Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1994 Fréttir Fjaran á Seltjarnarnesi er á náttárammjaskrá: Við getum ekki st< þessar framkvæmdir - en viljum gjarnan fá að fylgjast með, segir formaður Náttúruverndarráðs Mikill munur er á því hvort stafc ir eru friðlýstir eða á náttúru- minjaskrá. DV hefur greint frá heitavatnsborunum sem eiga sér stað á Seltjarnarnesi á svæði sem reynist vera á náttúruminjaskrá en skiptar skoðanir hafa verið um það hvort þar sé leyfilegt að bora. DV leitaði til Arnþórs Garðarssonar, prófessors og formanns Náttúru- verndarráðs, og bað hann að út- skýra muninn á friðlýstu svæði og svæði sem er á náttúruminjaskrá. „Náttúruminjaskráin slær því fóstu að staðurinn hafi gildi. Það eru ýmist fræðimenn eða heima- menn sem vekja athygli á gildi staðanna. Ein ástæðan getur verið sú að staðurinn sé mjög nálægt þéttbýli. Þá eiga fleiri kost á að njóta hans. Hægt er til dæmis að nota staðinn til uppfræðslu fyrir skóla," segir Arnþór. Þegar litið er til strandarinnar á Seltjarnarnesi segir Arnþór að gildi hennar sé augljóst þar sem hún nýtist mörgum. Ef fjörunni yrði breytt væri nauðsynlegt að fara með skólabörnin lengra til þess að skoða fjöru. „í flestum tilfellum er auðvelt að sjá í skýrslum eða gögnum rök- Svæðið skammt frá Ráðagerði á Seltjamarnesi þar sem heitavatnsboranir fara nú fram. DV-mynd BG stuðning fyrir því að staðurinn hefur verið settur á skrá en ferlið tekur langan tima. Náttúruminja- skráin er oft undanfari friðlýsing- ar, við teljum þá svæðið þess virði að verða friðlýst," segir Arnþór. Að sögn Arnþórs hefur það ákveðna lögfræðilega þýðingu ef staðurinn er friðlýstur. Ef hann gengur kaupum og sölum hefur Náttúruverndarráð forkaupsrétt í sínu sveitarfélagi. „Gefin er út sérstök auglýsing um svæðið sem virkar eins og reglu- gerð sem ráðuneytið gefur úr. Áður en þær reglur koma út þurfum við að leita sérfræðiálita og samþykkis rétthafa, landeiganda, ábúanda, sveitarfélagsins og ýmiss konar hagsmunaaðila. Ef samkomulag næst ekki er okkur heimilt að aug- lýsa að friðlýsing standi til og gera mönnum kleift að gera bótakröfur. Þetta er oft langt ferli og tekur lang- an tíma. Það er ekki leyfilegt að gera hvað sem er við staði sem eru á náttúru- minjaskrá. Ég geri ráð fyrir að það sé heimilt að bora á Seltjarnarnesi frá lagalegu sjónarmiði séð, þar sem ekki er um friðlýst svæði að ræða. Við viljum samt gjarna fylgj- ast með þessu. Við höfum ekki lagalegan grundvöll til þess að stöðva framkvæmdir á svæðum sem eru á náttúruminjaskrá en það er ákveðin siðferðileg skylda að láta vita af því ef á að breyta ein- hverju," segir Amþór. Borunin á Seltjarnarnesi: Hef ði viljað f á að segja mína skoðun segir Jón Hákon Magnússon bæjarfulltrúi „Ég hefði vtijað vita af þessu bet- ur fyrirfram og fá að segja mína skoðun. Ég mun taka þetta upp á meirihlutafundi í næstu viku og undirbúa umræður í bæjarstjórn. íbúarnir gera þá kröfu að farið sé varlega í umhverfismálum á Sel- tjarnarnesi en millivegurinn er vandrataður þegar þarf að bora svona holu. Ég treysti því bara að hægt verði að laga þetta þanhig að umhverfið fái að njóta sín að fullu að verkinu loknu og vona að þetta gerist ekki aftur. Þetta er ekki eins manns dæmi," segir Jón Hákon Magnússon, bæjarfulltrúi á Sel- tjamamesi. í DV hefur komið fram að undrun hefur vakið hvernig staðið hefur verið að heitavatnsborunum við Ráðagerði á Seltjarnamesi að und- anförnu og hefur Sigurgeir Sig- urðsson bæjarstjóri verið gagn- rýndur fyrir að hafa ekki rætt framkvæmdirnar við samherja sína innan meirihlutans og í bæjar- stjórn. Þá hefur komið fram að Seltimingar óttast að umhverfis- spjöll hafi verið unnin á svæðinu en það er á náttúruminjaskrá. Berglind Ásgeirsdóttir ráðuneytissrjóri: Ekkert sveitarf élag er nú í „gjörgæslu" - beðið eftir ársreikningum sveitarfélaganna „Sveitarfélög era mjög misjafn- lega sett. Við höfum gert á þessu úttekt þar sem í ljós kemur að þau sveitarfélög sem eru verst sett eru þau sem em með í kringum 1000 íbúa. Þessi sveitarfélög axla oft mjög stórar byrðar í þeirri viðleitni sinni að halda uppi svipaðri þjón- ustu og þau sem stærri eru. I út- tektinni komu þessi sveitarfélög verst út og ég á ekki von á að það hafi breyst," segir Berglind Ás- geirsdóttir, ráðuneytisstjóri í fé- lagsmálaráðuneytinu. Miklar framkvæmdir smærri sveitarfélaga, þar sem jafnvel tekst ekki að ljúka þeim verkefnum sem lagt er upp með en eftir sitja skuld- ir sem em allt að því óviðráðanleg- ar, kalla á þær spumingar hvað gerist ef rekstur sveitarfélags fer í þrot. „ Ef sveitarfélag lendir í alvarleg- um fjárhagsörðugleikum hefst ákveðið ferli þar sem við komum að málinu. í fyrsta lagi þarf sveitar- stjórnin að tirkynna til okkar aö fjárhagserfiðleikar séu orðnir slík- ar að þeim sé það ofviða og ekki sé lengur hægt að standa í skilum. Ráðuneytinu er þá heimilt að veita styrk úr jöfnunarsjóði meö þeim skilyrðum sem ráðuneytið setur. Þá má heimila sveitarfélagi að setja álag á útsvar til að auka tekjur. Ef þetta nægir ekki getur ráðuneytið svipt viðkomandi sveitarstjóm sjálfsforræði og skipað hreppnum fjárhagsstjóm," segir Berglind. Berglind segir að ekkert sveitar- félag sé nú á „gjörgæslu" ráðuneyt- isins og eina dæmið um slíkt sé Hofsós fyrir nokkrum ámm. Hún segir ekki ljóst hvort eða hve mörg sveitarfélög séu að komast á hættu- stig þar sem ársreikningar hafi ekki enn borist frá öllum sveitarfé- lögum vegna síðasta árs. I árbók sveitarfélaga kemur fram að á undanfórnum árum hafa þrjú sveitarfélög fengið styrk úr Jöfn- unarsjóði vegna fjárhagserfiöleika. Suðureyrarhreppur hefur fengið rúmar 20 milljónir, Presthóla- hreppur (Kópasker) hefur fengið svipaða upphæð. Þá hefur Hofs- hreppur fengið framlag úr sjóðnum vegna erfiðleika. í nefndaráliti, sem fjallar um leið- ir til úrbóta, er lagt til að sú viðmið- un verði látin ráða varðandi fjár- hag 'sveitarfélaga að nettóskuldir ættu ekki að fara yfir 50% af sam- eiginlegum tekjum. Þá er lagt til að mat á hættumörkum hggi við 80% hlutfall skulda af tekjum. Tekinn tvisvar sömu nóttina Það er óhætt að segja að karlmaður nokkur á fertugsaldri hafi komist í kast við laganna verði á Akureyri í fyrrakvöld og aðfaranótt fimmtu- dags. Maðurinn var handtekinn um kvöldmatarleytiö og færður á lög- reglustöðina, enda grunaður um ölv- unarakstur. Honum var sleppt að lokinni blóðsýnatöku o.þ.h. en skömmu eftir miönætti hafði lögregl- an aftur hendur í hári hans, nú fyrir að brjóta rúðu í versluninni Amaró í Hafnarstræti. Þar var maðurinn á ferðinni ásamt öðrum og búinn að vökva sig hressilega frá því hann var tekinn fyrr um kvöldið. Eskifjörður: Betri tíð í Hulduhlíð Regiim Thorareiisen, DV, Eskifirdi: Að sögn Áma Helgasonar, fram- kvæmdastjóra elliheimilisins Huldu- hlíðar á Eskifirði, var tap á rekstrin- um 2,7 millj. króna í fyrra. Hins veg- ar lofa fyrstu þrír mánuðirnar í ár góðu með aðhaldi á öllum sviðum í anda Sighvats ráðherra. Stærsti útgjaldaliðurinn er laun starfsfólks, 28 millj. króna í fyrra. 25 manns em á launaskrá, meirihlutinn í hlutastarfl. Vistmenn em 21.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.