Dagur - 29.05.1993, Side 24
Vinnuslys um borð í Baldvini Þorsteinssyni EA:
Stýrimeimirnir fluttir
til lands með þyrlum
- áverkar minni en búist var við og mennirnir
útskrifaðir af sjúkrahúsinu í gærmorgun
Um miðjan dag á fímmtudag
varð vinnusiys um borð í Sam-
herjatogaranum Baldvini Þor-
steinssyni EA, er togarinn var
að veiðum 400 sjómílur suðvest-
ur af Reykjanesi. Tveir stýri-
menn voru fíuttir til Borgarspít-
alans í Reykjavík með þyrlum
varnarliðsins.
Samkvæmt upplýsingum tals-
manns Samherja hf. á Akureyri
voru tildrög slyssins þau að verið
var að taka trollið. Búið var að slá
stroffu um belginn og stýrimenn-
imir vom að taka höfuðlínustykk-
ið af höfuðlínunni. Pokinn var enn
úti. Þá slitnaði stroffan og trollið
kastaðist til af miklum þunga.
Annar vængur trollsins skall á
stýrimönnunum og handleggs-
braut annan, en hinn féll í dekkið
og hlaut af þungt höfuðhögg.
Skipstjóri Baldvins Þorsteins-
sonar, Amgrímur Brynjólfsson,
leitaði eftir aðstoð úr landi, þar
sem hann vildi koma stýrimönn-
unum undir læknishendur. Þyrla
Landhelgisgæslunnar gat ekki
sinnt hjálparbeiðninni þar sem
togarinn var of langt frá landi. Þá
kom til kasta vamarliðsins á
Keflavíkurflugvelli, sem oft áður.
Erfiðlega gekk að fá vamarliðið til
að fljúga út þar sem yfirmenn
mátu að ekki væri um algjört
neyðartilfelli að ræða. Um síðir
fékkst leyfi fyrir fluginu og tvær
þyrlur fóru í loftið klukkan 19.00
ásamt eldsneytisbirgðavél. Flugið
tókst með ágætum og hinir slös-
uðu voru komnir til Borgarsjúkra-
hússins laust upp úr miðnætti.
Samkvæmt upplýsingum Jóns
Baldurssonar, læknis, reyndust
stýrimennirnir ekki alvarlega slas-
aðir og í gærmorgun var búið að
útskrifa þá báða af sjúkrahúsinu.
ój
Akureyrarbær:
Aldrei fleiri ungl-
ingar ráðnir tll
sumarstarfa
Fram kom á fundi bæjarráðs
Akureyrar sl. fimmtudag að
gert er ráð fyrir að bærinn ráði
samtals um 540 unglinga á aldr-
inum 14-16 ára til vinnu í sum-
ar. Akureyrarbær hefur aldrei
áður ráðið jafn marga unglinga
í sumarvinnu.
í áætlunum hafði verið gert ráð
fyrir að ráða 260 unglinga á aldr-
inum 14-15 ára, en flest bendir til
að þeir verði um 380. Þá hafði
verið búist við ráðningum 80 16
ára unglinga, en samkvæmt fyrir-
liggjandi umsóknum verða þeir
allt að 160. Líklegt er því að Ak-
ureyrarbær ráði samtals um 540
unglinga á aldrinum 14-16 til
sumarstarfa og hafa þeir aldrei
verið fleiri. Á hitt ber þó að líta að
reyndin er sú að þessi tala lækkar
svolítið þegar kemur fram í júní.
Sigurður J. Sigurðsson, for-
maður bæjarráðs, segir ljóst að
þessi mikli fjöldi unglinga kalli á
viðbótarfjárveitingu til þessa
málaflokks, „því við ætlum að
sinna öllum þessum hópi og mæta
þeim útgjöldum sem af því leiðir.
Við erum að tala um 5- 10 millj-
ónir króna í viðbótarútgjöld vegna
þessa.“
Gert er ráð fyrir sama vinnu-
tíma unglinganna og á sl. sumri;
3,5 klukkustundir á dag í sjö vikur
hjá 14- 15 ára unglingum og 7
klukkustundir á dag í 6 vikur hjá
16 ára unglingum.
Sigurður segir auðvitað ljóst að
þessi mikli fjöldi atvinnuumsókna
sé til kominn vegna bágs atvinnu-
ástands. Til viðbótar við aukafjár-
veitingar til þessa verkefnis bendi
flest til að þurfi allt að 4 milljóna
króna aukafjárveitingu frá bæjar-
sjóði á þessu ári til svokallaðra at-
vinnuátaksverkefna. óþh
GltASTEIlWf
\vn VMilAIKIW FRÁ MÖL OG SAMII
SIIIW MEÐ ÓTRÓÆGA MÖGIILEIRA í III.I DSI I
MOL & SANDUR HF
v/Súluveg • 600 Akureyri • Sími 96-21255 • Fax 96-27356
Skattframtal lögaðila:
Skilafrestur rennur út
þann 31. maí
Síðasti skiladagur skattframtals lögaðila er 31. maí.
Skattframtalinu á að skila til skattstjóra
í viðkomandi umdæmi.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI 'J LS XV ) '/'jsK -O ,
m
m 1
Tiilvutcn§J lit&ljisritun....hj kemur mei iiskinn §§ vii Ijisritum J
PÚSLUSPIL - BOLAPRENTUN - SKÖNNUN - PLATTAR -LITAGLÆRUR - og fl. ogfí.
STRANDGÖTU 11 AKUEYRI SÍMAR 11652 & 11132