Nefnd, þar til kjörin, lagði fram sanranburðarreikning á œreign og kýreign, og átti æreignin sanrkv. honunr að gefa meiri arð. Um þetta voru þó skoð- anir mjög skiptar. Á fundi í febrúar var rætt unr sundmál og leidd rök að því, hve nytsöm og fögur íþrótt sundið væri. Sundstæði væri að nokkru leyti tilbúið við Hólsgerðislaug, sem þyrfti a& eins nokkurra umbóta við. Fundarmenn hneigðust yfirleitt að eflingu sundsins og vildu lrefjast handa um framkvæmdir. Var að lokunr kosin þriggja manna framkvænrdanefnd. Fundur í marz það ár tók sveitaverzlun til umræðu, en engin ályktun var gerð í því máli. Þá var rætt um stofnun sfjarisjóðs innan lrreppsins, og töldu flestir ekki gjörlegt að ráðast í það vegna fátæktar og féleysis. — Þá var kvenrétt- indamálið tekið til uinræðu, og voru flestir samnrála um, að kvenþjóðin tæki of lítinn þátt í almennum störfum og mundi um að kenna langvinnum vana, því að jafnrétti lrefði lrún að nokkru öðlazt móts við karlnrenn, en hún not- aði rétt sinn lítt eða ekki. í blótbindindi gengu nálega allir fundarmenn. Eitt unrræðuefna á þessunr fundi var drauga- og álfatrú, og nrun það hafa verið á dagskrá vegna yngri deildar. Urðu um þetta miklar og fjörugar umræður, og loks var allt drauga- og álfadótið kveðið niður með 17 atkv. gegn 3. Sunrardaginn fyrsta 1887 var að Saurbæ lraldinn sameigin- legur fundur beggja bindindisdeildanna í lrreppnum. Á fundinum mættu nrargir bindindismenn og auk þess utan- félagsmenn, bæði karlar og konur. Mun þetta hafa verið nokkurs konar útbreiðslufundur. í fundarbyrjun var sungið vers, er Benedikt á Hálsi hafði ort, og því næst flutti Krist- inn Ketilsson alllanga ræðu um vinbindindi. Síðan urðu langar og fjörugar umræður um það mál. Meðal annarra mála, er fundurinn tók til meðferðar, voru sundmálið og sparisjóðsmálið, og var samþykkt, að sund skyldi fara fram í Hólasókn á því vori, ef sundkennari fengist. Einnig var ‘ samþykkt að stofna þá þegar sparisjóð í Saurbæjarhreppi. Enn var rætt um kaffisparnað og því máli vísað til kvenfé- lags, er starfandi var í hreppnum. Þá var og rætt um póst- göngur frá Akureyri fram Eyjafjörð og 3 menn kosnir til að rita áskorun til landshöfðingja viðvíkjandi þessu máli. Ákvörðun var tekin á fundi 10. júlí um að stofna söngfé- Framhald á síðu 27 16 JÖLABLAÐ DAGS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.