Dagur


Dagur - 29.05.1993, Qupperneq 4

Dagur - 29.05.1993, Qupperneq 4
- DAGUR - Laugardagur 29. maí 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, (fþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlkvs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRIÐUR ÞORGRlMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: Rl'KARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Enn syrtir í álinn Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að hámarksafli á þorski verði aðeins 150 þús- und tonn á næsta fiskveiði- ári. Er það minnsta afla- magn af þorski, sem stofn- unin hefur lagt til að veitt verði og um 85 þúsund tonnum minna en væntan- lega tekst að veiða á yfir- standandi fiskveiðiári. í rök- stuðningi fyrir tillögum stofnunarinnar kemur fram að á síðasta ári hafi verið lagt til að veidd yrðu 190 þúsund tonn af þorski. Nú stefni hins vegar í að aflinn verði um 45 þúsund tonn umfram þær tillögur og þar með hafi verið gengið tals- vert á hrygningarstofna þessarar langmikilvægustu fisktegundar íslensku þjóð- arinnar. í tillögum Hafrannsókna- stofnunarinnar kemur fram að ekki þurfi að búast við svonefndum Græn- landsgöngum þar sem eng- an þorsk virðist nú að finna í námunda við Grænland. Nið- urstöður síðasta togararalls gefi heldur ekki tilefni til bjartsýni því allir þorsk- árgangar hafi ýmist reynst lélegir eða mjög lélegir. Þá hafa aflabrögð verið með verra móti undanfarin miss- eri og afli á sóknareiningu minnkað - sérstaklega hjá togaraflotanum. Ef litið er til sögu þorsk- veiða hér við land kemur í ljós að frá árinu 1942 hefur þorskaflinn aðeins þrívegis orðið minni en 200 þúsnd tonn á ári. Margt bendir til að staða stofnsins sé í lág- marki miðað við undan- gengna áratugi og næsta fiskveiðiár verði fjórða árið á þessu rúmlega hálfrar aldar tímabili þar sem veiðast muni innan við 200 þúsund tonn. Sjávarútvegsráðherra hef- ur lýst því yfir að hann telji varhugavert að heimila öllu meiri þorskveiðar en sér- fræðingar Hafrannsókna- stofnunar leggja til. Þótt skoðanir séu nokkuð skiptar á því hversu öruggar rann- sóknir á þorskstofninum eru, höfum við ekki á öðru að byggja en þeim vísindastörf- um sem þegar hafa verið unnin. Þótt gera verði ráð fyrir að ekki náist samstaða inn- an ríkisstjórnarinnar um 150 þúsund tonna hámarksveiði á þorski á næsta fiskveiðiári, eru miklar líkur til þess að veiðiheimildir verði minnk- aðar verulega frá því sem nú er og fari vel niður fyrir 200 þúsund tonna markið. Mikill samdráttur þorskveiða þýðir ekkert annað en milljarða lækkun útflutningstekna. Við þeim tekjumissi má þjóðarbúið ekki og því er lík- legt að reynt verið að teygja veiðiheimildir til hins ýtrasta enn um sinn. Með því eru ís- lendingar að bjóða hættunni heim og ýta ákveðnum vanda á undan sér. Um nokkurra ára skeið hefur verið ljóst að hverju muni draga varðandi þessa mikil- vægustu tekjuöflunarleið þjóðarinnar. Margir hafa kosið að berja hausnum við steininn í því efni. Sagt að nógur fiskur væri í sjónum eða að þorskurinn hljóti að koma aftur án þess að hafa nokkurn rökstuðning fyrir þeim sjónarmiðum. Þessi hugsunarháttur hefur tafið fyrir því að unnið væri af nægilegum krafti að leit að öðrum framkvæmda- og tekjuöflunarleiðum. Með nýjum upplýsingum og spám Hafrannsóknastofnun- ar syrtir því enn í álinn í þjóðarbúskap íslendinga. ÞI IRÆRINGUR Stefán Pór Sæmundsson Saklaus leikur eða daður við morðingja? „Það var blíðan í gær,“ sagöi ég við kunn- ingja minn sem ég hitti á fömum vegi hrollkaldan fimmtudaginn í vikunni. Til- gangurinn með þessari gáfulegu athuga- semd var að brydda upp á jákvæðu um- ræðuefni, en það mistókst. „Blíða?“ hvein í kunningjanum. „Þaó var bölvuð helvítis molla og ekki hundi út sigandi." Orðum sínum til áréttingar dæsti hann og stundi. Eg brosti vandræðalega. „Jæja, sól og tuttugu stiga hiti. Ekki er það nú amalegt. „Fimmtán stig er hámark,“ sagði kunn- inginn og spýtti. „Maður er alveg ónýtur ef mollann verður meiri. Þetta var eins og í óbyggðum Astralíu. Eg vil hafa íslenskt veðurfar á Islandi.“ Jæja, ég vissi svo sem að hann væri ekki eins og fólk er flest. Hann kveikti sér í sígarettu, bretti upp ermamar og naut þess að finna 5 stiga heita norðan goluna leika um sig. Veðurblíða og Hversdagsleikar Ég kveikti mér í sígarettu honum til sam- lætis en renndi leðurjakkanum upp í háls og hryllti mig. Þetta var full mikil sveifla í veðrinu frá deginum áður. „Það var aldeilis fjör á Hversdagsleik- unum í gær,“ sagði ég brosti þegar mér varð hugsað til hinna fjölmörgu Akureyr- inga sem iókuðu hreyfingu og holla úti- veru í tilefni dagsins. „Þú hefur náttúrlega skokkað eóa tekið sundsprett, gamli íþróttagarpurinn.“ Hann leit á mig eins og ég væri land- ráðamaður, svarinn óvinur eða flokks- bundinn sjálfstæðismaður. Ég hlaut að hafa talað af mér. „Tókst þú þátt í Hversdagsleikunum?“ ' smjattaði hann með munninn fullan af ís- kaldri ásökun kryddaðri meó hæðni og fyrirlitningu. „Tja, ég...“ „Ert þú farinn að leika þér við morð- ingja og misyndismenn?" Mig setti hljóðan. Hvað var maðurinn að fara? Nú hlaut hann að vera endanlega farinn yfirum. „Ég skil ekki...“ „Nei, blessaður sakleysinginn, auðvitað skilur þú ekki neitt,“ sagði hann hæðnis- lega. „Ég skal þá skýra út fyrir þér hvað þú varst að gera í gær.“ „Hvað eru Akureyringar að taka þáttísvona ósóma?“ Kunningi minn kveikti sér í annarri sígar- ettu með stubbnum og fálmaði eftir fleyg í beltisstað en greip í tómt. Það rann upp fyrir honum að hann var hættur að drekka og því yppti hann öxlum kæruleysislega. „Jæja, þú veist væntanlega aö þessir svokölluðu Hversdagsleikar voru líka keppni milli bæja, ekki satt?“ Ég kinkaði kolli. „Jú, við vorum að keppa við Ashkelon í ísrael,“ svaraði ég stoltur yfir þekkingu minni. „Einmitt,“ sagði hann og svipur hans benti til að þar með lægi málið ljóst fyrir en ég var engu nær. Það sem eftir kom var fyrirlestur um Israelsríki með fúkyrði í hverri setningu. Ég hlustaði stjarfur á kunningjann og náði aðeins orðum á stangli. „...þeirra helsta sport er aó drepa konur og böm... murka lífið úr palestínumönnum... hvít- þvo sig með því að þykjast liggja á bæn... auga fyrir auga, tönn fyrir tönn... hvað eru Akureyringar að taka þátt í svona ósóma?... Kaninn dælir peningum í þennan óþjóðalýó... við sleikjum þá í bak og fyrir...“ Þegar lestrinum var lokið leit ég skömmustulegur niður. Sektarkenndin helltist yfir mig og mér fannst ég sekur um stríðsglæp gagnvart mannkyninu. Vegna fáfræði og lélegrar pólitískrar vit- undar hafði ég verið að etja kappi vió bamamorðingja í ísrael. Hversdagsleik- amir urðu blóði drifnir í minningunni. Svart ský dró fyrir sólu. Hitamollan breyttist í helkalda nótt. Gleði í ótta. Stolt í skömm. Það hrikti í stoðum sálar minn- ar og þegar ég fálmaði eftir sígarettu sór ég og sárt við lagði að hætta að reykja fyrir haustió.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.