Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1994, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1994 Sjaldgæfur erfðasjúkdómur sem heltekur heilu fjölskyldumar: Heffellttár í lítrum talið - segir Viðar Gíslason sem tvisvar hefur fengið heilablæðingu og tjáir sig hér í gegnum tölvu Hér er Viðar Gíslason, nær, ásamt besta félaga sínum, Andra Stefánssyni, að keppa i tvíliðaleik i badminton á Haustmóti TBR 1990. Þeir félagar kepptu auðvitað undir merki Víkings. Badmintonþjálfari Viðars, Helgi Magnús- son, kvað Viðar hafa verið efstan á styrkleikalista síðasta árið í unglingaflokki og efni i stórspilara. DV-mynd Hson Þessi mynd var tekin af Viðari, t.v., og Elfari þremur „Að vera kippt út úr hversdagslífi heilbrigðs ungs dögum áður en Viðar fékk fyrsta heilablóðfallið. manns er gífurleg raun,“ segir Viðar Gíslason sem hér skrifar á tölvuna sina en hann langar að fá verkefni til að dunda við. DV-mynd GVA Þegar lífið brosir við æskumanni og framtíðin er björt er allt mögu- legt. Þannig var það með Viðar Gísla- son. Hann átti sína framtíðardrauma eins og aðrir ungir menn. En lífið er falivalt og dag einn var öllum vonum hans og draumum kippt í burtu eins og hendi væri veifað. Viðar er fæddur 29. október 1972. Hann býr í Lionshúsinu Hlein á Reykjalundi í Mosfellsbæ. Hann er haldinn ólæknandi sjúkdómi, heila- blæðingu sem gengur í erfðir. Móðir hans, Alda Guðmundsdóttir, lést af völdum þessa sjúkdóms þegar Viöar var aðeins þriggja ára að aldri. Eldri bróöir Viðars, Elfar, er einnig haldinn þessum sjúkdómi og vistast nú á Reykjalundi. Áður en hinn alvarlegi sjúkdómur kom í ljós hjá Viðari stundaði hann íþróttir af miklum áhuga og voru þær hans líf og yndi. Hann var með- al annars valinn í unglingaiandsliðið í badminton og lék nokkra landsleiki fyrir ísland. Knattspyrnu stundaði hann einnig af áhuga og var meðal annars valinn í Knattspymuskóla KSÍ 1986 en hann er ætlaður verð- andi drengjalandsliðsmönnum. Viðar lætur ekkert buga sig og stundar nú nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og sækist námið vel. Þegar DV heimsótti Viðar að Hlein vakti það undrun hversu opinskár og hrífandi persónuleiki hann er, sérstaklega þegar höfð eru í huga hin alvarlegu veikindi hans undanfarin ár. Lamaður í öllum útlimum Viðar er lamaður í öllum útlimum en hefur örlitla hreyfingu í hægri hendi sem hann nýtir sér m.a. til að stjóma tölvuborði og tjá sig með hjálp stafaspjalds. Vegna skemmda á taugastöðvum í heila, sem stjórna hreyfingum á talfæmm og kyngingu, getur Viðar ekki gefið frá sér nljóð og getur þvi ekki tjáö sig í mæltu máli. Hann á erfitt með að kyngja og nærist þvi á maukfæði en vökva fær hann í slöngu sem leidd er beint í magann. Munnvatnsframleiðsla er eðlileg en þar sem hann getur lítið kyngt munnvatni lekur það út um munnvikin. „Ég var aðeins þriggja ára þegar móðir mín lést af völdum þessa sjúk- dóms sem átti eftir að heltaka okkur bræðuma. Hún var aðeins 27 ára gömul. Við bjuggum í Breiðholti og þessi örlagarúd dagur í lífi fiölskyld- unnar var 21. janúar 1976. Faöir minn, Gísli Júlíusson, var nýkominn heim með teikningar að húsi sem foreldrar mínir ætluðu að fara að byggja. Við áttum heima í tveggja herbergja íbúð og fjölskyldu- meölimir fiórir og því kominn tími til að stækka við sig. Klukkan var um 11 aö morgni. Elf- ar bróðir var í skólanum. Mamma og pabbi fengu sér hádegismat og settust svo inn í stofu. Skyndilega stóð mamma upp og sagði: „Ég er eitthvað svo skrítin í höfðinu.“ Pabbi gekk til hennar en þá féli hún og hann rétt náði að grípa hana. Síðan hringdi hann í lögregluna þvi um nóttina hafði snjóað mikið og lá við ófærð en lögreglan kvaðst senda sjúkrabíl strax. Læknamir sögðu að það hefði kom- ið gúlpur á æð við heilann sem hefði sprungið og hér væri um meðfæddan æðagalla að ræða. Það leið ekki sól- arhringur þar til henni blæddi aftur og við þá blæðingu lést hún. Bróður mínum, Elfari, sem er fjór- um ámm eldri en ég, blæddi fyrst 13. desember 1989. Við sátum í herberg- inu hans og vorum að spjalla saman. Þá sagði hann skyndilega: „Ég er svo máttlaus í hendinni." Einnig kvart- aði hann yfir miklum höfuðkvölum. Ég þaut til pabba og sagði honum hvaö heföi gerst. Hann sá strax hvemig í öllu lá og hringdi í sjúkra- bíl. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera af mér þennan dag en fór þó á bad- mintonæfingu um kvöldið. Æfingin var búin rúmlega ellefu og þá hringdi ég heim. Fósturmóðir mín, Sigríður Þorvaldsdóttir, flutti mér þær fréttir að blætt hefði inn á heilann á Elfari. Þetta tók mjög þungt á mig, sér- staklega þar sem móðir okkar dó úr heilablóðfalli. Alveg fram að þeim tíma óraöi engan fyrir að bróðir minn gengi með þennan sjúkdóm. Þessi blæðing hjá Elfari var hægra megin og náði hann sér fullkomlega fannst mér. Hann fór að vinna aftur og það virtist allt í góðum farvegi. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Önnur blæðingin hjá Elfari kom nokkra seinna, í svefni, og var hún vinstra megin. Aftur náði hann sér nokkuð vel á strik. Þriðja blæðingin var mikið áfall fyrir EÍfar og í dag er hann sjúklingur á Reykjalundi, hefur misst málið og tjáningargeta er nær engin. Aðeins á íslandi Það kom síðar í ljós að Elfar haiði erft frá móður okkar einn sjaldgæf- asta erfðagalla sem sögur fara af. Þessi galli finnst aðeins á íslandi og er tengdur ákveönum fjölskyldum sem eiga ættir að rekja til Vestíjarða og Vesturlands. Sjúkdómur þessi nefnist á latínu „Ámyloidosis", en breyting á „Cystatin C-geni“ veldur veilunni. Sjúkdómurinn veldur hrömun í æðaveggjunum og þá sér- staklega við heilann. Eftir að Elfar veiktist fór ég í rann- sóknir. Það var síðan í janúar 1990 sem pabbi sagði mér frá niðurstööum rannsóknanna. í ljós kom að ég var einnig með þennan sjúkdóm. Mér finnst núna að ég hafi tekið þessum fréttum ótrúlega rólega. Ég ákvað að breyta engu í fari mínu, slaka ekki á íþróttaiðkun - halda bara mínu striki. Ég var aðeins 17 ára og setti mér það takmark að spá ekkert í þetta fyrr en ég yrði tvi- tugur. Þá ætti ég hitta að máli pró- fessor Gunnar Guðmundsson, yfir- lækni á taugalækningadeild Land- spítalans, þvi að hann hafði frá árinu 1978, að mig minnir, rannsakað þennan sjúkdóm. Ég var ekki tilbúinn að hætta í íþróttunum sem ég hafði svo mikiö yndi af og nánast lifði fyrir. Þetta var mín ákvörðun og kannski var hún röng. Ef til vill hefði ég átt að hafna öllu sem reyndi eitthvað á líkamann. Ég sé samt ekki eftir að hafa tekið þessa ákvörðun. Fékkblæðingu í akstri Þegar ég fékk fyrri blæðinguna var ég akandi á leið á badmintonæfingu í TBR-húsið við Gnoöarvog. Þetta var 28. desember 1991 og þar sem lítið bensín var á bílnum ákvað ég að fylla tankinn. Ég var að renna bílnum upp að dælunni þegar ég fann til mátt- leysis í hægri hendi og ákvað þegar í stað að fara heim. Það komu fljótlega upp í huga mér að einkennin voru þau sömu og hjá Elfari bróður. Ég varð auðvitað hræddur en ákvað að stressa mig ekki og reyndi eftir megni að slaka á en gat það bara alls ekki. Mér var efst í huga að nú væri röðin komin að mér. Eg stoppaði við umferöarljós Miklubrautar og Grensásvegar og var minn bíll fremstur í biðröðinni - við hliðina á strætisvagni. Ég fann fyrir verulegu máttleysi í öðrum fætinum og talaði mikið við sjálfan mig. Ég tók þá ákvörðun að aka ekki lengra og bað strætisvagn- stjórann um aðstoð. Augu mín flóðu í tárum því mig granaöi hvert fram- haldiö yrði. Ég man að pabbi kom stuttu síðar til mín á Borgarspítalann en annað man ég ekki. Við blæðinguna lamað- ist ég hægra megin, fékk tvisýni og missti málið en það kom þó fljótt aft- ur. Læknarnir sögðu að það hefði blætt inn á milli þeirra stöðva sem sjá um að framkvæma málið og þeirra sem ákveða hvað skal segja. Þetta lýsti sér þannig að það var eins og ég væri allt í einu kominn til Kína og ætti að tala á þarlendu tungu- máli. Svona var íslenskan mér fjar- læg þá stundina. Mér er minnisstætt þegar Gunnar Guðmundsson læknir kom inn til mín og spurði hvað blý- antur héti sem hann sýndi mér. Þaö merkilega var að ég vissi ekki nafniö á þessum hlut en vissi þó til hvers hann var notaður. Sáallttyöfalt Ég varð að hafa lepp fyrir öðru auganu annars sá ég allt tvöfalt. Læknarnir sögðu að sjónin myndi lagast fyrst og síðan talmálið. Ég var rúmfastur í sex vikur og talmálið var komið að fullu eftir þann tíma en augun rétt byrjuð að lagast. Þessi biðtími með augun fannst mér mjög pirrandi. Þó svo að ég hafi kannski veriö erfiður sjúklingur á köflum var það ekki að sjá á starfsfólkinu sem bók- staflega stjanaði við mig allan tím- ann. Leiöin lá síðan á Grensásdeild- ina og þar var engin miskunn sýnd. Hjólastólnum var ýtt til hliðar innan viku og ég fékk hækjur í staðinn. Það var að sjálfsögðu mjög frábmgðið taugadeildinni.því að þama var ég kominn í endurhæfingu. Andrúmsloftið var allt annað á Grensásdeildinni, sjúklingar og starfsfólk vora eins og ein stór fjöl- skylda. Ég mátti fara heim um helgar og það fannst mér frábært. Svo kom niðurskurður ríkisstjórn- arinnar í heilbrigðiskerfinu og þá varð ég svokallaður dagsjúklingur, pabbi keyrði mig á morgnana en ég gekk heim að loknum æfingum. Hreinasta helvíti Seinni blæðingin hjá mér kom í svefni. Pabbi kom að mér um morg- uninn og var ég fluttur hið bráðasta á Landspítalann. Þar dvaldi ég í nokkra daga á gjörgæslu og var m.a. í öndunarvél. Eg var í henni í sex daga. Þá var pabba sagt að best væri að taka mig úr vélinni en óvíst yrði hvort ég gæti tekið sjálfur við öndun- LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1994 33 Bræðurnir Viðar og Elfar Gíslasynir ásamt föður sínum, Gísla Júlíussyni. Móðir drengjanna lést aðeins 27 ára gömul úr sama sjúkdómi og nú hefur heltekið bræðurna. Það er Viðar sem situr í stólnum og tjáir sig á stafaborð. DV-mynd GVA inni. Það varð þó að láta reyna á það. Mér tókst að ráða við hana og greinilegt að einhver var ekki viðbú- inn að taka við mér hinum megin. Ég var síðan sendur aftur á tauga- deild Landspítalans og dvaldi þar þangað til deildinni var lokað vegna niðurskurðar. Starfsfólkið á tauga deildinni er mjög gott og fannst mér sárt að það skyldi þurfa að loka deild- inni. Þaðan lá leiðin út á 11-B á Landspít- ala og rann þá upp eitt erfiðasta skeið lífs míns. Þar var ég látinn liggja einn á stofu, algerlega hreyfingarlaus og voru tvær fyrstu vikurnar vægt til orða tekið hreinasta helvíti. Þessari dvöl minni á 11-B get ég aldrei gleymt. Ég svaf alla daga og vakti allar nætur. Mig skorti afl til aö note bjöll- una til að biðja um aðstoð. í fyrstu gat ég gefið frá mér hljóð en þegar ég gat það ekki lengur var ég kominn í nokkurs konar einangrun og þjáðist mikið þess vegna. Það kom þó að því að einhverjum datt í hug að líta inn til mín en biðin gat orðið ansi löng og erfið stundum. Foreldrar mínir tóku sér sumarfrí og dvöldu hjá mér mestan part dags- ins. Ef þau hefðu ekki gert það heföi ég sennilega orðið geðveikur. Ég var þarna í sex vikur og vora síðustu tvær vikurnar betri því þá var sterfsfólkið farið að kunna á mig. Ég fékk líka sérstaka bjöllu í þriðju vikunni og gat því kallað á aðstoð. En þá kom tími sumarfríanna og voru þá deildir U-A og B sameinaðar og nánast ný andlit sem birtust á hverjum degi. Þá komu upp mörg vandamál því allir þurftu ákveðinn tíma til að læra á mig. Fyrir mig, mállausan með litla sem enga tjáningargetu, var þetta tímabil mjög erfitt. Ég gat sagt já með því að færa augun til hægri og nei með því aö færa þau til vinstri. Þegar ég gat síðan hreyft hægri höndina fékk ég stafaspjaldið. Betra tjáningarform er ekki til og er það ennþá mest not- að. Þegar taugadeildin opnaði aftur fékk ég minn fyrsta liðsmann eins og það er kallað. Liðsmaður sér um aö aðstoða sjúkhnginn á ýmsan hátt, til dæmis að fara út. Eftir níu mánaða dvöl þar fór ég aftur á Grensásdeildina. Ég þurfti engu að kvíða því ég kannaðist nán- ast við alla þjálfarana. Á Grensási var ég í endurhæfingu í um það bfi 9 mánuði. Þá varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá inni í Hlein, húsi Lions við Reykjalund, og upphófst þá nýtt tímabil fyrir mig. Venjulegur dagur á Hlein Á Hlein eru dagarnir oftast frekar lengi að líða. Ég byija daginn milli klukkan átta og níu en þá er mér hjálpaö í bað og síðan klæddur. Að morgunmat loknum fer ég í sjúkra- þjálfun í einn til einn og hálfan tíma hjá frábærum sjúkraþjálfara mínum, Hilde Ostertag frá Þýskalandi. Fljót- lega eftir æfingamar er hádegismat- ur. Þegar ég hef rennt honum niður er dagskráin búin fyrir utan tvo stutta tíma í iðjuþjálfun á viku. Að þessu loknu sit ég nánast und- antekningarlaust við tölvuna mína fram að kvöldmat og aftur að honum loknum langt fram á kvöld. Ég hef verið að búa mér til verkefni til að stytta mér stundir. Vantar viðfangsefni Ég hef ekki fengið verkefni ennþá við mitt hæfi. Að vísu er ég aö berj- ast við námið en mig langar að af- kasta meira. Líklega halda flestir að ég sé svo fatlaður að ég geti ekkert gert en það er ekki rétt. Ég hef fengið mér mjög fullkominn tölvubúnað sem ég sit mikið við. Mig langar að verða mér úti um verkefni hjá fyrirtækjum, verkefni sem ég gæti unnið á tölvuna og fengið smáaura fyrir. Þaö er nauð- synlegt að starfa að einhveriu, hafa eitthvert takmark. Að sitja úti í homi iðjulaus og klóra sér bak viö eymn í eirðarleysi er eitthvað sem ég vil ekki kannast við. Sumir kunningjarnir forðastmig Það er nánast sama hvort ég fer á bíó eða eitthvað annað, ég rekst yfir- leitt á einhveija kunningja úr skól- anum, badminton eða fótboltanum. Það skrítna er að sumir félagamir láta eins og þeir sjái mig ekki og verða mjög vandræðalegir í fram- komu. Þessi atvik hafa oft brotið mig hreinlega niður. Hvort sem þetta er feimni þeirra við að sjá mig í þessu ástandi eða hvort fólkiö þekkir mig ekki svona fatlaðan er erfitt að spá í. En þetta getur stundum verið hreinasta kvöl. Maður skyldi ætla að það væri nógu erfitt fyrir mig að koma aftur út í lífið eftir áfallið - fatlaðan, fastan í hjólastól, mállausan og slefandi eins og rakka - þó maður þurfi ekki, í ofanálag, að mæta þessum vand- ræðaskap kunningjanna. Þær skemmtanir sem ég sæki einna helst em bíó- og leikhúsferðir. Ég fór síðast að sjá Hárið og hafði gaman af. Annars finnst mér alltaf skemmti- legast að sitja í góðra vina hópi og spjalla um hitt og þetta, þótt tjáning- argeta mín sé hæg. Um verslunar- mannahelgina sat ég einn fyrir fram- an imbcmn og hundleiddist. Allt í einu birtust tvær vinkonur mínar, Ingigerður Sæmundsdóttir og Emma Pétursdóttir, með miklum látum og buöu mér heim til sín. Ég hef ekki átt svona skemmtilegt kvöld svo mánuðum skiptir. Aðstaðan er góð hér á Hlein og Svava Ingimarsdóttir deildarstjóri hefur komið þessu vel af stað. Hún hefur reynt að gera allt eins heimilis- legt og hægt er og starfsfólkið er al- veg einstaklega gott. Aftur á móti finnst mér val vistmanna hafa mis- tekist. Ég á enga samleiö með þeim sem hér dvelja. Hér eiga allir vist- menn í mjög miklum erfiðleikum að tjá sig. Af þeim sökum hef ég engan til þess að ræða við úr hópi þeirra. Sjúklingur verður að eiga a.m.k. einn góðan félaga meöal sjúklinganna sem hann getur talað við og treyst. í þann tíma sem ég hef barist við veikindi mín hefur mér aldrei liðið betur en í dag. Ég hef sætt mig við fotlun mín og reyni að takast á við erfiðleikana eftir bestu getu. Heilbrigðiskerfið mætti þó bregð- ast betur við en það gerir. Fólk, sem hefur fundið alla sársauka líkamans og fellt tár í lítratali, á ekki skilið að þurfa að ganga í gegnum aðra hrinu erfiðleika, að slást við kerfið. Ef ekki er komið til móts við okkur, eftir þörfum hvers og eins, erum við dæmd þungum dómi, til síðasta dags. Má ekki gefast upp Að vera kippt út úr hversdagslífi heilbrigðs ungs manns er gífurleg raun. Einungis er hægt að komast yfir þá erfiðleika með réttu hugar- fari, hvatningu og góðum stuöningi foreldra. Ef einhver unglingur yrði svo óheppinn að lenda í veikindum eða slysi má hann aldrei gefast upp. Uppgjöf er það hugtak sem aldrei má ná tökum á manni ef ætlunin er að reyna að komast í gegnum þraut- imar með þokkalegri reisn. Eins og staðan er í dag þarf ég engu að kvíða svo lengi sem ég held rétt á spilunum og legg skynsamlega í borð. Mér gæti alveg eins blætt eftir tíu ár, aldrei aftur, eða bara á morg- un. Á Reykjalundi er gott að vera, ég er hjá góöu fólki sem gerir allt til þess að mér líði sem best. Fyrir mér er framtíðin því björt," segir Viðar Gíslason. -Hson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.