Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 6
FÖSTUDACUR 15. JUll 1994 Neytendur Ókeypis tjald- stæði í kjölfar verðkönnunar DV á tjaldstæðum hafa Neytendasíö- unni borist upplýsingar utn að nokkuð sé um það að lítil bæjar- félög úti á landi b'jóði fólki ókeyp- is gistingu á tialdstæðum sínum. Vert er fyrir fólk á ferðalagi að hafa þetta í huga þvi ekki ætti aö vera erfitt að afla sér upplýsinga á því svæði sem farið er um. Samsetn- ing sorps í tölum frá Hollustuvernd ríkis- ins frá 1992 kemur fram að sam- setning heimilissorps er eftirfar- andi: Lífrænn úrgangur 29%, pappír 27,2%, plast 9,1%, gler 8,2%, pappi 5,2%, tau og gúmmí 4,2%, timbur 3,2%, bleiur 2,3%, spilliefni 0,3%. Síöustu 6,4 pró- "sentin fara síðan í endurvinnslu. Húsráð Fitublettir ábókum Oft koma fitublettir í bækur sem lánaðar eru út. Losna má við þá á eftirfarandi hátt: Biandaðu saman talkúmi og hreinsuðu bensinj og stráðu því á blettina. Láttu þetta liggja smástund og burstaðu síðan blðndu og flekki brott. Strokleðr- ið hreinsar Plaststrokleður fjarlægir furðu marga yfirborðsbletti af flíkum, húsgögnum, veggfóðri o.fl, En athugaðu fyrst á leyndura stað hvort flöturinn þolír þessa með- ferð. Lökkuö og máluð husgögn þola ekki strokleður áð neinu ráði - það koma á þau mattir blettir. Agnirnar úr strokleörínu; eru stroknir af með bursta - ekki meðhendi. Silfurborð- búnaður Silfurborðbúnaðw sem orðinn er gulur - td, af eggjum - hreins- ast á augabragöí ef honum er \ stungið í glas með saltvatni og; bút af silfurpappír. Hækkar kaffi um tugi prósenta? Miklar sveiflur og ómögulegt að spá - DV gerir verðkönnun á fimm tegundum I kjölfar samkomulags Suður- og Mið-Ameríkuríkja um að takmarka sem fer á markað, spákaup- manna í framhaldi af því og nú síð- ast frostnátta í Brashíu, sem eyði- lögðu 20-25% af uppskeru landsins, horfa menn fram á að verð á kaffi á íslandi kunni að hækka um tugi pró- senta á næstu vikum. Friðþjófur Ó. Johnson, forstjóri Ó. Johnson og Kaaber, spáir miklum sveiflum á markaðnum og segir erfitt að sjá fyr- ir hvað muni nákvæmlega gerast. Það eitt sé víst að kaffi sé þegar farið að hækka og muni eiga eftir að hækka enn frekar. Þrjár tegundir dýrastar hjá Hagkaupi Landinn þykir nokkuð drjúgur í kaffidrykkjunni og því mun verðið á Hvað gera kaffiþyrstir ef verðió á drykknum hækkar upp úr öllu valdi? DV-mynd SIS Kaffi (Gevalía Kólombía 500 g) ' HHæsta 0Wæst ^Lægsta lægsta Nóatún KEA- Bónus Nettó 22Í Verslanir í könnuninni Hagkaup(259) Bónus(235) Fjarðarkaup (255) Garðakaup (257) Nóatún (299) 10-11 (258) KEA-Nettó (228) mzft Verðkönnun á kaffi Gevalia Koiombia, 500 g Merrild Ríó, 103, 250 g 500 g Rauður Marino, Rúbin, 454 g 500 g Hagkaup 259 289 151 273 214 Bónus 235 259 239* - 192 Fjarðarkaup 255 284 131 237 - Nóatún 299 289 120 - 209 10-11 258 248 129 272 213 KEA-Nettó 228 - 249 - Garðakaup 257 284 142 323 - * Tveir pakkar seldir saman á 239 krónur. Vinningshafí í áskriftargetraun DV: Nýílutturí bæinn „Þetta er sérlega ánægjulegt. Ég vel til fundið að verðlauna skuld- er nýfluttur í bæinn frá Þórshöfn og er ekki enn kominn í vinnu. Það kemur því á besta tíma fyrir mig að fá matarkörfu hjá 10-11," sagði Gísh Óskarsson, kampakátur vinnings- hafi í áskriftargetraun DV. Gísli sagðist vera búinn að vera áskrifandi að DV í tíu ár og sagði að sér fyndist lausa áskrifendur með þessum hætti. Gísh var í hópi áskrifenda sem dregnir voru út um mánaðamótin apríl-maí og sótti verðlaunin nú fyrst á dögunum. Sex nýir vinnings- hafar í áskriftargetraun DV bættust við nú um síðustu mánaðamót og eru þeir þá orðnir 30 aUs. því hafa áhrif á þyngd pyngjunnar. DV hringdi í nokkrar verslanir til þess að kanna verð á fimm tegund- um, Gevalia Kólombía kafíi, 500 g, Merrild 103,500 g, Ríó, 250 g, rauðum Rúbín, 500 g, og Marino, 454 g. Versl- anirnar í könnuninni voru Hagkaup, Bónus, Fjarðarkaup, Garðakaup, Nóatún, 10-11, og KEA-Nettó. Hagkaup er í þremur tilvikum af fimm með hæsta verðið, í eitt skipti reyndar ásamt Nóatúni og Nóatún selur ennfremur aðra tegund á hæsta verði. Bónus býður tvívegis ódýrustu tegundirnar, Fjarðarkaup, KEA- Nettó og 10-11 einu sinni hver búð. Með því að umreikna hverja teg- und í verð á 500 g einingu kemur í ljós að ódýrasta kaffið er Marino kafll hjá Bónusi, 211 kr. 500 g (192 kr. 454 g) og dýrasta kaffið er rauður Rúbín hjá Garðakaupi, 323 kr. 500 g. Gísli Óskarsson með vinningsskjal frá 10-11 búðunum. Endurvinnsla lífræns sorps á Kjalarnesi: Eram aftarlega á merinni í sorpmálum - segir Helga J. Bjarnadóttir verkefnastjóri „Megintilgangurinn með þessari segir Helga og bætir við að helm- tilraun er að kanna hvort einhver grundvöUur er fyrir svona víð- tækri heimajarðgerð í löndunum þremur sem taka þátt, Færeyjum, Grænlandi og íslandi. Það sem skiptir mestu í þessu er mannlegi þátturinn, hvort fólk er almennt tilbúið til þess að gera þessa hluti, en síðan höfum við áhyggjur af sorpsamsetningunni," segir Helga J. Bjarnadóttir, verkefnastjóri til- raunar sem gerð er fyrir tilstuðlan umhverfisráðuneytisins og kostuð af Norrænu ráðherranefndinni. Tilraunin felst í því að 20 fjölskyld- ur á íslandi, 20 í Færeyjum og 10 á Grænlandi taka þátt í að endur- vinna Ufrænt sorp sem fellur til á heimUum í eitt ár. Það verður sett í þar til gerð varmaeinangruð Uát þar sem úrgangurinn ætti að geta oröið að gróðurmold á þremur til fjórum mánuðum. Vantar stoðefni „í Noregi hefur tilraun af þessu tagi gengið vel en við erum ekki eins bjartsýn á að samsetning sorpsins sé af réttri gerð í löndun- um þremur. Við þurfum mikið af sk. stoðefnum, trjákurU, þurrkuð- um garðagróðri, heyi, hálmi og þess háttar, og við hófum áhyggjur af því að fólk hafi ekki nóg af þess- um efnum á heinúlunum, sérstak- lega á veturna. Við tejjum hlutfaU- ið á miUi matarúrgangs og stoðefna vera 3-4 á móti 1 og án stoðefnanna verður niðurbrotið ekki nógu gott," ingur þátttakendanna muni gera tilraun með notkun dagblaðapapp- írs, pappa og óbleikts pappírs til viðbótar við önnur stoðefni. Prent- svertan sé sögð vera orðin um- hverfisvæn og spennandi verði að skoða hvernig það kemur út. Fylgst verður mánaðarlega með hverri fjölskyldu og sýni tekin úr ílátunum í lok verkefnisins. Helmingi ódýrari sorphirða „Gangi þessi tilraun eins og við erum að vona gætu fámenn sveit- arfélög sparað stórar upphæðir í sorphirðukostnaði. Þar sem stund- uð er heimajarðgerð af þessu tagi, í Noregi t.d., er sorp aðeins sótt aðra hverja viku. Hirðing sorps í dreifbýU er um 70% af heUdar- kostnaði við meðhöndlun á sorpi og yrði heimajarðgerðin almenn mætti lækka há tölu um allt að helming. Krafan um endurvinnslU er alltaf að aukast og við erum mjög aftar- lega á merinni í þessum málum ef við berum okkur saman við ná- grannalöndin t.d. Sums staðar í Noregi verður frá og með næstu áramótum t.d. bannað að blanda Ufræna úrganginum saman við annað sorp en við erum ekki einu sinm farin að hugsa um lífrænan úrgang, hvað þá annað," segir Helga J. Bjarnadóttir, starfsmaður Iðntæknistofnunar og umsjónar- maður tihaunarinnar. Stórar fjárhæðir? „Ef þetta gengur eins og vonast er til gæti hér verið um stórar fjár- hæðir að ræða þegar til lengri tíma er Utið. Sorphirðan kostar okkur um mUljón á ári og aðra mUljón kostar það sem fer til Sorpu. Ef spara mætti t.d. helming beggja imUjónanna hjá okkur er ljóst að um verulegar upphæðir yrði að ræða hjá stærri sveitarfélógun- um," sagði Jón Pétur Líndal, sveit- arstjóri á Kjalarnesi, aðspurður um hvað tilraun um endurvinnslu líf- ræns sorps, sem 20 fjölskyldur á Kjalarnesi taka þátt í, gæti þýtt fyrir sveitarfélagið. „Það er mikUl áhugi á þessu hér og ég er ekki í vafa um að ef vel gengur hér ætti þetta aðjganga vel í stærri sveitarfélögunum. í þessu tihdki er þetta bara spurning um vUja og það þarf enginn að segja mér að Reykvíkingar gætu ekki flokkað lífræna sorpið frá eins og við erum að gera. Nú er komið að því að hver og einn þarf að taka sér tak og hugsa um hvað hann geti gert í þessum málum áður en í óefni verður komið. Enn sem komið er vitum við ekki hvernig til tekst en vonum það besta," sagði Jón Pétur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.