Dagur - 13.03.1993, Blaðsíða 9
Viðtal:
Þórður Ingimarsson.
um hans athygli. Uppsalaárin og áhrif Vil-
mundar á stjórnmálin hér á landi áttu þann-
ig verulegan þátt í að vekja upp þjóðmála-
áhugann sem hefur loðað við mig síðan.“
Magnús hefur tekið nokkurn þátt í stjórn-
málum og meðal annars setið á Alþingi sem
varaþingmaður fyrir Alþýðuflokkinn. Hann
hefur einnig sett fram skoðanir á sjávar-
útvegsmálum - skoðanir sem allir eru ekki á
eitt sáttir um og raunar verið haldið fram að
veðurfræðingur eigi ekki að setja fram hug-
myndir sem snerta veiðistjórnun og því síð-
ur fiskifræði. Hann kvaðst þó ekki vera að
deila um fiskifræði eða líffræði sjávar heldur
fyrst og fremst vera að benda á að innan
þeirra færðigreina væru vísindamenn enn að
deila um ýmis grundvallaratriði.
Hugmyndir Magnúsar verða ekki raktar
hér svo neinu nemi, en hann sagðist alltaf
hafa haft gaman af að leika sér með stærð-
fræðina. í stuttu máli setti hann fram kenn-
ingu um að samband væri á milli nýliðunar
þorsksins og ríkjandi vindáttar á hverjum
tíma. Hann kvaðst hafa minnst þess að sjó-
menn hefðu tengt veðurfar og fiskigengd
saman og því gæti verið gaman að athuga
hvort ekki mætti finna eitthvert samband
þar á milli.
Magnús athugaði samanlagða tíðni sunn-
an-, suðvestan-, og vestanáttar í janúar til
apríl mánuðum úti fyrir Suður- og Vestur-
landi og bar saman við nýliðun þorsks hvert
ár. Og hann fann ákveðna fylgni á milli þess
að þegar oftar blési úr þessum áttum þá yrði
nýliðun þorsksins meiri. Magnús sagði að
þessi athugun væri alfarið byggð á tölfræði
og öllum spurningum um hvaða skilyrði
suðvestanáttin skapaði fyrir fjölgun þorsk-
stofnsins væri ósvarað af sinni hálfu. Um
það gæti hann lítið sagt sem leikmaður á
sviði sjávarlíffræði. Hann sagði jafnframt
skoðun sína að þótt hann hefði beitt stærð-
Laugardagur 13. mars 1993 - DAGUR - f
fræðinni til að leita eftir fylgni á milli ríkj-
andi vindáttar og nýliðunar ákveðinnar fisk-
tegundar þá væri of mikið væri lagt upp úr
stærðfræðilegum athugunum á fiskistofnun-
um í stað líffræðilegra.
Kerfíd gerir útgerðarmenn ad
lénsherrum
Magnús Jónsson hefur einnig gagnrýnt fisk-
veiðistjórnunina og skipan sjávarútvegs-
mála hér á landi mjög harðlega. Hann hefui
talað um sægreifana eins og sumir fleiri, en
kvaðst ekki nota það orð í persónulegri
merkingu um einn eða annan einstakling
eða fyrirtæki sem stunda sjávarútveg hér á
landi. Þar geti hinir mætustu menn átt í hlut
eins og í öðrum atvinnugreinum. Kerfið
bjóði hinsvegar upp á að þeir sem séu hand-
hafar mikils veiðikvóta á hverjum tíma
verði einskonar sægreifar. En veiðkvótar
gangi kaupum og sölum og þannig geti
sægreifi í dag haft hlutverkaskipti og verði
orðinn annað á morgun. Ábyrgðin sé því
fyrst og fremst hjá stjórnmálamönnunum en
ekki þeim sem atvinnuveginn stunda. Þeir
verði að laga sig að lögum og reglugerðum á
hverjum tíma. Magnús sagði að sér hafi
ekki tekist að sjá neitt jákvætt við núverandi
fiskveiðistefnu og vilji efast um að nokkur
markmið hennar hafi náðst fram. Fremur
hafi flest leitað til öfugrar áttar í því efni og
efnahags- og félagslegar afleiðingar þessarar
stjórnunar séu orðnar ákaflega víðtækar
fyrir byggðina í landinu.
Og Magnús tók dæmi: Hann sagði að nú
fimmtán árum eftir að ákveðið var að tak-
marka veiðar togaraflotans hér við land, sé
hann komin að því að heita megi á frjálsa
sókn að nýju. Útgerðir stóru togaranna hafi
í skjóli mismununar, skattareglna og
pólitískrar fyrirgreiðslu keypt svo mikinn
aflakvóta af smærri bátum að undanförnu
að þeir nái jafnvel ekki að veiða upp í afla-
heimildir sínar lengur. Af þessum sökum
hafi verið þrengt verulega að bátaútgerðinni
og nú megi benda á fjölda dæma þar sem
bátasjómenn séu farnir að veiða fisk sem sé
í „eigu“ togaraútgerðanna samkvæmt afla-
heimildum. Þannig séu útgerðaraðilar
togaranna orðnir einskonar lénsherrar báta-
sjómanna sem verði að greiða þeim skatt
fyrir að mega veiða á sama hátt og ánauðug-
ir bændur urðu að greiða lénsherranum sín-
um skatt fyrr á öldum.
STÆRÐFRÆÐIN
FISRURINN
OG ÞJÓÐIN
húsið. Mig minnir að það hafi tekið allt að
tveimur árum að finna kaupanda að þvf. Ég
varð því hluti af Sigtúnshópnum svokallaða
með sömu vandamál í farangrinum og þús-
undir annarra er þurftu á þeim tíma að
koma þaki yfir fjölskyldur sínar.
Stjórnmál, stærðfræði og
nýliðun þorsksins
Magnús kvaðst ekki hafa verið pólitískur
framan af árum. Sigtúnshópurinn hafi held-
ur ekki skipt sköpum því áhuginn hafði þá
þegar verið kviknaður.
„Á menntaskólaárum mínum á sjöunda
áratugnum var áhrifa 68 kynslóðarinnar lít-
ið farið að gæta hér á landi. Þessi bylgja
hafði þá ekki borist hingað að neinu ráði
þótt merkja mætti fyrstu áhrif hennar um
það bil sem ég var að ljúka stúdentsprófi.
Og ég held að ég hafi heldur ekki orðið fyrir
neinum áhrifum af háskólapólitíkinni hér
heima - ekki verulegum að minnsta kosti.
Öðru máli gegndi um Uppsala. Á þessum
tíma sem við dvöldum þar ytra var mikill og
almennur áhugi á þjóðmálum á meðal
námsmanna. Pá fór ég að velta ýmsum hlut-
um fyrir mér, sem ég hafði ekki gefið mig
neitt verulega að áður. Einnig var ákveðin
gerjun í pólitíkinni hér heima. Vilmundur
heitinn Gylfason hafði þá stofnað Bandalag
jafnaðarmanna og ég tók að veita hugmynd-
-Magnús Jónsson,
veðurfrœðingur,
rœðir um
áhugamál sín
í helgarviðtali
Smábátarnir skila meiri
aflaverðmætum en frystitogararnir
Magnús hefur sterkar taugar til smábáta-
útgerðarinnar og telur hana vera lífsstíl
bátasjómanna auk þess að skapa veruleg
verðmæti. Hann er á móti því að krókaleyf-
in verði afnumin. Með því sé verið að eyði-
Ieggja þennan lífsstíl einstaklinga í sjávar-
plássum í kringum landið. En stærri útgerð-
irnar vilji losna við smábátana. Það hafi
meðal annars komið skýrt fram er talsmað-
ur þeirra lét hafa eftir sér að óverjandi væri
að nokkur hundruð smábátaeigiendur - oft
nefndir trillukallar - megi veiða frjálsir á
öngla sína á þeim dögum þegar gefur til
sjósóknar. Og þetta gerist á sama tíma og
tilhneiging sé til þess að færa vinnslu sjávar-
aflans um borð í frystitogarana út á hafi.
Magnús sagði að með þessu væri þó
aðeins hálf sagan sögð. Vitað væri að hvert
tonn fiskjar sem smábátarnir veiði skili
meira en helmingi meiri verðmætum í gjald-
eyri í þjóðarbúið heldur en frystitogararnir
þegar tekið sé tillit til þess kostnaðar er inna
verði af hendi til að afla fiskjarins.
Hafnar kerfið þjóðinni?
Magnús telur að núverandi stefna í sjávar-
útvegsmálum sé andstæð því fólki sem býr í
hinum dreifðu byggðum. Hann benti á
Húnaflóann í því sambandi. Hvað er að ger-
ast á Skagaströnd? Hann varpaði þeirri
spurningu fram og benti á að vegna kaupa á
frystitogara um síðustu áramót hafi atvinn-
an verið flutt út á sjó og mikil óvissa ríki um
afkomu fjölda íbúa á staðnum vegna
atvinnumissis. Á sama tíma sé full atvinna á
öðrum litlum stað við flólann sem sé venju-
lega ekki í sviðsljósinu - það er Drangsnesi.
„Ég get tekið undir þau orð sem góður og
gegn sjálfstæðismaður frá Vestmannaeyjum
sagði við mig fyrir nokkru. „Ef stjórnmála-
menn hafna ekki þessari fiskveiðistefnu þá
hafnar þjóðin þeim.“ Og ég er raunar svo
svartsýnn að telja að ef þjóðin hafnar ekki
þessu kerfi þá hafnar kerfið þjóðinni því um
friðsamlega sambúð þess og íbúa landsins
tel ég að geti aldrei orðið að ræða.