Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 18
26 FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1994 Iþróttir unglinga Reykjavíkurmót 6. flokks í knattspyrnu: Strákarnir eru frábærir - ÍR meistari í A-liði, KR í B- og C-liði ogFylkir í D-liði A-liö ÍR varð Reykjavíkurmeistari í 6. flokki í knattspyrnu 1994. Aftari röð frá vinstri: Páll Erlingsson þjálfari, Olaf- ur Benediktsson, Davíð Pétursson, Kristinn Hrafnsson, Einar Þór Sigurðsson og Bjarni Eiðsson, liðsstjóri. - Fremri röð frá vinstri: Eyjólfur Héðinsson, Hafsteinn Vilbergsson, Gunnar Hilmar Kristinsson fyrirliði, Ólafur Þór Þórðar- son og Eiður Ottó Kjartansson. Myndir af meisturum KR í B- og C-liðum birtast eftir helgi. DV-myndir Hson D-lið Fylkis varð Reykjavikurmeistari í knattspyrnu 6. flokks 1994. - Fremri röð frá vinstri: Þórður Freyr Söebech, Sveinn G. Þórhallsson, Hjalti G. Pétursson, Bjarni Helgason fyrirliði, Alexandra G. Frímannsdóttir og Magnús Freyr Magnússon. - Aftari röð frá vinstri: Halldóra S. Ólafsdóttir, Hjörtur Torfi Halldórsson, ívar Baldvinsson, Orri örvarsson, Bergur Ingi Bergsson og Halldór örn Þorsteinsson þjálfari. Heimsmeistaramót unglinga í frjálsum íþróttum í Lissabon: Sunna og Haukur keppa í spretthlaupunum Landsliðsnefnd FRÍ hefur ákveðið að senda tvo keppendur á heims- meistaramót unglinga í frjálsum íþróttum sem haldið verður í Lissa- bon í Portúgal dagana 20. til 24. júlí. Tveir mjög efhilegir sprett- hlauparar hafa verið valdir til að keppa fyrir íslands hönd. Það eru þau Sunna Gestsdóttir, USAH, og Haukur Sigurðsson, Ármanni. Sunna keppir í 200 metra hlaupi. Hún á bestan tíma 24,54 sekúndur sem hún náði á Reykjavíkurleikun- um í júní sl. Sunna er 17 ára og hefur aldrei áður keppt á HM ungl- inga. Hún hefur keppt á Norður- landameistaramótum og ólympíu- leikum æskunnar. Haukur keppir í 100 metra hlaupi. Hann á bestan tíma 10,95 sekúnd- ur, frá því í júní sl. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem hann keppir á HM unglinga. Hann hefur áður keppt á Norðurlandamóti. Haukur er 18 ára. Jón Sævar Þórðarson verður þjálfari og fararstjóri keppend- anna. Sunna Gestsdóttir, USAH, keppir í 200 motrunum á HM unglinga. Haukur Sigurðsson, Armanni, mun keppa í 100 metra hlaupi. Það var mikið um að vera á Val- bjarnarvelli 19. júní því þá var leikið til úrslita í Reykjavíkurmóti 6. flokks í knattspyrnu. - Strákarnir sýndu mikla kunnáttu og voru hreint út sagt frábærir. Leikir þeirra voru því mjög skemmtilegir á að horfa. ÍR sigraði í A-liði, KR í B- og C-liði og Fylkir í D-liði. Vorum svakalega þreyttir Gunnar Hilmar Kristinsson, fyrirliði A-liðs ÍR, hafði þetta að segja um úrslitaleikinn: „Ég er mjög ánægður með leikinn þó að hann væri erfiður. Við vorum orðnir svakalega þreyttir á síðustu mínútunum. Mér fannst strákurinn númer 7 hjá Leikni mjög góður. Þetta er í fyrsta skipti sem við vinnum á Reykjavíkurmóti og það er alveg frá- bært," sagöi Gunnar. Víkingarnir erfiðir Bjarni Helgason, fyrirliði D-liðs Fylkis, var að vonum ánægður með Reykj avíkurmeistaratitilinn: „Sigurinn kom okkur ekki beint á óvart en Vík- ingsstrákarn- ir voru þó mjög erfiðir og þegar þeir jöfnuðu, 1-1, varð ég svolít- ið hræddur, en ekkert svakalega. Viö tókum bara vel á og tókst að sigra, 2-1. Jú, það var frá- bært að vinna mótið og fá bikarinn því þetta er í fyrsta skipti sem við verðum Reykjavíkurmeistarar," sagði Bjarni. I keppni um sæti urðu úrslit eftir- farandi. Keppni A-liða 1.-2. Leiknir-IR...............................0-1 3.-4. Fram-KR.................................4-3 5.-6. Fylkir-Víkingur.....................7-1 7.-6. Valur-Fjölnir..........................2-3 Keppni B-liöa 1.-2. Fylkir-KR................................1-2 3.-4. Leiknir-Víkingur...................3-0 5.-6. Fram-Fjölnir..........................3-0 7.-8. Valur-ÍR..................................2-8 Keppni C-liða 1.-2. KR-Fylkir................................3-1 3.-4. Víkingur-Valur......................2-0 5.-6. Leiknir-Þróttur......................0-6 7.-8. Fram-Fjölnir..........................0-4 Keppni D-liða 1.-2. Fylkir-Víkingur.....................2-1 3.-4.Fram-KR.................................3-1 5.-6. Fjölnir-Leiknir.......................1-2 ÍR-Valur..........................................2-2 Bjarni Helgason Umsjón Halldór Halldórsson Golf: Meistaramót áSelfossi Meistaramót Golfklúbbs Selfoss fór fram á Svarfhólsvelli við Selfoss 6.-9. júlí. Úrslit og höggafjöldi í unglinga- flokki urðu þannig. 2. flokkur kvenna: Ásta Jósefsdóttir...............................381 Kristín Stefánsdóttir.........................383 Jóhanna Þorsteinsdóttir..................403 3. flokkur kvenna: MargrétJónsdóttir...........................417 Kristín Pétursdóttir..........................421 Gróa D. Gunnarsdóttir.....................444 Pjltar, 15-18 ára: Asbjörn H. Asbjörnsson...................442 Drengir, 14 ára og yngri: Olafur M. Sverrisson...............,........264 Gunnar.I. Guðmundsson..................297 Stefán O. Guðmundsson...................313 Stúlkur: EsterYrJónsdóttir...........................339 PollamótKSÍ: FHsigraðií B-riðli Spilað var í riðlakeppni Polla- móts KSÍ og Vífilfelís 9. júlí. B- riðillinn var spilaður í Kópavogi á Smáráhvammsvelli og Kópa- vogsveUi og var keppnin í umsjá. HK. - Úrslit leikja urðu sem hér segir: Keppni A-liða Hamar-FH...............................1-10 Njarðvík-Þróttur, R.................7-0 HK-Hamar................................8-1 FH-Njarðvík.............................3-2 Njarðvik-HK.............................2-3 Þróttur,R~FH...........................2-6 HK-Þróttur,R...........................6-0 Hamar-Njarðvík.......................1-5 FH-HK.......................................4-2 Þróttur, R-Hamar2-2 Lokastaðan h)á A-!iðum; FH.................4 4 0 0 23-7 8 HK.................4 Njarðvík........4 Þróttur,R......4 Hamar...........4 3 0 2 0 0 1 0 1 19-7 6 16-7 4 4-21 1 5-25 1 Markahæstir í A-liði: FinnurÓlafsson.HK..................10 SverrirGarðarsson.FH...............7 DavíðÞórViðarsson,FH.............5 Halldór Ö. Halldórsson, Njarðv. .4 Óskar Ö. Hauksson, Njarövik.....4 Rúnar Ó. Einarsson, Njarðvflt ....4 Keppni B-liða Hamar-FH...............................0-15 Njarðvík-Þróttur, R.................1-3 HK-Hamar................................3-0 FH-Njarðvík.............................8-0 Njarðvík-HK.............................4-4 Þróttur,R-FH...........................0-5 HK-Þróttur,R...........................1-4 Hamar-Njarðvík.......................2-3 FH-HK.....................................10-0 Þróttur,R-Hamar..................11-2 Lokastaðan hjá B-Hðum: FH.................4 4 0 0 38-0 8 Þróttur.R.....4 3 0 1 18-9 6 Njarðvík.......4 112 8-17 3 HK.................4 1 1 2 8-18 3 Hamar..........4 0 0 4 4-32 0 Mai'kahæstir í A-liði: Hjálmar Þórarinsson, Þrótti, R...7 JónHelgiJónsson.FH.................7 KarlB.Björnsson,FH..................6 AndriÞorbjörnsson,FH..............6 Hermann V. Jónsson, FH............6 JónP. Guðmundsson, Þrótti, R ...5 Heimir S. Guðmundsson, FH......5 Sveinnmedmet ílBGOmhlaupi Sveinn Margeirsson setti ungl- ingamet í flokki 15-16 ára og varð 1 3. sæti i 1500 metra hlaupi á Eyrarsundsleikunum í Helsing- borg sem fram fóru 9.-10. júlí. Sveinn hljóp á timanum 4,04,69 mín. og bætti íslandsmet Finn- boga Gylfasonar um tæpar fimm sekúndur. Þá varð Sveinn einnig 3. í 800 m hlaupi á 2,01,20 mínút- um. AIls tóku 9 unglíngar frá ís- landi þátt í keppninni og bættu allir sinn árangur enda keppnis- aðstæður eins og best verður á kosið. Önnur úrslit íslensku þátt- takendanna urðu þessi: Helga Guðmundsdóttir varð í 3. sæti í kringlukasti 15-16 ára með 33,58 m kasti. Eva Sonja Schiöth varð í 6. sæti í kringlu- kasti 15-16 ára með 31,20 metra. Guðmundur Þorsteinsson varð i 13. sæti í 2000 metra hindranar- hlaupi á 6,27,00 minútum. Rafn Árnason varð í 2. sæti í hastökki í flokki 14 ára, stökk 1,72 metra. Rafn várð í 6. sæti í lang- stökki með 5,72 metra. Davið Helgason lenti í 7. sæti í 80 metra hlaupí i flokki 14 ára, á 10,02 sekúndum. Rakel Jensdóttir varð i 4. sæti í hástökki í flokki 14 ára með 1,59 metra stökki og varð í 14. sæti j langstökki m'eð 4,82 metra. Sflja Úlfarsdóttir hafhaði í 1S. sæti í langstökM í sama flokki með 4,79 metra. Guðrún Guðmundsdóttir varði 11. sæti í 100 m grindahlaupi í flokki 18 ára, hljóp á 16,32 sek- úndum. L J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.