Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1994 Vísnaþáttur Matgæðingur vikunnar DV Um kvennastúss Margt hefur verið kveðið um samskipti kynjanna fyrr og nú, bæði í gamni og alvöru. Fara hér á eftir nokkur sýnishom af slíkum kveðskap. Síra Einar Hallgrímsson Thorlac- ius í Saurbæ í Eyjafirði vandaði eitt sinn um við Sigluvíkur Svein Sveinsson sakir kvennastúss en nokkuð þótti hann liðtækur þar. Sagt var að vinnukona í Saurbæ hefði orðið þunguð af völdum prests og fætt barnið á laun og graf- ið það í öskuhaug við bæinn. Kvað þá Sveinn: Hreinlífis svo hef ég grein haldið, margt þó spaugi, að ekkert minna barna bein býr í öskuhaugi. Ami Jónsson á Stórhamri, Eyja- fjarðarskáld, átti fyrir konu Ingi- björgu nokkra Gunnsteinsdóttur. Áður en þau giftust hafði hann kveðið um hana þessa vísu: Fyrir mér hggja forlög mörg, fleira er gaman en drekka vín, ef að þessi Ingibjörg á að verða konan mín. Eftir að Árni giftist Ingibjörgu kvað hann: Nú eru glötuð gleðistig, sem gerði ég fyrr við una. Séra Magnús setti á mig svörtu hnapphelduna. Næsta vísa er einnig eignuð Áma og á hann að hafa kveðið hana um sig og unnustuna meðan á tilhuga- lífi stóð. Svona er þessi vísa: Ami stertur og Imba taus ætla saman að taka. Hann er flón en hún vitlaus hér með endar staka. Kristinn Bjarnason orti til ný- kvænts manns sem var farinn aö eldast: Angursbáran óðum dvín, enduð sára biðin. Nú eru tárin þornuð þín, þrautaárin liðin. Menn nokkrir riðu fram á pilt og stúlku í faðmlögum. Þá kvað Bjöm Sigurðsson Blöndal: Að sér gáði ei æskan bráð, ástar kljáði vefinn. Þar var áð og unað náð atlot þáð og gefin. Eftir Kristján Þorsteinsson er þessi vísa og var ort í orðastað stúlku er var í þingum við giftan mann. Vísan hljóðar svo: Út á taman ástaveg ætluðum framast leggja; tókum saman Jón og ég; jafnt var gaman beggja. Þorsteinn Magnússon frá Gil- haga í Skagafirði var eitt sinn vinnumaður hjá konu einni, Hers- elíu Sveinsdóttur að ncifni, og bjó hún á bæ er Hóll heitir. Er Þor- steinn hafði verið þar um hríð vildi hann losna úr vistinni en húsfreyja vildi halda honum. Þegar ekki gekk saman með þeim um vistamáhn segir hún að hann megi svo sem fara, hún sjái ekki eftir honum, en sig vanti mann í staðinn fyrir hann. I orðastað hennar kvað þá Þor- steinn: Síst er ég að syrgja þig, sem við margt er kenndur, þó ég viti vel, að mig vantar mann sem stendur. Út af þessum orðaskiptum fædd- ust svo fleiri vísur. Bróðir Þorsteins, Jóhann Magn- ússon, orti: Hóllinn getur gæfu veitt, gull á báðar hendur. Hersu vantar aðeins eitt: Ungan pilt sem stendur. Gísh Ólafsson frá Eiríksstöðum fann fyrir umskiptum sem má tví- mælalaust telja hrörnunarein- kenni: Frá armaveldi ungmeyjar er ég hrehdur fældur. Nú er eldur æskunnar orðinn heldur kældur. Vísnaþáttur Valdimar Tómasson Aðalbjörg Jónsdóttir frá Helga- stöðum kveður um umræðuefni kynsystra sinna: Frökenar ef finnast tvær, fæ ég margt að heyra. Um kjóla og stráka kjafta þær og kannske eitthvað fleira. Aðalsteinn Ólafsson á Akureyri kveður um yndið helsta í thver- unni: Ritning kennir menn hvað mega, en máttur hennar dvín. Gleði tvenna alhr eiga: Ást og brennivín. Næst fer eftir spekimál Sigurðar Guðmundssonar frá Heiði í Göngu- skörðum og er vísa þessi úr Vara- bálki hans og hlóðar svo: Ósamlyndið elur synd Ulsku kyndir brælu, flekkar yndis fagra mynd, frá sér hrindir sælu. Næsta vísa er eftir Svein frá EU- vogum og tjáir sælu eiginmannsins með draumagyðjuna: Aldrei þrotnar ástin hjá yfirskotnum muna, hann með lotning horfir á hjartadrottninguna. Úr því að við erum komin á hála braut lífsins lystisemda er vert að lokum að minna á að veður geta snögglega skipt og hið hrjúfara borð snúist aö manni á svipstundu. Vísa þessi er talin eftir þá Bjöm í Lundi og Bólu-Hjálmar. Er Hjálm- ari eignaður fyrri hlutinn en Birni hinn síöari. Svona er þessi vísa: Oft hefur heimsins gálaust glys gert mér ama úr kæti. Hæg er leið til helvítis hallar undan fæti. Heimlldir: Ferskeytlur 1993 Kvæði og stökur 1986 Vísnasafniö 1-2 47-61 Nokkrar stökur. Gísll Ólafsson 1924 Blanda IV Marinemð síld - og ananasfrómas eins og langömmur búa til Rannveig Böðvarsson, húsfreyja á Akranesi og mat- gæðingur vikunnar að þessu sinni, hefur haldið stórt heimiU í fjölda ára og tekið á móti mörgum gestum. Uppskriftimar, sem Rannveig kynnir fyrir lesendum, em að réttum sem hún segir hafa verið mjög vinsælar á hennar heimiU. „Þeir eru orðnir fáir sem standa í því að búa tíl ananasfrómas eins og langömmur búa til. Nú er fólk að kaupa þetta í pakka en það er ekk- ert varið í það.“ Marineruð síld 2 boUar edik 2 boUar sykur 1 bolU tómatsósa 8 stk. negulnaglar 8 stk. heU svört piparkorn 4 stk. lárviðarlauf 1 stór sultuð agúrka 1 stór laukur Lögurinn er ætlaður fyrir 5 til 6 síldar. Rannveig kveðst nota mikið af sykri í löginn en það sé þó smekks- atriði. Hún segir síldina verða mýkri og geymast betur sé mikUl sykur notaður. Lárviðarlaufin, agúrkan og laukurinn em hökkuð vel. SUdin á að liggja í leginum í einn sólarhring áður en hún er borðuð. Fljótlegur humarréttur 1 pakki skelflettur humar aromat smjör ijómi tómatsósa Humarinn er kryddaður og steiktur upp úr smjöri á pönnu. Rjóma bætt á pönnuna og ögn af tómatsósu eftir smekk. Eldunartíminn er eftir tilfinningu, að því er Rannveig segir, en þó stuttur. Eplakakan hennar ömmu 150 g smjör 150 g sykur 2 egg 125 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. kanUl /i tsk. engifer 3^1 eph möndlur perlusykur Smjör og sykur hrært vel saman og eggin látin í eitt Rannveig Böðvarsson. í einu. Síðan er þurrefnunum blandað saman við. Kakan er bökuð í vel smurðu hringformi eða eldföstu formi (4 cm djúpu). Fyrst er helmingurinn af deiginu settur í formið, ofan á það koma epUn, sem hafa verið skræld og skorin í bita, og síðan afgangurinn af deig- inu. Ofan á þetta er stráð möndlum og perlusykri. Kakan er bökuð á rist neðst í ofninum viö 200 gráða hita í 35 tU 40 mínútur. Ananasfrómas 5 egg 250 g sykur 2 sítrónur 'A 1 ijómi 500 g ananas 9 blöð matarlím Byijað er á því aö þeyta rjómann. Matarlímið er leyst upp í ananassafanum við vægan hita. Eggjarauður og sykur hrært saman. Sítrónusafinn settur út í og svo matarlímið þegar búið er að kæla það. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar, þeim blandað saman við og svo þeytta rjómanum í lokin. Sett í skál og ananashringjum rað- að ofan á. Rannveig skorar á Sigurlaugu Jónsdóttur á Akra- nesi að vera næsti matgæðingur. Hinhliðin Langar mest til að hitta Jack Nicholson - Sunna Borg leikkona sýnir á sér hina hliðina Leikáriö er hafið hjá Sunnu Borg og öðrum leikurum hjá Leikfélagi Akureyrar. Sunna Borg, sem er formaður leikfélagsins, segir vet- urinn leggjast mjög vel í sig. Sex verkefni eru á dagskrá, þar af eitt frá því í fyrra sem er BarPar. Leik- ritið var sýnt á Listahátíð í Reykja- vík í sumar við góðar undirtektir. Sunna tekur þátt í öllum verkefn- unum nema þvi fyrsta. Fullt nafn: Sunna Borg. Fæðingardagur og ár: 20.12.46. Maki: Þengill Valdimarsson. Börn: Bergljót, 19 ára, og Valdimar, 7 ára. Bifreið: Volkswagen Golf ’94. Starf: Leikkona. Laun: 88 þúsund krónur í fóst laun. Áhugamál: Leiklist og svo spila ég golf á sumrin og bridge á vetuma. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Þrjár. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst mjög gaman í vinnunni og svo er gaman í golfi. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Strauja þvott. Uppáhaldsmatur: Grillaðar nauta- lundir. Uppáhaldsdrykkur: Sódavatn. Sunna Borg. Hvaða iþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Sigurpáll Sveinsson, íslandsmeistari í golfi. Uppáhaldstímarit: Gestgjafinn. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan maka? Valdimar son- ur minn. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Jack Nicholson. Uppáhaldsleikari: Jack Nicholson. Uppáhaldsleikkona: Ég á nú svo margar en af íslenskum leikkonum er það Kristbjörg Kjeld. Uppáhaldssöngvari: Pavarotti. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Hall- dór Blöndal. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Bugs Bunny. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? Hlynnt. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 1. Uppáhaldsútvarpsmaður: Jónas Jónasson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sig- mundur Emir. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer nú mjög sjaldan á skemmtistað en mér dettur helst í hug Þjóðleikhú- skjallarinn. Uppáhaldsfélag i iþróttum: Víking- ur. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að halda heilsu og komast sem best af. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég spOaöi golf heima á Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.