Dagur - 03.06.1988, Page 24

Dagur - 03.06.1988, Page 24
Haldið veisluna eða fundinn í elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. Dagmæður á Akureyri leggja til: Bærinn greiði þjónustu þeirra niður á kostnað leikskóla í gær afhentu fulltrúar í Félagi dagmæðra á Akureyri Sigfúsi Jónssyni bæjarstjóra undir- skriftir 92 foreldra þar sem þess er farið á leit að dagvistar- gjöld hjá dagmæðrum verði greidd niður a.m.k. að hluta. Auk þessa, fóru dagmæðurnar þess á leit, að þeim verði veitt fjárveiting fyrir leikfangasafn til kaupa á þroskaleikföngum, barnastólum og fleiru til útleigu. Dagmæðurnar sögðu, að mest væri eftirspurn eftir gæslu fyrir börn undir tveggja ára aldri en Fiskvinnslufólk: Helgar- vinnubann tekur gildi - hjá ÚA og í Ólafsfirði en aðrir vilja vinna um helgar Um sjómannadagshelgina gengur í gildi helgarvinnubann hjá þeim félagsmönnum Verkalýðsfélagsins Einingar sem vinna hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og einnig hjá fiskvinnslufólki í Ólafsfirði. Bannið gildir yfir sumarmán- uðina þrjá. A Dalvík og Greni- vík var samþykkt að vinna um helgar og í Hrísey var okkur tjáð að mikill meirihluti starfsmanna frystihússins hefði fellt helgarvinnubannið. Laxveiðitíma- bilið hafið Laxveiðitímabilið er hafið. Veiði hófst í fyrradag í nokkr- um ám, þar á meðal í Laxá á Asum sem eins og allir vita er ein besta laxveiðiá landsins. Utlitið fyrir sumarið er gott og vænta menn þess að á land komi margir og vænir laxar en upp úr Laxá á Ásum komu 11- 1200 laxar síðastliðið sumar. „Veiðileyfi voru öll uppseld um áramót eins og oft hefur gerst áður,“ segir Haukur Pálsson sem situr í stjórn Veiðifélags Laxár á Ásum. Haukur sagði að þær kannanir sem fiskifræðingur hafi gert á ánni í vor bendi til þess að sumarið verði gott. Ákveðið hef- ur verið að fella niður hámarks- veiði á stöng yfir daginn í ánni en undanfarið hefur aðeins mátt veiða 15 fiska yfir daginn. Aðeins er leyfð veiði á tvær stangir í ánni. Aðrar laxveiðiár á Norður- landi verða senn opnaðar. Veiði hefst í Laxá í Aðaldal þann 10. júní, Húseyjarkvísl verður opn- uð þann 16. júni en um 20. júní má búast við að veiði verði almennt hafin. JÓH sem kunnugt er, fá börn ekki vistun á leikskólum fyrr en þau ná þeim aldri. Þær sögðust gjarn- an vilja hafa börnin lengur hjá sér en vegna þess að þeirra gjöld eru ekki niðurgreidd, kjósa for- eldrar leikskólana frekar vegna kostnaðarins. Sigfús sagði það hafa verið á óskalista Félagsmálastofnunar fyrir síðustu fjárlagagerð, að greidd verði niður gæsla hjá dag- mæðrum, en að því ásamt flest- um öðrum nýjungum hafi verið vísað frá þetta árið. Þá væri um 99% af beiðnum sem þessum vísað til næstu fjárlagagerðar og því skynsamlegast að reyna að leysa þetta mál á annan hátt. Það varð því úr, að dagmæð- urnar lögðu fram á fundinum skriflega tillögu þess efnis, að til þess að jafna út niðurgreiðslur vegna gæslu barna á Akureyri, yrði niðurgreiðsla bæjarins til leikskóla minnkuð úr 40% niður í 20% og mismunurinn notaður til að greiða niður þjónustu dag- mæðra. „Þetta er mjög skynsam- leg tillaga," sagði Sigfús, „því hér yrði um hreina millifærslu að ræða sem þarf ekki að vera háð fjárhagsáætlun,“ sagði hann að lokum. VG Sólveig Jóhannesdóttir afhendir Sigfúsi Jónssyni undirskriftirnar. IMeð þeim eru Kristín Sigurjónsdóttir og Elín Brynjarsdóttir, dagmæður á Akureyri. Mynd: tlv Yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna ÚA samþykkti helg- arvinnubannið. Þar á bæ voru 97 mótfallnir því að vinna um helgar í sumar, en 27 höfðu ekki á móti helgarvinnu. Atkvæðagreiðsla fór fram fyrir skömmu. Helgar- vinnubann hefur tíðkast nú undanfarin sumur, en þegar mik- ið hefur legið við hefur verið beð- ið um undanþágur. „Fólk neitaði almennt að vinna um helgar síðasta sumar. Ég held að fólk sé hart á móti helgarvinnu yfir sumarmánuðina," sagði Auður Guðjónsdóttir trúnaðar- maður hjá ÚA. Lögum samkvæmt eiga allir togarar að vera komnir inn fyrir klukkan 12 á hádegi iaugardag- inn fyrir sjómannadag. Harðbak- ur og Sólbakur lönduðu í vikunni og sagðist Gunnar Lórenzson yfirverkstjóri reikna með að búið yrði að vinna þann fisk fyrir helgi. Úr þeim fjórum togurum sem koma eiga inn fyrir helgi verður ekki landað fyrr en að afloknum sjómannadegi. mþþ Hótet KEA: „Það fýllist allt á mánudaginn“ - segir hótelstjórinn en 22 ný herbergi verða tekin í notkun eftir helgi Um helgina verður gengið frá nýrri herbergjaálmu við Hótel KEA á Akureyri og verða þá 22 ný herbergi tekin í notkun. Á fjórðu og fimmtu hæð hótelsins bætast við 10 tveggja manna herbergi á hvorri hæð og tvö á þeirri þriðju. Eftir þessa viðbót verða 72 herbergi á hótelinu með 135 rúmum. „Það fyllist allt af gestum strax á mánudaginn," sagði Gunnar Karlsson hótelstjóri, en fyrir helgi var unnið af fullum krafti við frágang nýju herbergjanna. Gunnar sagði júní vel bókaðan og m.a. verða haldnar 5 ráðstefn- ur í júní og maí var góður hvað það varðar, en þá voru haldnar nokkrar stórar ráðstefnur. „Það hefur orðið árleg aukning í sam- bandi við ráðstefnurnar og við gerum ráð fyrir að þær aukist enn í kjölfar stækkunarinnar, en þá stórbætist öll aðstaða til að taka á móti smærri og stærri funda- höldum," sagði Gunnar. Hann sagði að langt væri síðan byrjað hefði verið að bóka fyrir júlí og ágúst, „en það hefur ögn borið á afpöntunum, eins og eðli- legt er. September hefur oft verið heldur lélegur, en nú bregður svo við að að búið er að bóka hér 6 stórar ráðstefnur í haust. Þannig að þetta lítur vel út,“ sagði Gunnar. mþþ Eftir helgina verða 22 ný herbergi tekin í notkun á Hótel KEA. í hverju her- bergi er sjónvarp, baðherbergi og minibar, svo ekki ætti að væsa um gesti hóteisins. Gunnar Karlsson í einu af nýju herbergjunuin.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.