Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Blaðsíða 4
Fréttir______________________________________________
Úthafsveiðiráðstefnan í New York:
Fyrirsjáanlegt að
ekki náist niðurstaða
- þýðirfrestunumeittár
„Það er hægagangur á umræöun-
um og næsta fyrirsjáanlegt að þeim
lýkur án niðurstöðu. Það verður að
boða til nýrra funda ef svo fer eins
og nú stefnir í að fundinum ljúki án
niðurstöðu," segir Helgi Ágústsson,
formaöur íslensku samninganefnd-
arinnar á úthafsveiðiráðstefnunni í
New York.
Helgi segir að sögur um vandræða-
gang íslensku samninganefndarinn-
ar, sem hafðar eru eftir Norðmönn-
um, séu einfaldlega rangar og ekki
svaraverðar. En hvað er það sem tef-
ur störf ráðstefnunnar?
„Okkar stefna er ekki breytt í þess-
um málum. Það tekur tíma fyrir
menn aö koma sér niður á orðaiag
og annað. Það er um afar víðtæka
samninga að ræða og ég get nefnt
sem dæmi að það tók 12 ár aö gera
hafréttarsáttmálann," segir Helgi
Gunnar G. Schram,'sérfræðingur í
þjóðarétti, sem sæti á í samninga-
nefnd íslendinga, heldur utan um
helgina til að taka sæti á ráðstefn-
unni á ný eftir hlé sem varð vegna
þess að hann var kallaður heim til
ráðgjafar ríkisstjóminni. Hann segir
ekki koma á óvart að ekki fáist niður-
staða á ráðstefnunni.
„Ég átti ekki von á því að niður-
staða fengist í þessari lotu. Menn
voru þegar famir að ræða það á ráð-
stefnunni í siöustu viku að fram-
lengja þyrfti umboð samninganefnd-
anna. Ég á von á að næsti fundur
verði haldinn í febrúar eða mars á
næsta ári. Það má gera ráð fyrir að
það þurfi tvo fundi til og sá síöari
verði næsta sumar,“ segir Gunnar
G. Schram.
Samkvæmt þessu stefnir í að ekki
náist samkomulag um veiöar í úthöf-
unum fyrr en eftir eitt ár og þangað
til verði sama óvissa um réttarstöðu
þeirra sem veiðar stunda í hinum
ýmsu Smugum.
Samkvæmt heimildum DV hefur
ekki verið ágreiningur milh íslend-
inga og Norðmanna á ráðstefnunni
að öðru leyti en því að Norðmenn og
Rússar hafa gert ítrekaðar tilraunir
til að fá ráðstefnuna til aö fallast á
nýja skilgreiningu á Barentshaflnu
þar sem þeir viija að það sé litið á
það sem lokað heimahaf. Þar með
fengju þeir þar óskoraða lögsögu.
Samkvæmt sömu heimildum fékk
þessi tillaga engan hljómgrunn.
Alls eiga 80 þjóðir fulltrúa á úthafs-
veiðiráðstefnunni. Fulltniar íslend-
inga eru, auk Helga Ágústssonar,
Gunnar G. Schram, Tómas Tómas-
son og Amór Halldórsson.
LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1994
Háskólinn á Akureyri:
Mótmæfir
skipaní
Rannsóknar-
ráð
Háskóianefnd Háskólans á Ak-
ureyri hefúr sent frá sér mót-
mæli á vali í nýskipaöa stjóm
Rannsóknarráös íslands. Stjóm
Ramisóknarráðsins samanstend-
ur af prófessorura við Háskóla
íslands ásamt aðilum frá Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna. Eng-
inn frá Háskólanum á Akureyri
á sæti í aðalstjóm en Þorsteinn
Gunnarsson rektor er varamaður
nefndarinnar.
Þorsteinn Gunnarsson vildi
ekki tjá sig um málið í samtali
við DV. í yfirlýsingunni segir að
nefndin tefji að við þá ákvöröun
ráðherra hafi hvorki verið stefnt
að eðlilegu jafiivægi á milli há-
skólastofnana í landinu né æski-
legum samskiptum háskólastofh-
ana og atvinnulífs.
Nefhdin vekur einnig athygli á
því að höfuðborgarsvæðinu sé
ætlaður stór hlutur og mjög sé
þrengt að landsbyggðinni.
Eigendur hússins að Fischersundi 3 hlutu viðurkenningu fyrir vel heppnaöar endurbætur á gömlu húsi. Þráinn
Bertelsson og Sólveig Eggertsdóttir eiga húsið sem er frá 1876 og var áöur norskt bakarí. Arkitekt endurbótanna
var Magnús Skúlason. DV-mynd GVA
45 íslensk skip við Smuguveiðar
Veiða um 800 tonn
af þorski á dag
Nú em alls 45 íslensk skip sem
stunda Smuguveiðar. Sjö skip em við
löndun en 38 skip í Smugunni eða á
leiðinni þangað og þaðan. Þá má
vænta þess að skipum fjölgi meira í
ljósi góðra aflabragða.
Samkvæmt heimildum DV er góð
veiði á þessum slóðum. Algengt er
að skipin séu með 25 tonn á sólar-
hring og meira. Það má því reikna
með að þessi floti veiði á bilinu 800
til 1000 tonn á dag.
Afkastageta flotans í heild, ef alhr
era við veiöar í einu, er um 2.300
tonn á dag sem miðast við það að
hvert skip afkasti um 50 tonnum á
sólarhring.
Nú em við þessar veiöar 26 frysti-
togarar, 12 ísfisktogarar og 7 togarar
sem veiða í salt.
Útgerðarstjóri Skagfirðings:
Köllum ekki skipin heim
„Vígstaðan er að snúast okkur í
hag þessa dagana. Nú verða menn
að halda ró sinni og alls ekki að ljá
máls á því að draga skipin til baka
úr Smugunni," sagöi Gísli Svan Ein-
arsson, útgerðarstjóri Skagfirðings á
Sauðárkróki, í gær vegna þeirrar
kröfu samtaka norskra útgerðar-
manna að íslensku togaramir verði
kallaðir heim úr Smugunni.
Gísh segir að það sé greinilegt að
Norðmenn séu farnir að gefa undir
fótinn með samninga. „Við munum
halda áfram að veiða þar til þaö
næst ásættanlegur samningur um
kvóta, þaö er einfaldlega út í hött að
hætta veiðum," segir GísU Svan.
Samráðsfundur útgerðarmanna
verður á miðvikudagsmorguninn á
Akureyri. Það er LÍU sem boðar til
fundarins. Utanríkisráðherra og
sjávarútvegsráöherra munu báðir
ætla að mæta á fundinn.
Formaður Landssambands hestamarma:
Smugufiskur skapar tveggja mánaða vinnu á Eskifirði fyrir 165 manns:
Gýmismenn eru
sjálf kraf a brotlegir
við landslög
- munum setja reglur sem ekki voru fyrir hendi áður
„Ég lít þetta mál mjög alvarleg- væntanlega setja reglur um þessa
um augum. Þetta er áfaU fyrir hluti - reglur sem ekki hafa verið
hestamennskuna í landinu. Við fyrir hendi. Undirbúningur sUks
verðum að reyna að vinna okkur er í gangi. Það verður haldinn
út úr þessu til að koma í veg fyrir fundur um mánaðamótin og við
brögð að þessu. Ég get hins vegar munum þlnga í haust og þá verður
ekki fullyrt errnþá um hug manna fariö ítarlega yfir þessi mál.
um viðbrögð gagnvart eiganda Það var prófað aö hafa lyfjapróf
Gýmis," sagði Guðmundur Jóns- á islandsmótinu. SUkt er tafsamt
son, formaður Landssambands og erfitt en eigi að síður þykir
hestamanna, í samtaU við DV, að- fyUstaástæöatílþessaökeppendur
spurður um niðurstööur úr rann- vití að próf séu fyrir hendi. Ef um
sókn sem sýndi aö gæðingurinn eitthvað ólöglegt er aö ræöa vita
Gýmir var staðdeyföur ínnan við menn þá að það gætí komist upp.
tíu klukkustundum áður en hann Viðurlög verða þá í samræmi við
fór úr Uði á landsmótinu 3. júU. það. í þessu tilfelli em menn hins
„Þetta gefur tilefni til aðgeröa," vegar sjáUkrafa brotlegir gagnvart
sagði Guðmundur. „Við munum landslögum," sagði Guðmundur.
Hef ur geysilega góð
áhrif á atvinnulífið
- segirEmilThorarensenútgeröarstjóri
„Þessi fiskur hefur geysilega já-
kvæð áhrif á atvinnulífiö héma á
Eskifirði og reyndar bæjarfélagið
allt. Það stefnir í að skipin okkar
veiði í Barentshafinu 1000 tonn af
þorski á fiskveiðiárinu sem er jafn-
mikið og við fáum úthlutað af þorski
á íslandsmiðum. Við erum búnir með
þorskkvótann þannig að skipin hafa
verkefni í stað þess að hggja bimdin
í höfn,“ segir Emil Thorarensen, út-
gerðarstjóri hjá Hraðfrystihúsi Eski-
fjarðar.
Tveir ísfisktogarar Hraðfrysti-
hússins, Hólmanes og Hólmatindur,
hafa stundað veiðar í Smugunni og
á Svalbarðasvæðinu. Skipin fóru
fyrst á þessar slóðir í fyrrahaust og
hafa þegar veitt um 850 tonn á þess-
um slóðum. Hólmanes er í Smugunni
og Hólmatindur heldur til veiða um
helgina þannig að reikna má með að
skipin fari ömgglega yfir 1000 tonn
á fiskveiðiárinu.
Emil segir aö skipin landi afla sín-
um til vinnslu á Eskifirði og i frysti-
húsinu séu unnin 20 tonn á dag. í
frystihúsinu starfa um 130 manns og
á skipunum eru í kringum 35 manns.
í þvi ljósi má ætla að Smugufiskur-
inn skapi tveggja mánaða vinnu fyrir
165 manns. Rétt er þó aö taka fram
að hluti aflans er unninn í salt sem
er heldur fljótunnari afurð.
„Þetta breytti öllu fyrir sjómennina
á skipunum. Menn em famir aö sjá
launatölur sem ekki hafa sést síðustu
6 til 7 árin. Samdrátturinn í þorsk-
veiðunum var farinn að hafa þau
áhrif að það var orðið erfitt að manna
skipin. Nú em biðlistar eftir pláss-
um. Það hringja hér 5-6 manns á dag
sem vilja komast í Smugutúr," segir
EmiL
Að sögn Emils landaði Hólmatind-
ur 190 tonnum af þorski á fimmtu-
daginn eftir fjögurra sólarhringa
veiði við Bjamarey og í Smugunni.
Ahs tók túrinn 12 daga og hásetahlut-
urinn er í kringum 230 þúsund.
Hólmanesið er að veiðum og er með
um 20 tonn á sólarhring.