Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1994
Útlönd
Nærmynd af Jóni Baldvin Hannibalssyni í Aftenposten í dag:
Þoli ekki ferðir
og mikinn hita
- segir utanríkisráöherra og ætlar aö gerast predikari í ellinni
„Eg þoli ekki aö ferðast og vildi
helst vera laus við öll ferðalög. En
konan mín er ástfangin af Ítalíu og
hún tekur mig alltaf með. Ég held út
í eina viku því ég þoli ekki meiri hita
en 20°,“ segir Jón Baldvin Hanni-
balsson í nærmynd sem norska stór-
blaðið Aftenposten birtir í dag.
Jón fer um víðan völl í samtölum
sínum við Miriann Nordstrom blaða-
mann; kallar Norðmenn heimsvalda-
sinna en viðurkennir að Noregur sé
fallegt land. „íslendingar hefðu átt
að halda Noregi eftir fyrir sig og reka
Norömennina burt á víkingatíman-
Stuttar fréttir
Wörnerkvaddur
Manfred Wörner, fram-
kvæmdastjóri NATO, var til
moldar borinn í gær að viðstöddu
stórmenni. Beöið verður i mánuð
með að finna eftirmann.
Hryðjuverk gegn Carlosi
Lögfræðing-
ur hryðju-
verkamanns-
ins Carlosar
segir aö Mitt-
errand Frakk-
landsforseti
hafi gert út
menn til aö
drepa hann fyrir um áratug.
SkoriðíFinnlandi
Samkomulag hefur náöst um
kreppufjárlög í Finnlandi þrátt
fyrir komandi kosningar.
159 látnö’ í Alsír
Nú hafa fundist lík 159 manna
eftir jarðskjálftann í Alsír.
Allír tsl vlnnu
Stjórn Nígeríu hefur skipað öll-
um olíuverkamönnum að mæta
til vinnu á mánudag. Ekki er vit-
að um viðurlög við að mæta ekki.
Seija sjáffer plútónium
Þjóðveijar eru sakaðir um aö
selja sjálfir plútóníum þrátt fyrir
haröa gagnrýni á Rússa fyrir aö
gæta sfiis efnis ekki vel.
Vilja henda sprengjunum
Ráðamenn í Úkraínu vilja losa
sig við allar kjarnasprengjur til
að þóknast Vesturlöndum og fá
meiri lán.
Emhættiíarf
Chandrika
Kumaratunga
hefur svarið
embættiseið
sem forsætis-
ráðherra Sri
Lanka. Móðir
hennar sat áð-
ur fyrr í sama
embætti Helsta verkefhi Kum-
aratunga er að beijast gegn spill-
ingu.
SOflýjaámínútu
Um þrjátíu manns flýja nú á
hverri minútu frá Rúanda yfir til
Saír.
OpiðiSarajevo
Flugvöllurinn í Sarajevo er nú
opinnfyrirumferö. Keuter
um,“ segir hann.
Þá kemur fram aö Jón Baldvin eigi
fallegustu konuna af öllum fallegum
konum á íslandi og hann eigi einnig
fallegasta timburhúsið í Reykjavík.
Af konu sinni, Bryndísi Schram,
varð hann ástfanginn 14 ára gamall.
Deilur Norðmanna og íslendinga
vegna veiða í Barentshafi fá ekki
mikið rúm þótt Jón sendi Norðmönn-
um pillur fyrir árásargirni. Hann
segir að deilan væri ekki í hnút nú
ef vinur hans, Torvald Stoltenberg,
væri utanríkisráðherra Noregs.
Jón segist synda 3-A00 metra á dag
til að halda sér í formi og láti það
duga. Annars veiji hann tómstund-
unum í að lesa, þó ekki ljóð núorðið
þótt hann hafi sjálfur ort hræðileg
ljóð í rómantískum svartsýnisköst-
um á unghngsárunum.
Þegar ferlinum lýkur ætlar Jón sér
að setjast að á gömlu prestssetri þar
sem hann getur skotið sel og hval og
predikað á sunnudögum. Og um
hvað? spyr blaðamaður Aftenposten:
„Um lífið, dauðann og örlögin," segir
Jón. Áður stendur þó til að koma
íslandi í Evrópusambandið og endur-
skipuleggja íslenska flokkakerfið.
Flestir „sótraftar“ nú dregnir 1 Smuguna:
Danir mættir með
togara f rá Vanuatu
- tveirtogararfæreyskirogeinnbandarískur
„Þetta er orðinn mjög alþjóðlegur
söfnuður í Smugunni. Við getum
vart lengur áttað okkur á hvaðan
þessi skip eru,“ segir Káre Fuglevik
hjá norsku strandgæslunni. Þegar
menn töldu síöast voru 36 togarar
að veiðum á svæðinu og hefur fjölgað
síðustu daga.
Strandgæslumenn segja að Danir
hafi nú bæst í hóp þeirra þjóða sem
nýta sér mokaflann í Smugunni. í
gær birtist þar togarinn Esther, áður
óþekkt skip á þessum slóðum.
Skipið er frá Kyrrahafseyjunni
Vanuatu en eftirgrennslanir hafa
sýnt að eigendur eru danskir og fær-
eyskir. Því þykir Norömönnum sem
nú séu flestir sótraftar á sjó dregnir
til að moka upp fiskinum þeirra.
Fyrir voru 33 togarar, ættaðir frá
íslandi. Af þeim eru 24 skráðir á ís-
landi, átta í Belís og einn á St. Vin-
cent. Þá eru Færeyingar með einn
togara undir hentifána í Smugunni
og bandaríski togarinn Ocean Catch-
er er þar enn.
Að sögn strandgæslumanna eru
togaramir að fá um 20 tonn í hah.
Afh á sólarhring getur því, að mati
strandgæslunnar, náð aht að 80 tonn-
um. Ekki hefur frést af togurum í
eigu Norðmanna sjálfra í Smugunni.
Fjögur skip strandgæslunnar fylgj-
ast með framvindu mála í Smug-
unni, auk þess sem Orion-leitarflug-
vélar fljúga þar reglulega yfir. Ekk-
ert er þó gert th að hindra veiðar.
Stjórnvöld hafa hafnað öllum hug-
myndum um að færa efnahagslög-
sögu Noregs út í 250 mílur.
NTB
Kínverskar fyrirsaetur siógu í gegn á latastefnu i Bangkok f Tailandí i
gær. Þær eru nú mættar til leiks í tískuheiminum ásamt kinverskum
hönnuóum. Simamynd Reuter
Skattlagðir fyrir lúxusreisu til íslands
Hópur norskra sveitarstjórnar-
manna verður að gera svo vel að
greiða skatta af „lúxusreisu" sem
hann hefur verið í á íslandi síöustu
daga. Kostnaður var greiddur af
samtökum sveitarfélaga í Noregi en
þar sem enginn opinber thgangur er
með ferðinni hta skattayfirvöld á
hana sem skattskyldar tekjur.
Ahs eru 18 menn á íslandi á vegum
Sambands norskra sveitarfélaga.
Það eru allir helstu ráðamenn í sam-
tökunum. Víða hefur verið farið síð-
ustu daga en norskum fjölmiðlum
hefur ekki tekist að fá upplýsingar
um kostnaðinn enda enginn í höfuö-
stöðvunum sem getur svarað spurn-
ingunni um það.
Ferðin hefur verið uppsláttarefni í
norsku blöðunum síðustu dagana. í
gær lýsti skattsjóri því yfir að ís-
landsfaramir yröu að greiða skatt
af ferðinni sem laun væru enda skýr-
ingar þeirra á thgangi ferðarinnar
haldlausar. Talað hefur verið um að
hópurinn hafi fengið íslandsferð sem
„aukaþóknun fyrir vel unnin störf'
Kauphallir og vöruverð erlendis |
FT-SEl
M J J A
200 150 100 50 />
y
183,39 M J J Á
Nikkei 1000C Hang Seng
21500 . ú 9500CU
21000^/ Jr
20500 ww V/
xj 8500 y/
20000
19500 20862,77 8000 9518,89
M J J Á M J J Á
líHi 5EEB59I
160 184
s/t m j r á
250
200
150
100
50 201
DV
en skatturinn lætur sér það ekki
duga.
Enginn úr sendinefndinni hefur
gefið færi á viðtah svo að hægt sé að
fá upplýst hvað mennirnir eru að
gera á íslandi. Hafa blaðamenn látið
svo heita að sveitarstjómarmennirn-
ir séu uppteknir við að skoöa gos-
hveri.
Rotterdammarkaöur:
Bensínverðið
lækkar
Olíuverð á Rotterdammarkaði hef-
ur farið lækkandi í vikunni. Síðustu
þijár vikurnar á undan rauk verðið
hins vegar upp vegna langvarandi
verkfalls olíuverkamanna í Nígeríu.
98 oktana bensínið var komið upp
í 215 dollara tonnið þann 5. ágúst en
var sl. fimmtudag á 201 dollara. Svip-
uö lækkun hefur orðið á 95 og 92
oktana bensíni í vikunni.
Litlar sviptingar em á hlutabréfa-
mörkuðum. FTSE100 vísitalan í Lon-
don hefur farið hækkandi í vikunni
en lækkaði um 7,7 stig sl. fimmtu-
dagskvöld og stóð í 3182 stigum sem
þykir frekar hátt. DAX-30 vísitalan í
Frankfurt lækkaði hka líthlega og
stóð í 2153 stigum. Nikkei vísitalan í
Tokyo hækkaði hins vegar um 38
stig og stóð í 20,862.