Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1994 U I>V Fréttir Skilmálar um greiðslukort: I í > Hallar ekki á neytendur - segir framkvæmdastjóri VISA - sum ákvæðin of einhliða að mati Neytendasamtakanna „Við teljum ekki að það halli á einn eða neinn í þessum skilmálum. Við erum mjög neytendasinnaðir hérna og höfum iðulega gengið lengra en jafnvel Neytendasamtökin í því að verja rétt okkar korthafa, einkum gagnvart ferðaskrifstofum," segir Einar S. Einarsson, framkvæmda- stjóri VISA, í samtali við DV. Borin var undir Einar frétt frá Neytendasamtökunum um að þau hefðu óskað eftir því við samkeppnis- ráð að það legði hann við ákvæðum í skilmálum um greiðslukort, jafnt debet- sem kreditkort. Að mati Neyt- endasamtakanna eru skilmálarnir óréttmætir og brjóta í bága við 37. grein samkeppnislaga. Neytendasamtökin gera einkum athugasemd við skilmála um ábyrgð aðila. Korthafi ber ábyrgð en korta- útgefendur geta firrt sig ábyrgð hafi þeir sýnt það sem heitir „eðlileg að- gæsla" í skilmálmum. Það telja Neyt- endasamtökin mjög rúmt orðalag. Að mati Neytendasamtakanna er um að ræða ójafnvægi milli réttinda og skyldna, annars vegar kortaútgef- anda og hins vegar korthafa. Sigríður A. Arnardóttir, lögfræð- ingur Neytendasamtakanna, bendir á að samkvæmt skilmálunum beri korthafi ábyrgð á korti sínu fram að því að hann tilkynnir um glötun þess. Hún bendir einnig á að sumir noti kort ekki mikið og uppgötvi því ekki strax að það sé glatað. Því geti liðið einhver tími þar til tilkynnt er um hvarf þess og er þá eigandi kortsins ábyrgur fyrir úttekt á kortinu. „Við bíðum núna eftir niðurstöðum frá samkeppnisráði og því miður á ég von á því að það taki langan tíma," segir Sigríður A. Arnardóttir, lög- fræðingur Neytendasamtakanna. „Við erum nýbúnir að yfirfara alla þessa skilmála og það kemur okkur mjög spánskt fyrir sjónir að Neyt- endasamtökin skuli ekki kynna sér málið betur og taka það upp milli- liðalaust áður en Jþau senda það til samkeppnisráðs. Eg lít á að þau séu aðeins að vekja athygli á samtökum sínum. Við sendum bæði debetkorta- skilmálana og kreditkortaskilmál- ana til yfirlestrar í fyrra til samtak- anna og þau höfðu tækifæri til að taka þátt í að móta skilmálana. Það barst engin umsögn eða ábending frá þeim þá," segir Einar. Alþjóðleg fyrirmynd „Þessir skilmálar byggjast á alþjóð- legri fyrirmynd og halla að okkar mati ekki neitt á korthafana, þvert á móti. Á undanförnum árum hafa komið upp ágreiningsmál korthafa. Þá hafa þau mál undantekningalaust verið leyst á þann hátt að tjónið lend- ir á okkur en ekki á korthafanum," segir Atii Örn Jónsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Eurocard. „Orðalagið um ábyrgð korthafans hefur verið betrumbætt mjög mikið á undanförnum árum. Það er ná- kvæmlega í samræmi við alþjóðlegar reglur. Ábyrgð og skyldur korthaf- ans eru alltaf fyrir hendi og verða að vera það. Korthafa ber að tilkynna okkur ef kort er glatað og getum við þá stoppað kortið á nokkrum sek- úndum um allt kerfið. Ef við erum ekki látnir vita þá getum við ekki gripið til viðeigandi aðgerða," segir AthÖrn. „Neytendasamtökin telja ýmis ákvæði í skilmálanum einhliða. Við hófum óskað eftir viðbrögðum frá framkvæmdanefnd um debetkorta- vinnsluna. í henni starfa aðilar frá bönkunum, sparisjóðunum og korta- fyrirtækjunum. Við hófum óskað eft- ir þeirra athugasemdum og skýring- um," segir Páll Ásgrímsson hjá Sam- keppnisstofnun. Þess má geta að í forsvari fyrir framkvæmdanefhdina er Halldór Guðbjarnason, banka- stjóri Landsbankans, én ekki tókst að ná í hann vegna málsins. VEISU/ Askriftarsímjnn er 63-27.00 Island Sækjum það heim! að húsbúnaðardeild Húsgagnahallarinnar er smám saman að spyrjast út fyrir faljeot úrval oe LÁQTVORUVERÐ Húsgapahöllín Stw htfw fenfr %m mmm Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu um bruggtæki utan vegar við Hafravatn síðdegis á miðvikudag. I Ijós kom að þetta voru tvær bruggtunnur sem virtust hafa dottið af bíl eða öðru farartæki. Sterka angan lagði úr tunnunum þannig að lögreglan var ekki í vafa um að brugg hefði verið í þeim. Tunnurnar voru fluttar á lögreglustöðina. DV-mynd Sveinn u> GaíínCffcmirm) ^—S Laugavegi 178 Kvöldverdartilbod vikuna 15/7 - 22/7 * Eldsteikt humarkjöt í estragonrjómasósu * Glóðað lambafillet m/villtum jurtum og piparsoðsósu * Isdúett m/hnetum og ávöxtum Kr. 1.950 Borðapantanir í síma 88 99 67 \ Bannað að fflytja hörpuskel á milli byggðarlaga - nema meö leyfi sveitarstjórna Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Viö höfum fengið bréf frá sjávar- útvegsráðuneytinu og þar segir að okkur sé óheimilt að vinna hörpu- skel frá Húnaflóa. Það var ætlun okkar að nýta 500 tonna kvóta sem enginn á Hvammstanga virtist ætla að nýta. Fyrirhugað var að fá stuðn- ing sveitarstjórnarmanna á staðnum og reiknað með að þeir myndu sam- þykkja það. Síðan kom í ljós eftir á að Meleyri á Hvammstanga ætlar að nýta kvótann. Þáð er ekkert nema gott um það að segja. Við förum bara á önnur svæði," sagði Ellert Vigfús- son, framkvæmdastjóri íslenskra íg- ulkera hf. í Njarðvíkurhverfi í Suð- urnesjabæ, í samtali viö DV. Samkvæmt lögum er bannað að fiytja hörpuskel milli byggðarlaga nema að sérstakt leyfi fáist hjá við- komandi sveitarfélögum. ígulker hf. sendi sjávarútvegsráðuneytinu bréf til að fá leyfi að veiða hörpuskel í Húnaflóa. Ráðuneytið synjaði en sagði fyrirtækinu að snúa sér til sveitarsrjórnarmanna á Hvamm- stanga. Þegar það var gert kom í ljós að Meleyri ætlar að nýta kvótann. „Þetta eru gamlar reglur sem eru löngu orðnar úreltar. Fyrst þórskur er keyrður landshorna á milh hvers vegna er þá bannað að flytja hörpu- skel miUi staða," sagði Ellert. Attu samleið með frjálshyggjunni eða viltu vernda samhjálp og velferð? - félagshyggjublaðið. Sími 631-600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.