Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 15, JÚLÍ 1994 Fréttir Umhverfislýti á fallegum útsýnisstað: Gámur staðið í f imm ár við Listasaf n Sigurjóns ekki sótt um leyfi til byggingarnefndar eins og áskilið er Listasafn Sigurjóns Ólafssonar við Laugarnestanga hefur ekki geymslu- aðstööu og notast því við gám sem fenginn var að láni frá Eimskip. Ekki hefur verið sótt um leyfi til bygging- arnefndar fyrir staösetningu gáms- ins sem þykir umhverfislýti á falleg- um útsýnisstað. „Þetta er náttúrlega ekki til prýði en gámurinn er bráðabirgðalausn. í gámnum eru hlutir sem tilheyra safninu. Hann hefur staðið hér leng- ur en við ætluðum. Við fengum hann að láni til að mæta brýnustu geymsluþörfum. Við vonum að við höfum einhvern tíma bolmagn til að koma okkur upp geymslu," segir Birgitta Spur, forstöðumaður lista- safnsins. Gámurinn hefur verið við safnið síðan það var opnað 1989. „Hann stendur fast upp við geymsluskúr sem Sigurjón smíðaði á sínum tíma. Staðsetningin er sú heppilegasta fyr- ir okkur en það mætti mála hann," segir Birgitta. Samkvæmt upplýsingum frá skrif- stofu byggingarfulltrúa hefur ekki verið sótt um leyfi fyrir gámnum. „Það þarf að sækja um leyfi til bygg- ingarnefndar fyrir gámum sem hafð- ir eru á lóöum. Þá er einungis um bráðabirgðaleyfi að ræða. Ég finn engin gögn um leyfisveitingu fyrir umræddum gám," segir Þórdís Jóns- dóttir á skrifstofu byggingarfulltrúa. Að sögn Þórdísar er borgað svo- kallað lágmarksgjald, sem er 2.140 krónur, þegar sótt er um leyfi. Aöalfundur Sýnar í gær: Sáttatónn - tillaga um aðskilnað við Stöð 2 ekki rædd í gær var haldinn aðalfundur sjón- varpsstöðvarinnar Sýnar hf. en fyrir fundinum lá tillaga um aðskilnað Sýnar og íslenska útvarpsfélagsins sem rekur Stöð 2. TUlaga meirihlut- ans í Sýn um aðskilnaðinn var hins vegar ekki tekin fyrir á aðalfundin- um og fundinum var frestað. Málið verður því ekki aftur á dagskrá fyrr en í september ef vílji verður þá fyr- ir því. Það virtist því sem nokkur sáttatónn væri í fuUtrúum beggja fylkinga í gær. Jóhann ÓU Guð- mundsson, ritari stjórnar Sýnar, sagði við DV að menn vildu ekki taka afstóðu til þessa máls ef með nokkru móti væri hægt að leita friðsamlegra lausna. Ný stjórn Sýnar var kjörin á aðal- fundinum í gær en í henni sitja Ósk- ar Magnússon, forsrjóri Hagkaups, sem formaður, Jóhann ÓU Guð- mundsson, forstjóri Securitas, sem er ritari og Gestur Jónsson lögmaður meðsrjórnandi. Gestur og Óskar sátu líka í síöustu stjórn. Á fyrsta fundi stjórnarinnar strax eftir aðalfundinn var ákveðið að Jóhann Óli tæki við af Gesti sem útvarpsstjóri/fram- kvæmdasrjóri Sýnar. Astæðan fyrir skiptingunni er samningur sem Gestur gerði þann 8. júlí sl. við ís- lenska útvarpsfélagið þar sem Stöð 2 eru tryggö afnot af dreifikerfi Sýnar til ársins 1996 og er óuppsegjanlegur á þessu tímabili. Meirihluti srjórnar, þ.e.a.s Óskar og Jóhann, segja að Gestur hafi gert þennan samning án vitundar stjórnar og stjórnarfor- manns sem sé forkastanlegt. Gestur er fulltrúi meirihlutans í Stöð 2 í srjórn Sýnar. Með meirihluta Jó- hanns og Óskars var þessi samning- ur ógildur. Jóhann ÓU Guðmundsson segir að engin áform séu uppi um að segja upp núgildandi samningi við Is- lenska útvarpsfélagið um afnot af dreifikerfinu enda hafi enginn hags- muni af því að Stöð 2 hætti að sjón- varpa, hvorki minni- eöa meirihluti. Jóhann ÓU sagði í samtali við DV í gær að ekki kæmi til greina að semja um þau hlutabréf í Sýn sem deilur hafa staðið um. Núverandi meirihluti í íslenska útvarpsfélaginu hefur boðist til að falla frá lögsókn á hendur fyrrverandi srjórnarmönn- um ef bréfunum verði „skilað" aftur. Sigurður G. Guðjónsson, stjórnar- formaður íslenska útvarpsfélagsins, lýsti því yflr í gær að óvíst væri að til málshöfðunar kæmi. Rannsóknarstofa háskólans í lyfj afræði: Lyfjagjaf ir fefja rannsókn vegna Gýmis „Gýmir fékk lyf eftir að hann meiddist og hahn var líka felldur með lyfjum. Þetta truflar rannsóknina eitthvað en það má segja að hún sé á allgóðum rekspöl. Ég reikna með að við skilum skýrslu um máhð í lok næstu viku," sagði Þorkell Jóhann- esson, prófessor og forstöðumaður Rannsóknarstofu háskólans í lyfja- fræði, í samtali við DV i gær. Rannsókn á sýnum úr gæðingnum Gými, sem var felldur eftir aö hann fótbrotnaði á landsmótinu á Hellu, er ekki lokið. Eins og fram kom í DV í síðustu viku reiknaði Þorkell með að henni lyki í lok þessarar viku en nú hefur komið á daginn að hún tefst að framangreindum ástæðum. Sýnin voru tekin úr hrossinu eftir að sögusagnir komust á kreik um að hrossinu hefðu veriö gefin lyf fyrir keppni. Héraðsdýralæknir á Hellu hefur forsjá með rannsókninni en sýni voru tekin úr hrossinu að Keld- um. Eftir það voru þau send Rann- sóknarstofu háskólans í lyfjafræði að Ármúla 38 í Reykjavík. Þorkell prófessor sagðist búast við að héraðsdýralæknir og yfirdýra- læknir fengju skýrslu um niðurstöð- ur rannsóknarinnar í lok næstu viku. Ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir staösetningu gámsins þótt slíkt sé áskilið. DV-mynd ÞÖK Ari Edwald, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra: Stllttar fréttir Bygging dómhúss hef st á næstunni Ari Edwald, aðstoðarmaður dóms- málaráðherra, segir að framkvæmd- ir við byggingu nýs dómshúss fyrir Hæstarétt á bílastæðinu bak við Safnahúsið við Hverfisgötu hefjist næstu daga og verði þá gengið í að girða af vinnusvæðið og grafa fyrir húsinu. Búið er að bjóða út jarðvinn- una og var Ræktunarsamband Flóa og Skeiða með lægsta tilboðið upp á 51 prósent af kostnaðaráætlun eða um þrjár miUjónir króna. Þegar er búið að greiða tæpar 60 miUjónir fyr- ir hönnun hússins og er sú vinna nú á lokastigi. „Þegar jarðvinnuútboðið fór fram og byggingu hússins var mótmælt var búið að teikna húsið. í framhaldi af því var samið við verkfræðistofu um hönnun hússins til útboðs þannig að sá samningur var gerður á þeim tíma og þeir hafa haldið áfram þeirri samningsbundnu vinnu og lokið henni. Við vorum ekki í aðstöðu til að stöðva það um hæl því þetta var bara samningsbundin vinna sem búið var að ganga frá," segir Ari Edwald. Einar S. Einarsson, f.h. VISA, og Bjarni Finnsson, f.h. Kaupmannasamtak- anna og samstarfsaðila um debetkort, undirritúðu í gær yfirlýsingu um að deilur þeirra um debetkort, gjaidtöku og tæknilega framkvæmd, væru sett- ar niður. „Munu aðilar nú snúa bökum saman og vinna að framgangi þessa þjóðhagslega hagkvæma máls og nútímalega greiðslumáta í góðu sam- starfi," segir i yfirlýsingunni. Á myndinni er auk Einars og Bjama þeir Leifur Steinn Elíasson, aðstoðarframkvæmdastjóri VISA, og Andri V. Hrólfs- son, forstöðumaður markaðsþjónustu VISA. DV-mynd Sveinn RaforkatilHamborgar Umhverfisráðherra Hamborg- m í Þýskalandi er væntanlegur p landsins í því skyni aö karma ;kaup á raforku frá íslandi meö ; sæstreng. RTJV greindi frá þessu. Mikiðþrumuveður : Óvenju langvinnt þrumuyeður var í HerðubraöarUndum í gær og fóru skjálftamælar af stað í látunum. Rússafiskurstreymirinn < Rússafiskur streymir inn öl landsins, þvert á vuja rússneskra :;srjórnvalda um að landa ekki á Islandi vegna veiðanna á Sval- barðasvæðinu. Þetta kom fram á Stöð 2. BiódagaríSviss ¦ Biódögum, nýju kvikmynd Priðriks Þórs Fríðrikssonar, hef- ur verið boðin þáttíaka áLocarno íkvikmyndahátíðinni > í Sviss. Margir heimsþekktir kvik- myndaleiksrjórar hafa stigið síh fyrstu frægðarspor í Locarno. Meirahassogminnavín Samkvæmt nýrri könnun íreykja íslenskir framhaldsskólar nemar meira hass núna en fyrir tveunur þegar sambærileg könn- un var gerð en drekka minna áfengi. Fylgjandiveiðum Meirihlutá þjóðannnar er fylgj- andi veiðum íslenskra skípa á Svalbarðasvæðinu samkvæmt konnun Hagvangs. RMssjón- varpið greindi frá þessu. : Heyskapuríhámarki Heyskapur er kominn vel af stað um land allt Samkvæmt Ríkissjónvarpinu hefur ríðarfar verið bændum hagstætt að und- anfömu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.