Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1994 Fréttir Deilt um hraða uppbyggingar „heilsubæjar“ í Hveragerði: Brýnast að laga götur og skólp - segir Knútur Bruun. Engin svör, segir fyrrum forseti bæjarstjómar Amerísk barnarúm „Við óskuðum eftir því á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjómar að fá at- vinnumál rædd. Við spurðum hvað stæði til að gera en fengum engin svör. Ég fæ heldur engin svör um hvort nýr meirihluti ætlar að halda áfram uppbyggingu heilsubæjar," segir Ingibjörg Sigmundsdóttir, fyrr- um forseti bæjarstjómar í Hvera- gerði. Uppbygging og markaðssetning Hveragerðis sem heilsubæjar hefur verið á dagskrá margra bæjarstjórna þar í bæ síðastliðin ár. í tíð síðasta meirihluta var kallaður til þýskur sérfræðingur til að taka út bæinn og gera tillögur um uppbyggingu heilsubæjar og skilaði hann skýrslu um það sem gera þyrfti. Ingibjörg segir að þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir til að fá svör um hvað nýr meiri- hluti sjálfstæðismanna hyggist gera í málinu hafi ekki tekist að fá nein svör um það. Knútur Bmun, núverandi forseti bæjarstjómar, segir hins vegar að Lögreglan lagði í vikunni hald á fimm gaskúta sem fundust í íbúð við Langholtsveg. Kútarnir fundust eftir ábendingu borgara en skorið hafði verið á slöngu þeirra og þeim stolið frá gasgrillum. Að sögn aðalvarð- stjóra hjá lögreglunni í Reykjavík var til skamms tíma hægt að skila inn kútum sem þessum og fá trygging- argjald þeirra endurgreitt. Sáu margir auðvelda leið til peningaöfl- unar með því að verða sér úti um kúta sem þessa en komið var í veg fyrir það með breyttum reglum hjá olíufélögunum. Guðbrandur Sig- urðsson varðstjóri stendur hér við þýfið sem hald var lagt á. DV-mynd Sveinn Krossdýra- gáta í Húsdýra- garðinum - 30verðlauníboði Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í Laugardal stendur að krossdýra- gátuleik fyrir gesti garðsins frá 24. ágúst til 11. september. Þijátíu verð- laun eru í boði og verður dregið úr réttum lausnum 14. september. í verðlaun er bókin Dýrin í Húsdýra- garðinum og átta mismunandi púslu- spil með myndum af dýrunum í garð- inum. Bókin og púsluspilin eru unnin í samvinnu við fyrirtækið Landslags- myndir og komu út í sumar. Þau eru seld í Fjölskyldu- og húsdýragarðin- um. Lausnum þarf að skila á sama stað fyrir 12. september. unnið sé í málinu áfram eins og ver- ið hafi síðustu ár. Það sé hins vegar ljóst að markaðssetning Hveragerðis sem heilsubæjar geti ekki oröið að veruleika fyrr en búið sé að lagfæra ýmsa hluti sem séu í ólagi og nefnir slæmt ástand í skólpmálum bæjarins og gatnagerð. Hann segir að endur- bætur á þessum hlutum komi til með að kosta hundruð milljóna króna. Úrbætur í frárennslismálum kosti 110 til 130 milljónir. „í rúman áratug hafa allar bæjar- stjórnir verið sammála um að gera Hveragerði að heilsubæ. Það viljum við að sjálfsögðu líka. Við erum hins vegar að byija núna á heimavinn- unni sem er grundvöllurinn fyrir því að Hveragerði geti orðið heilsubær. Við erum að setja af stað áætlanir, þrátt fyrir mikil fjárhagsvandræði, um að laga frárennslismál og mal- bika götur. Við erum einnig aö skoða hugsanlegar staðsetningar á heilsu- stöðvum,“ segir Knútur. Knútur segir þaö tilgangslaust að reyna að laða að útlenda fjárfesta til að byggja upp heilsustöðvar í bænum meðan þessir hlutir séu ekki í lagi. Hann nefnir að Varmá, perla Hver- gerðinga, sé mjög menguð. Skólp renni í hana aö hluta auk þess sem frárennsh úr ullarþvottastöð renni beint í hana. fyrir 2-6 ára, með svampdýnu eða fjaðradýnu. Verð frá kr. 10.764 stgr. Marco húsgagnaverslun, Langholtsvegi 111, sími 680 690 FRVSTIKISTUR Á w FRÁBÆRU VEROI ! W Þiii sjáil a5 éj býð el(l(i eingöngu sjónvörp, hljóintæki, geisladiska, myndbandstæki, bíltæki, ryksugur, geislaspilara, matvinnsluvélar, sam- 36.900,- 27.900,? Caravell CV-211 er frystikista með 211 lítra hólfi og er stillanleg ó -18 til -24°C. Þetta er rúmgóð frystikista, 870 x 670 x 750 cm (hxdxbr) og hentar meðalstórum heimilum og fyrir- ~ tœkjum. Svo er verðið hreint fróbœrt... Komdu og skoðaðu með eigin augum ! itækjaskápa, vogir, hátalara o.m.fl. Ej er líka kaldur karl... Komdu í 8ðnus Radíó I BtWj&liia. Samkort fl Caravell CV-105 er frystikista með 105 lítra hólfi og er stillanleg ó -18 til -24°C. Þetta er lítil og nett kista, aðeins 850 x 598 x 545 cm (hxdxbr) með lömum. Hún hentar sérlega vel fyrir smœrri heimili og þar sem plóss er af skornum skammti. greiðslukjör við allra hœfi Hraðþjónusta við landsbyggðina: nt númer: (Kostar innanbœjarsímtal og vörumar eru sendar samdœgurs) sgi n Sími: 886 886 Fax:886 888

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.