Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1994 Sandkorn Fréttir IMýr leikur Ummæliþau semhöfövoru eftiriþrótta- fréttamönnum SJónvarpsinsí síðastaSand- korriivöktu nokkraathygíi. íhitaleiksins hafamörggull- kominheyrstí lýsingunumog ekkiannað hægt en áð hafa gaman af. Arnar Björns lýsti ieik Itala og Búlgara í fyrrakvöld og fór þaö þokkalega vel úr hendi. En eitt sinn sagði Arnar svo dásamlega: Jtalir hafa ekki leikið þennan leik áður í keppninni." Við þetta kom upp í huga Sandkörnsrit- ara gömul og góð saga af spekingi einum sem var aö horfa á endurtekn- ingu á marki í sjönvarpsleik og ságðí: , ,DjöfulI er hann góður þessi Replay. Hann skorar svo miMð af mörkum.'' I gjörgæslu Sveitarfélög- inílandinueru raðrghver skuldumvafin. Sumhafaverið svoillastöddað þauhafaverið settísvokall- aðagjörgæslu ogmisstfjár- forrseðiámeð- anskuldastað- anhefurverið löguð. Onefhdur hlaðamaður þurfti að fá upplýsingar frá hinu opinbera og hringdi í félagsmálaráöuneytið. Blaðamaðurinn vildi fá að tala við einhvern sem vissi hvenær skuldug sveitarfélögfæruíþessagjörgæslu. Eitthváð vafðist þetta erindi fyrir simastúlkunni og þurfö blaðamaður- inn aðhíða um stund eftir að fáað tala við einhvern. Síðan var aflt í einu svarað: ,$eilbrigðisréðuneytið.'' Samkvæmt þessu þætti Sandkorns- ritaragott að vita hvaða s veitarfélag lægi á gjörgæsludeildLandspitalans? Verðum viðþá ekM að tala um upp- skurð á útgjöldum sveitarfélaga? Endurvínnsla Héráðurfyrr varalþekktað henda engu matarkynsog nýtaalltupptil agna.Þessisið- urersjaldséður ífarinútíma- mannsinsog frekarítiskuað endurvinnaaflt semfleygterá haugana.ÍBæj- arins besta á ísafiröi segir af vest- firskri ungmey í húsmæðraskóla. Þar var veriðaðfræða dömurnar um endurnýtingu hlutaog hoflustúhætti og síðan sest að kvðldverði. Á boð- stólum var nýtt slátur og að sjálf- sögðu soðið í vömbum. Ungmeyjan ætlaði áldeílis að læra af fræðsíunni og át umbúðirnar ásamt innihaldinu. Kennaranum þóttiþetta athyglisvert og sagði með aðdáun: „Svo þú borðar vambirnar líka." Meyjunni varð um og ó og sagði: „Ó, guð almáttugur. Þú hefur kannski ætlað að nota þær aftur?" Ekki gráta! íknaftspyrn- unmhöfumvið bæðistjðrnur ogminnispá- menn.Sfjörn- urnarhafafast sæöíliðisínu enhinirverða ; oftaðverma varamanna- bekkinn.ítii- efniafHMÍ knattspyrnui Bándaríkjunum rifjar blaðið Fréttir í Vestmannaeyjum upp ágæta fót- boltasöguúrByjunum. Segirþaraf frægustu varamönnum ÍBV í gegnum tíðma sem blaðið telur vera Jón O. Daníelsson, Kára Vígfússon og Guð- mund Briingsson, sem reyndar allir rekaveiöngastaðíEyjumnú. Fyrir nokkrum árum var guttaleikur í 5. öokkí og besti leikmaðurinn var sett- ur á bekkinn. Hann fór aðhágráta enþáheyrðistisyni Guðmundar sem varísamaliði: „Blessaður vertu. Pabbi var varamaður í mörg ár hjá ÍBV og hann fór aldrei að gráta." Álitlegur kostur að gera fríverslimarsamning við Bandaríkin: ísland sæki um aðild að NAFTA - er niðurstaða athugunar sem ungur stjórnmálafræðingur hefur unnið „Út frá viðskiptalegum forsendum er það álitlegur kostur fyrir ísland að gera fríverslunarsamning við Bandaríkin og/eða sækja um aðild að NAFTA," segir Viggó Einar Hilm- arsson, sem nýlokið hefur BA-prófi í stjórnmálafræði, í niðurstöðum lokaverkefnis síns við Háskóla ís- lands sem heitír „Fríverslun íslands og Norður-Ameríku". Til þess að svara þeirri spurningu hver hagur íslands yrði við gerð frí- verslunarsamnings við Bandaríkin eða vegna aðildar að NAFTA (frí- verslunarsamningi Norður-Amer- íku) eru í ritgerðinni skoðuð við- skipti íslands við aðildarríki NAFTA og önnur Ameríkuríki, líklegar áherslur íslenskra stjórnvalda bom-. ar saman við ákvæði NAFTA og hugsanlegur ávinningur íslands metinn. Niðurstöður þessara atriða reyndust í öllum tilvikum jákvæðar út frá efhahagslegum forsendum. „Ef tekið er mið af viðskiptum ís- lands við Bandaríkin og þeim auknu tækifærum sem virðast vera fyrir hendi í mörgum ríkjum Rómönsku Ameríku virðist það vera álitlegur kostur fyrir ísland að beina viðskipt- um í auknum mæli vestur á bóginn. Tollfrjáls aðgangur að stærsta mark- aði heims, Bandaríkjunum, og aukin samvinna við Mexíkó og jafnvel önn- ur ríki Rómönsku Ameríku á sviði sjávarútvegs hlýtur að vera kostur sem Island verður að íhuga gaum- gæfilega. Niðurfelling tolla og ann- arra viðskiptahindrana með fríversl- unarsamningi myndi skapa svigrúm til þess að tryggja markaðsaðgang fyrir íslenskar vörur og þjónustu í enn frekari mæli en nú er fyrir hendi," segir Viggó. Höfundur kemst að þeirri niður- stöðu að stofnanauppbyggingin og samstarfið í NAFTA er langt frá því að vera eins viðamikið og bindandi og innan Evrópusambandsins. Segja megi að meginmunur NAFTA og ESB felist m.a. í því að í NAFTA sé ekki um framsal á ríkisvaldi að ræða, frjáls flutningur vinnuafls sé ekki leyfður innan aðildarríkja NAFTA nema um viðskiptamenn sé að ræða, NAFTA sé ekki tollabandalag og í NAFTA sé ekki ráðgert að viðhafa sameiginlega stefnu í málum eins og sjávarútvegs- og landbúnaðarmál- um. Höfundur telur aö viðbrögð banda- rískra stjórnvalda við hugmyndum um nánara samstarf viö ísland á við- skiptasviðinu gefi til kynna að frí- verslunarsamningur við Bandarikin geti verið raunhæfur möguleiki. Þó sé Ijóst að ef ákveðið yrði að leita eftir gerð fríverslunarsamnings við Bandaríkin gætu samningaviðræður ekki hafist fyrr en 1995. Þýsk hjón í hringferð á vélhjóli Jóhann Jóhannssan, DV, Seyðisfirði: Hún heitir Irena M. Pinneberg frá Hamborg og kom hingað til íslands ásamt eiginmanni sínum. Þau voru á heimleið, þegar fréttaritari DV hitti þau á förnum vegi. Hún talar aðeins þýsku en eiginmaðurinn er ensku- mælandi. Tímann hér höfðu þau not- að til hringferðar um landið á vél- hjóli sem þau höfðu meðferðis. Þetta var fyrsta heimsókn þeirra til íslands en þau höfðu aflað sér fróðleiks um land og þjóð fyrir ferð- ina með lestri og á annan tiltækan hátt. Landið brást ekki vonum þeirra. Flest reyndar eins og þau höfðu búist við, svo sem veðrátta og landslag. Þau bjuggu í rjaldi og .skoðuðu allt vandlega. Þeim fannst íslendingar samt heldur fálátír og ekki tilbúnir til samræðna eða annarra sam- skipta. Tungumálaerfiðleikar kunna að hafa valdið einhverju um en þetta var þó á annan veg en þau væntu. Að öllu öðru leyti voru þau ánægð með ferðina og kynnin við land og þjóð og þau hlakka til að koma hing- að aftur. Irena hin þýska og vélhjólin. DV-mynd Jóhann Eiginkonan af lar ekki minna en skipstjórinn Júlía Imsland, DV, Höftu „Þetta hefur verið mjög lélegt í sumar. Við höfum verið með lúðu- línu og erum ekki búin að fá nema 500 kg af lúðu í heildina. við vorum að taka upp og ætium að stoppa þar til í ágúst að ýsuveiði byrjar og ná þá því litla sem er eftir af kvótan- um," segir Páll Guðmundsson á Von SF. Páll segir að nú hefði verið betra að vera með krókaleyfi en þar sem bátur hans er 9 tonn á hann ekki kost á því. Þar er sex tonn hámarks viðmiðun. „Þegar nýtt kvótatímabil hefst 1. september fæ ég úthlutað 18 'A tonni af þorski en hafði 70 tonn í viðmiðun þegar kvótinn var settur á. Svo á ég ýsu- og ufsakvóta líka." Dagný Rögnvaldsdóttir, eiginkona Páls, hefur róið með honum síðan í apríí og sagði Páll að hún stæði sig mjög vel. Erfitt væri að segja hvort þeirra veiddi meira. Dagný segist kunna vel við sig á sjónum og lítið hafa fundið fyrir sjóveiki. Páll og Dagný nýkomin í höfn. Þau seldu lúðuna úr róörinum á 305 kr. kílóið hjá Fiskmarkaði Hornaf jarðar. DV-mynd Júlía Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokM 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 Innlausnardagur 15. júlí 1994. 1. flokkur1991: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.386.887 kr. 100.000 kr. 138.689 kr. 10.000 kr. 13.869 kr. 3 flokkur1991: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.234.062 kr. 500.000 kr. 617.031 kr. 100.000 kr. 123.406 kr. 10.000 kr. 12.341 kr. 1. flokkur1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 6.077.271 kr. 1.000.000 kr. 1.215.454 kr. 100.000 kr. 121.545 kr. 10.000 kr. 12.155 kr. 2. flokkur1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.981.897 kr. 1.000.000 kr. 1.196.379 kr. 100.000 kr. 119.638 kr. 10.000 kr. 11.964 kr. 1. flokkur1993: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.509.017 kr. 1.000.000 kr. 1.101.803 kr. 100.000 kr. 110.180 kr. 10.000 kr. 11.018 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. C&l HÚSN&ÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUCURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 69 69 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.