Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Side 12
12
LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1994
Erlendbóksjá
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. Joanna Trollope:
A Spanish Lover.
2. Roddy Doyle:
Paddy Clarke He Ha Ha.
3. Patricia D. Cornwell:
Cruel and Unusual.
4. Tom Clancy:
Without Remorse.
5. Sebastian Faulks:
Birdsong.
6. William Boyd:
The Blue Aftemoon.
7. John Grisham:
The Client.
8. Sue Townsend:
Adrian Mole: The Wilder-
ness Years.
9. Jilly Cooper:
The Man Who Made Hus-
bands Jealous.
10. Wilbur Smith:
River God.
Rit almenns eölis:
1. Jung Chang:
Wild Swans.
2. W.H. Auden:
Tell Me theTruth about Love.
3. J. McCarthy 8< J. Morrell:
Some Other Rainbow.
4. Alan Clark:
Diaries.
5. Bill Bryson:
The Lost Continent.
6. Bill Bryson:
Neither here nor there.
7. Robert Calasso:
The Marriage of Cadmus
and Harmony.
8. H. Rheingold:
Superstereogram.
9. Bob Monkhouse:
Crying with Laughter.
10. Brian Keenan:
An Evil Cradling.
(Byggt á The Sunday Times)
Danmörk
Skáldsögur:
1. Peter Hoeg:
Freken Smillas
fornemmelse for sne.
2. Dorothy L. Sayers:
Peter Wimsey i Oxford.
3. Alice Walker:
Andetemplet.
4. Troels Klevedal:
Oome under vinden.
5. Dan Turéll:
Vrangede billeder.
6. Peter Hoeg:
Fortællinger om natten.
7. Bret Easton Ellis:
American Psycho.
(Byggt á Politiken Sondag)
Slagur sápu-
drottninga
Margar metsölubækur falla undir
það sem Bretar kalla „sex and shopp-
ing“-skáldsögur. Þetta eru mikúr
doðrantar um ástir og syndir ríkra
kvenna, eins konar sápuóperur um
auðkýfinga. Þar er fjallaö á djarfan
hátt um kyniíf sögupersónanna og
innkaup á dýrindis fatnaði tískuhús-
anna er lýst af nákvæmni.
Ein helsta drottning skáldsagna af
þessu tagi er Shirley Conran. Hún
hófst að vísu fyrst tíi frægðar sem
höfundur fyrir alþýðlegt fræðirit
sem fór sigurfor um hinn vestræna
heim. Þetta var bókin „Super-
woman“ sem er eins konar handbók
fyrir húsmæður. Með fyrstu skáld-
sögu sinni sló hún enn frekar í gegn
og varð vellauðug. Það var sagan
„Lace“ sem margir kannast við.
Conran fylgdi „Lace“ eftir með
annarri skáldsögu sem var einfald-
lega nefnd „Lace 2“. Sú gerði líka
mikla lukku á markaðstorginu.
Annar en þó minna þekktur höf-
undur skáldsagna af þessu tagi er
Celia Brayfield. Hún hóf feril sinn í
blaðamennsku. Fyrir nokkrum
árum fór hún líka að skrifa skáldsög-
ur um „ástir og innkaup". Fyrsta
sagan nefndist „Pearls" en sú nýjasta
heitir „White Ice“.
Vinátta og hatur
Um árabil voru þessar tvær skáld-
konur miklir vinir. Brayfield aðstoð-
aði einnig Conran á margvíslegan
hátt við ritstörfin. En svo slettist
heldur betur upp á vinskapinn og að
undanfömu hafa þær einkum talast
við gegnum lögfræðinga.
Brayfield hefur ekki aöeins gert lít-
ið úr Conran opinberlega heldur
Shirley Conran.
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
einnig ítrekað eignað sér mikinn
hluta skáldsögunnar „Lace 2“. Hún
heldur því fram að margar hug-
myndir í þeirri bók séu frá sér komn-
ar, auk þess sem hún hafi í reynd
skrifað söguna. Meðal efnisatriða
sem Brayfield segist höfundur að er
ástarsena þar sem lifandi gullfiskur
kemur mjög við sögu. Þessu hefur
Conran mótmælt harðlega og segir
hugmyndina um gullfiskinn komna
frá fyrrum eiginmanni sínum sem
stofnaði Habitat-verslunarkeðjuna.
Deilur skáldkvennanna komust í
hámæli síðastliðið vor þegar Bray-
field mætti sem fyrirlesari á bók-
menntahátíð í Birmingham. í gögn-
um sem dreift var til gesta sagði að
Brayfield væri höfundur „Lace 2“.
Lögfræðingar þeirra ræddu máhn
og náðu fyrir skemmstu samkomu-
lagi. Samkvæmt þvi féllst Brayfield
Celia Brayfield.
á að hætta að eigna sér „Lace 2“.
En blekið var vart þornað af undir-
skriftum þeirra þegar út kom nýtt
tölublað af tímaritinu „Writing" með
viðtali við Brayfield. Þar heldur hún
áfram að gagnrýna Conran:
„Mig haföi langað til að semja
skáldsögur allt frá því ég var níu
ára,“ segir hún í viðtalinu, “en ég
hélt að ég væri ekki nógu góð til þess.
En ég sannfærðist um hið gagnstæða
þegar ég vann með Shirley Conran."
Og í ritskrá sem fylgir viðtahnu
segir að Brayfield hafi samið „Lace
2“ eftir hugmynd að kvikmynd eftir
Conran og undir yfirumsjón hennar.
Conran brást að sögn illa við þessu
broti á fyrirliggjandi samkomulagi
og mun hafa gefið lögfræðingum sín-
um fyrirmæli um að grípa til viðeig-
smdi ráðstafana. Deilum sápudrottn-
inganna er því hvergi nærri lokið og
virðast reyndar tilvalið efhi í nýja
metsölubók. Spumingin er bara hvor
þeirra verður fyrri til að semja þá
sögu, því varla gera þær það í sam-
einingu úr þessu.
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. John Grisham:
The Client.
2. Tom Clancy:
Without Remorse.
3. Michael Crichton:
A Case of Need.
4. E. Annie Proulx.
The Shipping News.
5. Wínston Groom:
Forrest Gump.
6. Tony Hillerman:
Sacred Clowns.
7. Judith Michael:
Pot of Gold.
8. Scott Smith:
A Simple Plan.
9. Joseph Wambaugh:
Finnegan's Week.
10. Tom Clancy:
Ctear and Present Danger.
11. John Saul:
Guardian.
12. Scott Turow:
Pleading Guilty.
13. Carol Higgins Clark:
Snagged.
14. Eli2abeth Lowetl:
Enchanted.
15. Martha Grimes:
The Horse You Came in on.
Rit almenns eðlis:
1. Thomas Moore:
Care of the Soul.
2. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
3. Marc Cerasini:
O.J. Símpson: American Hero,
American Tragedy.
4. Peter D. Kramer:
Listening to Prozac.
5. Bailey White:
Mama Makes up Her Mind.
6. M. Hammer 8t J. Champy;
Reengineering the
Corporation.
7. Joan W. Anderson:
Where Angels Watk.
8. Maya Angelou:
I Know why the Caged Bird
Sings.
9. Sophy Burnham:
A Book of Angels.
10. Susanna Kaysen:
Girl, Interrupted.
11. Lewis B. Puller Jr.:
Fortunate Son.
12. Peter Mayle:
A Year in Provence.
13. William Shatner & C. Kreski:
Star Trek Memories.
14. Norman Mactean:
Young Men 8t Fire.
15. Gail Sheehy:
The Silent Passage.
(Byggt á New York Titnes Book Review)
Vísindi
Kaffi veldur fósturláti
Frjósemi
mældá
~ þrír bollar af kaíYi geta reynst hættulegur skammtur
Kanadiskir læknar halda því fram að óhófleg kaffidrykkja getið valdið fóst-
I augum manna eru svanir al-
hvítir nema þeir sem eru alsvart-
ir. Breskir dýrafræöingar halda
því þó fram að i augum annarra
svana séu þeír ekki einlitir held-
ur mjög skrautlegir og í öllum
regnbogans litum.
Þetta er skýrt með því að sjón
svana og annarra fugla er önnur
en manna. Rannsóknir hafa ieitt
í fjós að fuglsauga nemur miklu
meira af litrófinu en mannsauga.
Fuglar sjá útfjólublátt ljós og
við það birtast þeim miklu fleiri
litir í náttúrunni en menn greina
með sínum frumstæðu augum.
Einlit dýr verða marglit og skrúð-
lausar jurtir skrautlegar.
Mestujarð-
göng í heimi
Vinna er hafin í Japan viö
mestu og brelðustu jarðgöng sem
um getur. Göngin eru þó ekki
nema 9,4 kílómetrar að lengd en
þau eru breiðari en önnur göng
og eiga aö taka viö meiri umferö.
Göngin verða boruð með sér-
smíöaðri borvél og kosta ríflega
14 milljarða Bandaríkjadala.
Hluti ganganna er undir Tokyo-
flóa. Þau eiga að tengja saman
borgirnar Kawasaki og Kisarazu
og greiða þar með úr eilífum
umferðarhnut við Tokyofióa.
Umsjon
Gísli Kristjánsson
Kanadískir læknar fuliyrða að of-
notkun kvenna á kaffi geti valdið
fósturláti á öllum stigum þungunar.
Lengi hefur leikið grunur á að rekja
mætti fósturlát til mikillar kaffi-
drykkju en nú segjast læknamir hafa
fundið staöfestingu á fyrri grun.
Ákveðið var aö taka af öll tvímæli
i málinu með því að kanna kaffi-
drykkju 1324 kvenna í Kanada. Úr
þessum hópi haföi 331 kona misst
fóstur en 993 fætt böm sín eðliiega.
Kannað var hve mikið kaffi þessar
konur drukku að jafnaði á dag.
í ljós kom að beint samband er á
milli kaffidrykkjunnar og fósturláta.
Konumar úr hópi þeirra sem misst
höföu fóstur drukku aö jafnaöi mun
meira kaffi en hinar. Þá kom og í ljós
aö ofneysla á kaffi fyrir þungun getur
haft áhrif á þroska fóstursins og
valdiö fósturláti. Hættan er þó lang-
mest ef kaffis er neytt í óhófi á með-
göngutímanum.
Rannsóknin leiddi einnig í ljós að
hóflega drukkið kaffi hefur ekki áhrif
á meðgönguna. Þannig virtist sem
hættan á fósturláti ykist að mun eft-
ir að neyslan fór fram úr 320
mfUígrömmum af hreinu koffini á
dag. Að jafnaði em 100 millígrömm
af koffini í kaffibolla.
Því getur það reynst skaðlegt fóstr-
inu ef þunguð kona drekkur meira
en þrjá bolla af kaffi á dag. Hættan
er mun minni við tedrykkju. Meðal-
bolii af tei inniheldur um 30
miilígrömm af koffini. Því má drekka
meira en tíu tebolla á dag áður en
hætta skapast. Álíka skammtur af
kóladrykkjum inniheldur 47
millísTÖmm af knffíni
urlati á öllum tímum meðgöngu.
Langvarandi
drykkjaverst
Kanadísku læknamir segja að nið-
urstöður þeirra séu ekki algildar að
því leyti að munur getur verið á því
hvað einstakar konur þola af kaffi
án þess að missa fóstur. Þá er talið
að jöfn og mikil kaffidrykkja sé
hættulegust. Óveruleg hætta fylgi
því að drekka mikið kaffi einn dag
pf lát vprönr á npvslnnni næstn rlara
Enn hafa ekki borist mikil viðbrögð
frá öðrum læknum við þessari niður-
stöðu. Þó hefur verið bent á aö máhð
þurfi að rannsakast mun betur áður
en hægt sé að fullyrða að kaffi sé
skaðlegt fóstrum. Oft hefur verið
sýnt fram á að koffin er ekki sérlega
hættulegt heilsu manna sé þess neytt
í hófi. Því vilja margir gera minna
úr hættunni af kaffidrykkju en kana-
dísku læknamir. Allir em þó sam-
mála um að mestu kaffisvelgir geti
orðið fyrir heilsutjóni vegna lastar
síns
lyktinni
Tækið er kaliað „Nef páfans“
og á að auövelda hjónaleysum að
meta hvort líkur eru á getnaöi
viö samfarir. Hugmyndin er að
beita sömu tækni og nú þegar er
notuð til að meta ferskleika mat-
væla til að meta hvort og hvenær
konur geta orðið þungaðar. Það
á að sögn að finnast á lyktinni
Framleiðandinn, AromaScan í
Bretlandi, segir aö tækiö verði
komið á markaö eftir eitt til eitt
og hálft ár. Þar er því haldið fram
að þessi aðferð geti komið í stað
getnaðarvama og muni þvi falla
páfanum I Róm vel í geð en hann
hefur lengi barist gegn notkun
getnaðarvama með litlum eða
engum árangri.
Óttinn er
í hægra
heilahveli
Danskir sáiffæðingar hafa
fundiö út með mælingum að ótt-
inn á sér samastað í hægra lieila-
hveli manna. Eftir ítarlegar rann-
sóknir á hræðsluviðbrögðum
bama hefur komið í ljós að hægra
heilahvelið starfar án afláts meö-
an skelflngin varir.
Ótti manna er þar með fundinn
en ekki þykir ástæða til aö gera
nokkuð i málinu. Ótti er nefni-
lega nauðsynlegur lífl og heilsu
manna og dýra.